Deilt um skipun hæstaréttardómara 22. september 2004 00:01 Skipun í embætti hæstaréttardómara í stað Péturs Hafsteins er þegar orðin umdeild þótt enginn hafi verið skipaður enn. Lögmenn deila þessa dagana bæði um menn og aðferðir. Hópur hæstaréttarlögmanna stendur þessa dagana fyrir undirskriftasöfnun í kjölfar umsagnar Hæstaréttar um umsækjendur um embætti hæstaréttardómara. Þar eru lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson taldir bera af öðrum og Hjördís Hákonardóttir sett í þriðja sæti. Aðrir eru flokkaðir þar fyrir neðan. Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður segir að með fullri virðingu fyrir öðrum umsækjendum finnist sér Jón Steinar ekki njóta sannmælis. Störf lögmanna séu ekki metin sem skyldi og þegar lögmaður í fremstu röð hljóti ekki náð umsagnaraðilans, séu það skilaboð til lögfræðinga um að sækja ekki um stöðu sem þessa. Fyrirkomulag við skipun hæstaréttardómara var til umræðu á fundi Lögréttu, félags lögfræðinema við Háskólann í Reykjavík, í hádeginu dag. Þar var hart deilt á Hæstarétt, en mörgum finnst sem skort hafi samræmi í umsögnum hans. Einhverjir eru á því að rétturinn hafi vísvitandi reynt að gera ráðherra erfitt fyrir að ráða Jón Steinar Gunnlaugsson á meðan aðrir segja Hæstarétt fyrst nú, þegar hann rökstyður mat sitt og raðar umsækjendum, vera að sinna hlutverki sínu. Margir sögðu tímabært að menn horfðust í augu við að ráðning í þetta embætti væri pólitísk. Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður segir það hafa pólitíska þýðingu hver sitji í réttinum á hverjum tíma. Það sé mjög slæmt að Dómsmálaráðherra gegni til dæmis starfinu um árabil og raði á meðan mönnum úr sínum flokki í stöður hæstaréttardómara. Hann segir þess ekki hafa verið gætt nógu vel að rétturinn endurspegli fjölbreytileika þeirra skoðana sem séu uppi í samfélaginu. Lögmenn virðast skiptast í hópa í þessu máli, þá sem fylgja Jóni Steinari og þá sem gera það ekki. Margir telja Davíð Oddsson eiga nægilega marga vini í réttinum og benda á spilafélagann Árna Kolbeinsson og frændann Ólaf Börk Þorvaldsson. En jafnvel þeir sem tala á þennan máta telja langt gengið hjá réttinum að flokka Jón Steinar ekki með hæfustu umsækjendum. Enginn virðist öfunda Geir Haarde, hann geti ekki unnið sama hvern hann velur. Þeir sem standa að undirskriftarsöfnuninni til stuðnings Jóni Steinari segja hana ganga vel, en hugmyndin fær þó misjafnar undirtektir. Ástráður segir það ekki heppilegt að menn séu komnir út í svona vinnubrögð og æskilegast væri að hætt yrði við það. Fréttir Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Skipun í embætti hæstaréttardómara í stað Péturs Hafsteins er þegar orðin umdeild þótt enginn hafi verið skipaður enn. Lögmenn deila þessa dagana bæði um menn og aðferðir. Hópur hæstaréttarlögmanna stendur þessa dagana fyrir undirskriftasöfnun í kjölfar umsagnar Hæstaréttar um umsækjendur um embætti hæstaréttardómara. Þar eru lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson taldir bera af öðrum og Hjördís Hákonardóttir sett í þriðja sæti. Aðrir eru flokkaðir þar fyrir neðan. Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður segir að með fullri virðingu fyrir öðrum umsækjendum finnist sér Jón Steinar ekki njóta sannmælis. Störf lögmanna séu ekki metin sem skyldi og þegar lögmaður í fremstu röð hljóti ekki náð umsagnaraðilans, séu það skilaboð til lögfræðinga um að sækja ekki um stöðu sem þessa. Fyrirkomulag við skipun hæstaréttardómara var til umræðu á fundi Lögréttu, félags lögfræðinema við Háskólann í Reykjavík, í hádeginu dag. Þar var hart deilt á Hæstarétt, en mörgum finnst sem skort hafi samræmi í umsögnum hans. Einhverjir eru á því að rétturinn hafi vísvitandi reynt að gera ráðherra erfitt fyrir að ráða Jón Steinar Gunnlaugsson á meðan aðrir segja Hæstarétt fyrst nú, þegar hann rökstyður mat sitt og raðar umsækjendum, vera að sinna hlutverki sínu. Margir sögðu tímabært að menn horfðust í augu við að ráðning í þetta embætti væri pólitísk. Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður segir það hafa pólitíska þýðingu hver sitji í réttinum á hverjum tíma. Það sé mjög slæmt að Dómsmálaráðherra gegni til dæmis starfinu um árabil og raði á meðan mönnum úr sínum flokki í stöður hæstaréttardómara. Hann segir þess ekki hafa verið gætt nógu vel að rétturinn endurspegli fjölbreytileika þeirra skoðana sem séu uppi í samfélaginu. Lögmenn virðast skiptast í hópa í þessu máli, þá sem fylgja Jóni Steinari og þá sem gera það ekki. Margir telja Davíð Oddsson eiga nægilega marga vini í réttinum og benda á spilafélagann Árna Kolbeinsson og frændann Ólaf Börk Þorvaldsson. En jafnvel þeir sem tala á þennan máta telja langt gengið hjá réttinum að flokka Jón Steinar ekki með hæfustu umsækjendum. Enginn virðist öfunda Geir Haarde, hann geti ekki unnið sama hvern hann velur. Þeir sem standa að undirskriftarsöfnuninni til stuðnings Jóni Steinari segja hana ganga vel, en hugmyndin fær þó misjafnar undirtektir. Ástráður segir það ekki heppilegt að menn séu komnir út í svona vinnubrögð og æskilegast væri að hætt yrði við það.
Fréttir Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira