Best að taka sig ekki of alvarlega 26. nóvember 2004 00:01 Forsíðu Fókus, sem fylgir DV í dag, prýðir hinn góðkunni Hreimur Örn Heimisson söngvari. Hann hefur haft hægt um sig á þessu ári, fékk nóg af poppbransanum og ákvað að taka sér smá hlé. Hann réð sig því í "venjulega" vinnu og voru umskiptin auðveld þar sem hann er svolítill sveitalubbi inn við beinið. Hreimur segir poppstjörnuhlutverkið ekki vera nærri eins glamúrus og margir vilja halda. "Ég lagði tónlistina svolítið mikið á hilluna í ár. Við vorum aðeins að spila í sumar, fórum á Þjóðhátíð og svoleiðis en annars hefur þetta bara verið rólegt," segir Hreimur Örn Heimisson söngvari í hljómsveitinni Land og synir. Sveitin hefur tekið því rólega í ár eftir mikla keyslu síðustu ár. Hreimur er farinn að vinna í verslun í Kringlunni og tekur því rólega þess á milli. Hann segir hvíldina kærkomna enda sé íslenski tónlistarbransinn ekki fyrir hvern sem er. Örlagavaldurinn Heiðar í Botnleðju "Það var algjörlega okkar ákvörðun að róa okkur niður og taka því rólega. Ég var alveg búinn að fá nóg af þessu, þetta er mikil vinna og sveiflurnar miklar og erfiðar. Ef menn ætla að vera í þessu þurfa þeir alltaf að vera á tánum og grípa hvert tækifæri sem gefst. Við erum búnir að vera lengi í þessum pakka og erum einfaldlega þreyttir," segir Hreimur. "Það halda svo margir að það sé frábært að vera celeb á Íslandi en það er alls ekki það glamúrlíf sem margir halda. Ég áttaði mig á þessu árið 1999 þegar ég var að keyra á Hondu Civicnum mínum, það var búið að segja við mig að ég yrði að eiga nýjan flottan bíl af því að ég var poppstjarna. Þá lenti ég við hliðina á gömlum Nissan Sunny og undir stýri var Heiðar í Botnleðju. Heiðar er svona gaur sem allir þekkja og þetta var ekki ímyndin sem ég hélt að ég myndi sjá. Þá fattaði ég að það væri kannski best að vera ekkert að taka sjálfan sig of alvarlega. Þetta móment markaði svolítil tímamót fyrir mig," segir Hreimur og bætir við að í kjölfarið hafi hann lítið verið að leitast eftir að uppfylla einhverja ímynd. Lítið annað en ímynd "Poppstjörnuhlutverkið er lítið annað en ímynd því þessir gígantísku peningar sem eiga að vera í þessu eru bara ekki til staðar eins og margir halda. Maður sér það bara af síðasta tekjublaði Frjálsrar verslunar að það eru örfáir sem hafa góðar tekjur upp úr þessu. Það er heldur ekki lengur svoleiðis að tónlistarmenn fái allt borgað svart, það er langt frá því. Þetta er allt uppgefið sama hvort maður er að spila á Hverfisbarnum, Sjallanum Akureyri eða hvar sem er. Menn verða að vinna fyrir hverri einustu krónu sem kemur í kassan og þetta er erfið vinna eins og hvað annað," segir Hreimur. Afganginn af viðtalinu við Hreim, þar sem hann talar m.a. um að selja á sér rassgatið fyrir morgunþátt á FM 957, framtíð Lands og sona og týpurnar sem fá sér línu og verða kóngarnir má lesa í Fókus, sem fylgir DV í dag. Í blaðinu er síðan að finna miklu, miklu meira um allt milli himins og jarðar. Menning Mest lesið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Rene Kirby er látinn Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Menning Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Forsíðu Fókus, sem fylgir DV í dag, prýðir hinn góðkunni Hreimur Örn Heimisson söngvari. Hann hefur haft hægt um sig á þessu ári, fékk nóg af poppbransanum og ákvað að taka sér smá hlé. Hann réð sig því í "venjulega" vinnu og voru umskiptin auðveld þar sem hann er svolítill sveitalubbi inn við beinið. Hreimur segir poppstjörnuhlutverkið ekki vera nærri eins glamúrus og margir vilja halda. "Ég lagði tónlistina svolítið mikið á hilluna í ár. Við vorum aðeins að spila í sumar, fórum á Þjóðhátíð og svoleiðis en annars hefur þetta bara verið rólegt," segir Hreimur Örn Heimisson söngvari í hljómsveitinni Land og synir. Sveitin hefur tekið því rólega í ár eftir mikla keyslu síðustu ár. Hreimur er farinn að vinna í verslun í Kringlunni og tekur því rólega þess á milli. Hann segir hvíldina kærkomna enda sé íslenski tónlistarbransinn ekki fyrir hvern sem er. Örlagavaldurinn Heiðar í Botnleðju "Það var algjörlega okkar ákvörðun að róa okkur niður og taka því rólega. Ég var alveg búinn að fá nóg af þessu, þetta er mikil vinna og sveiflurnar miklar og erfiðar. Ef menn ætla að vera í þessu þurfa þeir alltaf að vera á tánum og grípa hvert tækifæri sem gefst. Við erum búnir að vera lengi í þessum pakka og erum einfaldlega þreyttir," segir Hreimur. "Það halda svo margir að það sé frábært að vera celeb á Íslandi en það er alls ekki það glamúrlíf sem margir halda. Ég áttaði mig á þessu árið 1999 þegar ég var að keyra á Hondu Civicnum mínum, það var búið að segja við mig að ég yrði að eiga nýjan flottan bíl af því að ég var poppstjarna. Þá lenti ég við hliðina á gömlum Nissan Sunny og undir stýri var Heiðar í Botnleðju. Heiðar er svona gaur sem allir þekkja og þetta var ekki ímyndin sem ég hélt að ég myndi sjá. Þá fattaði ég að það væri kannski best að vera ekkert að taka sjálfan sig of alvarlega. Þetta móment markaði svolítil tímamót fyrir mig," segir Hreimur og bætir við að í kjölfarið hafi hann lítið verið að leitast eftir að uppfylla einhverja ímynd. Lítið annað en ímynd "Poppstjörnuhlutverkið er lítið annað en ímynd því þessir gígantísku peningar sem eiga að vera í þessu eru bara ekki til staðar eins og margir halda. Maður sér það bara af síðasta tekjublaði Frjálsrar verslunar að það eru örfáir sem hafa góðar tekjur upp úr þessu. Það er heldur ekki lengur svoleiðis að tónlistarmenn fái allt borgað svart, það er langt frá því. Þetta er allt uppgefið sama hvort maður er að spila á Hverfisbarnum, Sjallanum Akureyri eða hvar sem er. Menn verða að vinna fyrir hverri einustu krónu sem kemur í kassan og þetta er erfið vinna eins og hvað annað," segir Hreimur. Afganginn af viðtalinu við Hreim, þar sem hann talar m.a. um að selja á sér rassgatið fyrir morgunþátt á FM 957, framtíð Lands og sona og týpurnar sem fá sér línu og verða kóngarnir má lesa í Fókus, sem fylgir DV í dag. Í blaðinu er síðan að finna miklu, miklu meira um allt milli himins og jarðar.
Menning Mest lesið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Rene Kirby er látinn Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Menning Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“