Hringamyndun: Vandinn og lausnin 7. júlí 2004 00:01 Í leiðara Fréttablaðsins fimmtudaginn 24. júní býsnast Guðmundur Magnússon yfir þeim ummælum Morgunblaðsins í Reykjavíkurbréfi að líklega mætti telja að átökin um fjölmiðlamálið yrðu barnaleikur í samanburði við þau átök sem framundan væru vegna væntanlegrar löggjafar um hringamyndun. Í lok leiðarans óskar Guðmundur eftir svari við því: "hvaða vandamál það eru sem "stóru viðskiptasamsteypurnar" hafa skapað og hver "lausnin" geti þá verið"? Þessari spurningu er auðsvarað. Viðskiptasamsteypur eru tæki sem fjársterkir aðilar nota til þess að margfalda það fjármagn sem þeir ráða yfir í þeim tilgangi að auka völd sín og/eða hagnast á kostnað smærri hluthafa. Einfalt dæmi getur varpað ljósi á það hvernig þetta er gert. Segjum að eignarhaldsfélag í eigu fjársterkrar fjölskyldu eigi 51% í fyrirtæki A sem á 51% í fyrirtæki B. Þá á fjölskyldan ekki nema rúm 25% í fyrirtæki B en fer þó með öll völd í því fyrirtæki. Ef fyrirtæki B á svo 51% í fyrirtæki C á fjölskyldan ekki nema rúm 12,5% í því fyrirtæki en fer samt sem áður með öll völd í því líka. Með því að mynda slíkar samsteypur getur fjölskyldan því ráðið yfir fjölda fyrirtækja sem hún á ekki nema lítinn hlut í. Fjölskyldan hefur því langtum meiri völd í viðskiptalífinu en ætla mætti ef einungis er tekið mið af eignum hennar. Þessi völd getur fjölskyldan notað til þess að auka hag sinn með ýmsum hætti. Það er til dæmis augljóst að fjölskyldan hefur mun meiri hag af því að fyrirtæki A gangi vel en að fyrirtæki C gangi vel (þar sem hún á meira í fyrirtæki A en fyrirtæki C). Hún getur því beitt völdum sínum í fyrirtæki C til þess að auka hagnað fyrirtækis A. Slíkt er hagstætt fyrir fjölskylduna þótt þessar aðgerðir minnki hagnað fyrirtækis C svo fremi sem þær minnka hann ekki meira en um fjórar krónur fyrir hverja eina krónu sem hagnaður fyrirtækis A eykst. Þessi hvati fjölskyldunnar til þess að misnota fyrirtæki C í þeim tilgangi að auka hagnað fyrirtækis A skaðar vitaskuld hagsmuni annarra hluthafa í fyrirtæki C. Segjum til dæmis að fjórir lífeyrissjóðir eigi 10% hver í fyrirtæki C. Þá er fjölskyldan í raun að níðast á lífeyrissjóðunum með aðgerðum sínum. Oft er talað um ókostina sem fylgja því að fé sé án hirðis. Viðskiptasamsteypur skapa hins vegar þveröfugt vandamál, þ.e. hirði sem er að gæta fjár annarra og ber ekki hag eigenda þess fyrir brjósti. Auk ofangreindra vandamála draga viðskiptasamsteypur úr samkeppni, þær hafa neikvæð áhrif á seljanleika hlutabréfa, þær draga úr áhuga smærri hluthafa á því að eiga hlutabréf og hækka þannig fjármögnunarkostnað nýrra fyrirtækja. Lausnin á vandanum sem viðskiptasamsteypur skapa er einföld. Ef skattur yrði lagður á arðgreiðslur milli fyrirtækja myndi hvatinn til þess að mynda viðskiptasamsteypur hverfa eins og dögg fyrir sólu. Ástæða þess er að slíkur skattur gerir það kostnaðarsamt fyrir fjölskylduna að flytja arð upp fyrirtækjakeðjuna (eða um fyrirtækjanetið ef því er að skipta). Þessi leið hefur verið farin í Bandaríkjunum og hefur reynst vel. Bandaríkin eru eina landið í heiminum þar sem viðskiptasamsteypur þekkjast ekki. Víðast hvar annars staðar ráða þær lögum og lofum. Raunar