Sport

Rooney með tvö í 3-0 sigri á Sviss

Englendingar unnu sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í Portúgal þegar þeir unnu 3-0 sigur á Sviss í fyrri leik dagsins í B-riðli. Wayne Rooney skoraði tvö mörk og Steven Gerrard bætti við því þriðja undir lokin eftir laglega sendingu frá Gary Neville. Michael Owen lagði upp fyrsta mark Rooney en Darius Vassell skapaði það síðara eftir að hafa verið nýkominn inn á sem varamaður.  Englendingar voru heppnir að vera ekki komnir undir þegar Wayne Rooney kom þeim yfir eftir 23 mínútna leik og þrátt fyrir að sigurinn hafi verið sannfærandi samkvæmt tölunum var leikur enska liðsins ekkert alltof sannfærandi. England er nú komið með þrjú stig, jafnmikið og Frakkar sem mæta Króatöum seinna í dag. Króatar og Svisslendingar eru síðan með eitt stig hvor en Englendingar mæta Króötum í síðasta leik sínum í riðlinum. England-Sviss 3-0 (1-0) 1-0 Wayne Rooney (23.) 2-0 Wayne Rooney (75.) 3-0 Steven Gerrard (82.)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×