Sport

Totti biðst afsökunar

Ítalski landsliðsmaðurinn Francesco Totti hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að hrækja á Danann Christian Poulsen í leik liðanna á dögunum. Dómari leiksins sá ekki atvikið en það náðist á myndband og út frá því var dómurinn felldur. Totti mun því missa af tveim næstu leikjum Ítala í riðlakeppninni, gegn Svíum og Búlgörum, og nái Ítalir að komast áfram í átta liða úrslit missir hann einnig af þeim leik. "Við munum ekki þola svona hegðun," sagði talsmaður UEFA eftir dóminn. Totti fékk tækifæri til að standa fyrir máli sínu á þriggja tíma fundi um málið á hóteli í Lissabon. Þar viðurkenndi hann verknaðinn enda annað varla hægt: "Ég er mjög leiður yfir þessu og ég hreinlega þekki ekki sjálfan mig á þessum myndum," sagði Totti fullur iðrunar og bætti við: "Ég biðst afsökunar og vil taka það skýrt fram að þetta er ekki hinn rétti Francesco Totti á myndbandinu."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×