Innlent

Tuttugu milljónir hafa safnast

Um tuttugu milljónir króna hafa þegar safnast hér á landi til styrktar þeim sem eiga um sárt að binda vegna flóðanna í Suðaustur-Asíu. Pokasjóður gefur fimm milljónir til hjálparstarfssins, Hjálparstofnun kirkjunnar hefur þegar sent hálfa aðra milljón til hamfarasvæðanna og milljónir hafa safnast í símasöfnun Rauða krossins. Þá ákvað ríkisstjórnin að gefa fimm milljónir. Talið er að allt að fimm milljónir manna skorti brýnustu nauðsynjar eftir náttúruhamfarirnar en flestar þjóðir heims hafa efnt til söfnunar fyrir þá sem urðu illa úti á svæðinu. Alþjóða Rauði krossinn hefur sent út mestu hjálparbeiðni um áratugaskeið en talin er þörf á um þremur milljörðum króna til hjálparstarfs samtakanna á hamfarasvæðunum. Netverslunin Amazon.com er meðal þeirra sem skora á jarðarbúa að láta fé af hendi rakna handa nauðstöddum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×