hefur hún reynst það vel að Bush Bandarikjaforseti hætti við að afnema slíkan skatt á síðasta ári eftir að efnahagsráðgjöfum hans hafði verið bent á hversu mikilvægur hann væri í því að koma í veg fyrir myndun viðskiptasamsteypa. Í stað þess að beita sér fyrir afnámi allra skatta á arðgreiðslur lagði hann einungis til að skattar á arðgreiðslur til einstaklinga yrðu felldir niður. Skattur á arðgreiðslur milli fyrirtækja hefur nokkra mikilvæga kosti fram yfir aðrar leiðir til þess að berjast gegn hringamyndun. Í fyrsta lagi bitnar slíkur skattur jafnt á öllum viðskiptasamsteypum. Hann er ekki háður huglægu mati Samkeppnisstofnunar, lögreglunnar eða framkvæmdavaldsins almennt. Í öðru lagi hefur hann þann kost að viðskiptasamsteypurnar leysast upp af sjálfu sér í stað þess að Samkeppnisstofnun og lögreglan þurfi að standa í stöðugum rannsóknum og málaferlum til þess að leysa þær upp með valdi. Mikilvægasti kostur þessarar leiðar er hins vegar að hann íþyngir á engan hátt fyrirtækjum sem einungis stunda rekstur í því augnamiði að hámarka hagnað sinn. Hann íþyngir eingöngu fyrirtækjum sem til hliðar við sinn eiginlega rekstur standa í því að byggja upp viðskiptasamsteypur. Ég má til að taka undir það mat ritstjóra Morgunblaðsins að löggjöf um hringamyndun muni leiða til mikilla deilna í þjóðfélaginu, a.m.k. ef löggjöfin er þess eðlis að líklegt verði að hún nái markmiðum sínum. Fjársterkir aðilar sem sitja í hásætum íslenskra viðskiptablokka eiga mikilla hagsmuna að gæta að slík lög nái ekki fram að ganga. Þeir munu eflaust beita sér af hörku gegn þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins fimmtudaginn 24. júní býsnast Guðmundur Magnússon yfir þeim ummælum Morgunblaðsins í Reykjavíkurbréfi að líklega mætti telja að átökin um fjölmiðlamálið yrðu barnaleikur í samanburði við þau átök sem framundan væru vegna væntanlegrar löggjafar um hringamyndun. Í lok leiðarans óskar Guðmundur eftir svari við því: "hvaða vandamál það eru sem "stóru viðskiptasamsteypurnar" hafa skapað og hver "lausnin" geti þá verið"? Þessari spurningu er auðsvarað. Viðskiptasamsteypur eru tæki sem fjársterkir aðilar nota til þess að margfalda það fjármagn sem þeir ráða yfir í þeim tilgangi að auka völd sín og/eða hagnast á kostnað smærri hluthafa. Einfalt dæmi getur varpað ljósi á það hvernig þetta er gert. Segjum að eignarhaldsfélag í eigu fjársterkrar fjölskyldu eigi 51% í fyrirtæki A sem á 51% í fyrirtæki B. Þá á fjölskyldan ekki nema rúm 25% í fyrirtæki B en fer þó með öll völd í því fyrirtæki. Ef fyrirtæki B á svo 51% í fyrirtæki C á fjölskyldan ekki nema rúm 12,5% í því fyrirtæki en fer samt sem áður með öll völd í því líka. Með því að mynda slíkar samsteypur getur fjölskyldan því ráðið yfir fjölda fyrirtækja sem hún á ekki nema lítinn hlut í. Fjölskyldan hefur því langtum meiri völd í viðskiptalífinu en ætla mætti ef einungis er tekið mið af eignum hennar. Þessi völd getur fjölskyldan notað til þess að auka hag sinn með ýmsum hætti. Það er til dæmis augljóst að fjölskyldan hefur mun meiri hag af því að fyrirtæki A gangi vel en að fyrirtæki C gangi vel (þar sem hún á meira í fyrirtæki A en fyrirtæki C). Hún getur því beitt völdum sínum í