Lífið

Hoffmann með ofnæmi fyrir kókaíni

Leikarinn Dustin Hoffmann segist hafa neyðst til þess að hætta að taka kókaín, þar sem hann hafi ofnæmi fyrir því. Hann segist hafa orðið afar andstuttur í hvert skipti sem hann hafi tekið efnið og hann hafi að lokum orðið að hætta að taka það inn, þar sem að þegar verst lét, hafi hann átt við önduarerfiðleika að stríða vikum saman eftir notkun þess. Hoffmann segist hafa fallið fyrir hinu ljúfa lífi í kjölfar frægðarinnar sem hann hlaut fyrir myndina „The Graduate" og segist í kjölfarið hafa dópað ótæpilega og stundað kynlíf með fjölmörgum konum á ólíklegustu stöðum. Nú sé öldin hins vegar önnur og rólegheitin ráði ríkjum í lífi hans.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.