Sport

Búlgarar ætla ekki að breyta miklu

Plamen Markov, þjálfari búlgarska landsliðsins, vísar því algjörlega á bug að þörf sé á róttækum breytingum fyrir leikinn gegn Dönum í dag. Þetta segir hann þrátt fyrir að lið hans hafi verið tekið í karphúsið af Svíum, 0-5.  "Það verða engar stórvægilegar breytingar á byrjunarliðinu frá Svíaleiknum," sagði Markov. Hann segir helsta áhyggjuefni sitt fyrir leikinn gegn Dönum vera meiðsli varnarmannsins Predrag Pazin sem misst hefur af tveimur síðustu æfingum liðsins og er afar tæpt að hann nái sér í tæka tíð. "Ég myndi frekar kjósa sigur í leiðinlegum leik heldur en að tapa á glæsilegan hátt eins og við gerðum gegn Svíum. Við vorum algjörlega búnir eftir sextíu mínútna leik og það mun ekki ganga neitt betur gegn Dönum náum við ekki að halda út allan leiktímann," sagði Markov og bætti við: "Ég hef rætt vandlega við leikmenn liðsins og ég veit að þeir verða tilbúnir í leiknum gegn Dönum - að minnsta kosti vona ég það."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×