Sport

Totti dæmdur í þriggja leikja bann

Francesco Totti, helsti lykilmaður Ítala á Evrópumótinu í Portúgal,  var í dag dæmdur í þriggja leikja bann, af agadómstól UEFA, fyrir að hrækja á Danann Christian Poulsen í fyrsta leik liðanna í C-riðli. Totti getur því ekki spilað með Ítölum fyrr en í undanúrslitaleiknum, komist þeir þangað. Danska sjónvarpið náði því á mynd þegar að Totti hrækti framan í Poulsen en augljóst var á öllu að verkefni Danans var að reyna að æsa blóðheitan Ítalann upp sem tókst því Totti fann sig aldrei í þessum leik og fékk að lokum gult spjald fyrir mjög gróga tæklingu á Rene Henriksen á lokamínútunum. "Við líðum ekki svona framkomu inn á vellinum," sagði talsmaður UEFA eftir að bannið var tilkynnt fjölmiðlum. Totti sagði ekki neitt fyrir framan aganefndina og lét síðan hafa það eftir sér við fjölmiðlamenn að hann þekkti ekki sjálfan sig á þessum myndum danska sjónvarpsins. "Þetta er ekki Francesco Totti. Ég bið ítölsku þjóðina afsökunar en tek það jafnframt fram að hinn sanni Francesco Totti er ekki á þessum myndum," sagði Totti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×