Innlent

Grunaður um að hafa banað konu

Karlmaður um fertugt er í haldi lögreglunnar í Reykjavík vegna gruns um að hafa ráðið fyrrverandi sambýliskonu sinni bana. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum í dag. Konunnar hefur verið saknað síðan á sunnudag en leit hófst  eftir að ættingjar konunnar leituðu til lögreglu. Konan var ófundin um miðnætti í gærkvöld. Rannsókn á heimili mannsins bendir til að konunni hafi verið ráðinn bani.Lögregla hefur staðfest að konan sé þriggja barna móðir af erlendu bergi brotin. Tæknideild lögreglunnar hafði í gær girt af og komið upp búnaði við íbúð í Stórholti í austurbæ Reykjavíkur. benti viðbúnaður lögreglu til að ekki væri útilokað að saknæm háttsemi tengdist hvarfi konunnar. Lögreglan var enn að störfum á vettvangi í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er talið að konan hafi dvalið í íbúðinni um liðna helgi. Lagt hefur verið hald á bíl í þágu rannsóknar málsins. lögreglan verst að öðru leyti frétta af rannsókn málsins sem er á frumstigi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×