fyrirtæki C til þess að auka hagnað fyrirtækis A. Slíkt er hagstætt fyrir fjölskylduna þótt þessar aðgerðir minnki hagnað fyrirtækis C svo fremi sem þær minnka hann ekki meira en um fjórar krónur fyrir hverja eina krónu sem hagnaður fyrirtækis A eykst. Þessi hvati fjölskyldunnar til þess að misnota fyrirtæki C í þeim tilgangi að auka hagnað fyrirtækis A skaðar vitaskuld hagsmuni annarra hluthafa í fyrirtæki C. Segjum til dæmis að fjórir lífeyrissjóðir eigi 10% hver í fyrirtæki C. Þá er fjölskyldan í raun að níðast á lífeyrissjóðunum með aðgerðum sínum. Oft er talað um ókostina sem fylgja því að fé sé án hirðis. Viðskiptasamsteypur skapa hins vegar þveröfugt vandamál, þ.e. hirði sem er að gæta fjár annarra og ber ekki hag eigenda þess fyrir brjósti. Auk ofangreindra vandamála draga viðskiptasamsteypur úr samkeppni, þær hafa neikvæð áhrif á seljanleika hlutabréfa, þær draga úr áhuga smærri hluthafa á því að eiga hlutabréf og hækka þannig fjármögnunarkostnað nýrra fyrirtækja. Lausnin á vandanum sem viðskiptasamsteypur skapa er einföld. Ef skattur yrði lagður á arðgreiðslur milli fyrirtækja myndi hvatinn til þess að mynda viðskiptasamsteypur hverfa eins og dögg fyrir sólu. Ástæða þess er að slíkur skattur gerir það kostnaðarsamt fyrir fjölskylduna að flytja arð upp fyrirtækjakeðjuna (eða um fyrirtækjanetið ef því er að skipta). Þessi leið hefur verið farin í Bandaríkjunum og hefur reynst vel. Bandaríkin eru eina landið í heiminum þar sem viðskiptasamsteypur þekkjast ekki. Víðast hvar annars staðar ráða þær lögum og lofum. Raunar hefur hún reynst það vel að Bush Bandarikjaforseti hætti við að afnema slíkan skatt á síðasta ári eftir að efnahagsráðgjöfum hans hafði verið bent á hversu mikilvægur hann væri í því að koma í veg fyrir myndun viðskiptasamsteypa. Í stað þess að beita sér fyrir afnámi allra skatta á arðgreiðslur lagði hann einungis til að skattar á arðgreiðslur til einstaklinga yrðu felldir niður. Skattur á arðgreiðslur milli fyrirtækja hefur nokkra mikilvæga kosti fram yfir aðrar leiðir til þess að berjast gegn hringamyndun. Í fyrsta lagi bitnar slíkur skattur jafnt á öllum viðskiptasamsteypum. Hann er ekki háður huglægu mati Samkeppnisstofnunar, lögreglunnar eða framkvæmdavaldsins almennt. Í öðru lagi hefur hann þann kost að viðskiptasamsteypurnar leysast upp af sjálfu sér í stað þess að Samkeppnisstofnun og lögreglan þurfi að standa í stöðugum rannsóknum og málaferlum til þess að leysa þær upp með valdi. Mikilvægasti kostur þessarar leiðar er hins vegar að hann íþyngir á engan hátt fyrirtækjum sem einungis stunda rekstur í því augnamiði að hámarka hagnað sinn. Hann íþyngir eingöngu fyrirtækjum sem til hliðar við sinn eiginlega rekstur standa í því að byggja upp viðskiptasamsteypur. Ég má til að taka undir það mat ritstjóra Morgunblaðsins að löggjöf um hringamyndun muni leiða til mikilla deilna í þjóðfélaginu, a.m.k. ef löggjöfin er þess eðlis að líklegt verði að hún nái markmiðum sínum. Fjársterkir aðilar sem sitja í hásætum íslenskra viðskiptablokka eiga mikilla hagsmuna að gæta að slík lög nái ekki fram að ganga. Þeir munu eflaust beita sér af hörku gegn þeim.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar