Innlent

Atkvæðagreiðslu lýkur á gamlársdag

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning sjómanna er í gangi og lýkur henni á gamlársdag. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, vonast til að öll kjörgögn verði komin í hús þriðjudaginn 4. janúar svo að hægt verði að hefja talningu. Mikið megi þó ekki út af bregða til að það geti dregist en öll kjörgögn verða að hafa borist til að talning geti farið fram. Stefnt er að því að úrslit atkvæðagreiðslunnar liggi fyrir að kvöldi 4. janúar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×