Í hungurverkfall eftir Fókusviðtal 26. nóvember 2004 00:01 Fyrir nokkrum vikum setti Fókus, sem fylgir með DV í dag, sig í samband við Ruslönu, sem sigraði Eurovision svo eftirminnilega með laginu Wild Dances. Þá var nýafstaðin forkosning til forseta í Úkraínu og Ruslana sagðist ekki ræða pólitík opinberlega. Sú staða breyttist með dramatískum hætti á miðvikudaginn. "Ég ætla ekki að segja þér hvern ég kaus. Þá væri ég að svíkja loforð. Ég vil ekki ræða stjórnmál. Tók þá ákvörðun að halda mér fyrir utan þau," sagði Ruslana í Fókus í byrjun nóvember. Þá var fyrri hluti forsetakosninga Úkraínu nýafstaðinn og áfram komust þeir Viktor Yushtsjenko og Viktor Yanukovitsj forsætisráðherra. Kosningaeftirlitsmenn sögðu þær ekki uppfylla lýðræðiskröfur. Skipti um skoðun "Ég er ekki ein af þeim sem syngur á fundum til stuðnings frambjóðanda. En mér er mjög umhugsað um framtíð landsins míns. Þess vegna fór ég til heimabæjar míns, Lviv, og kaus þar," sagði Ruslana ennfremur. Síðan þá er allt í rugli í Úkraínu. Á sunnudaginn fóru sjálfar kosningarnar fram. Strax heyrðust sterkar gagnrýnisraddir um svindl og svínarí, sérstaklega þegar tilkynnt var að forsætisráðherrann Yanukovitsj hefði sigrað. Tugþúsundir manna söfnuðust strax saman í miðborg Kiev og krefjast þess að Yushtsjenko verði lýstur sigurvegari kosninganna. Talsmenn sögðu að enginn færi fet fyrr en þeirra maður væri orðinn forseti. Á miðvikudaginn, þegar Yanukovitsj var formlega lýstur sigurvegari, mætti Ruslana sjálf til landsins og tók fyrri orð sín til baka, tók afstöðu. Eins og fram kom í viðtalinu er hún á fullu þessa dagana. Droppaði öllum áætlunum fyrir málstaðinn. Hún fór með boxaranum Vladimir Klitschko á fund Yushtsjenko og því næst beint niður á torg. Þar setti hún upp appelsínugulan borða til stuðnings Yushtsjenko og gult hausband, sem merkir það að hún er komin í hungurverkfall þar til ástandið breytist. Afganginn af þessarri dramatísku frásögn um Ruslönu er að finna í Fókus, sem fylgir með DV í dag. Þar er margt annað í boði: Hreimur gerir upp við poppbransann, Freysi á X-inu, Brynjar Már á Kiss FM og Kristján í Ópinu á RÚV spila jólaspilin (Popppunkt, Friends og 70 mínútur) yfir bjór á Celtic Cross, Fókus býður á Without a Paddle og gerir úttekt á öðrum bíófrumsýningum helgarinnar, djammkortið er á sínum stað og margt, margt fleira. Menning Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Sjá meira
Fyrir nokkrum vikum setti Fókus, sem fylgir með DV í dag, sig í samband við Ruslönu, sem sigraði Eurovision svo eftirminnilega með laginu Wild Dances. Þá var nýafstaðin forkosning til forseta í Úkraínu og Ruslana sagðist ekki ræða pólitík opinberlega. Sú staða breyttist með dramatískum hætti á miðvikudaginn. "Ég ætla ekki að segja þér hvern ég kaus. Þá væri ég að svíkja loforð. Ég vil ekki ræða stjórnmál. Tók þá ákvörðun að halda mér fyrir utan þau," sagði Ruslana í Fókus í byrjun nóvember. Þá var fyrri hluti forsetakosninga Úkraínu nýafstaðinn og áfram komust þeir Viktor Yushtsjenko og Viktor Yanukovitsj forsætisráðherra. Kosningaeftirlitsmenn sögðu þær ekki uppfylla lýðræðiskröfur. Skipti um skoðun "Ég er ekki ein af þeim sem syngur á fundum til stuðnings frambjóðanda. En mér er mjög umhugsað um framtíð landsins míns. Þess vegna fór ég til heimabæjar míns, Lviv, og kaus þar," sagði Ruslana ennfremur. Síðan þá er allt í rugli í Úkraínu. Á sunnudaginn fóru sjálfar kosningarnar fram. Strax heyrðust sterkar gagnrýnisraddir um svindl og svínarí, sérstaklega þegar tilkynnt var að forsætisráðherrann Yanukovitsj hefði sigrað. Tugþúsundir manna söfnuðust strax saman í miðborg Kiev og krefjast þess að Yushtsjenko verði lýstur sigurvegari kosninganna. Talsmenn sögðu að enginn færi fet fyrr en þeirra maður væri orðinn forseti. Á miðvikudaginn, þegar Yanukovitsj var formlega lýstur sigurvegari, mætti Ruslana sjálf til landsins og tók fyrri orð sín til baka, tók afstöðu. Eins og fram kom í viðtalinu er hún á fullu þessa dagana. Droppaði öllum áætlunum fyrir málstaðinn. Hún fór með boxaranum Vladimir Klitschko á fund Yushtsjenko og því næst beint niður á torg. Þar setti hún upp appelsínugulan borða til stuðnings Yushtsjenko og gult hausband, sem merkir það að hún er komin í hungurverkfall þar til ástandið breytist. Afganginn af þessarri dramatísku frásögn um Ruslönu er að finna í Fókus, sem fylgir með DV í dag. Þar er margt annað í boði: Hreimur gerir upp við poppbransann, Freysi á X-inu, Brynjar Már á Kiss FM og Kristján í Ópinu á RÚV spila jólaspilin (Popppunkt, Friends og 70 mínútur) yfir bjór á Celtic Cross, Fókus býður á Without a Paddle og gerir úttekt á öðrum bíófrumsýningum helgarinnar, djammkortið er á sínum stað og margt, margt fleira.
Menning Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“