Sport

Grikkir áfram þrátt fyrir tap

Rússar hysjuðu upp um sig brækurnar í síðasta leik sínum á EM í Portúgal þegar þeir báru sigurorð af Grikkjum, 2-1, í gærkvöld. Þeir áttu ekki möguleika á að komast áfram úr riðlinum en vildu auðvitað fyrir alla muni bjarga því litla sem eftir var af andlitinu eftir töp gegn Spánverjum og Portúgölum. Grikkir eru aftur á móti komnir áfram í átta liða úrslit öllum að óvörum en tæpt var það því ef Rússar hefðu skorað eitt mark í viðbót hefðu Spánverjar komast áfram á kostnað þeirra Rússar hófu leikinn af miklu krafti og komust yfir eftir aðeins 65 sekúndna leik en þá skoraði Dmitry Kirichenko laglegt mark. Fimmtán mínútum síðar juku þeir muninn skoraði með góðum skalla eftir hornspyrnu Rolans Gusev. Ekki mátti miklu muna að þriðja rússneska markið liti dagsins ljós um miðjan fyrri hálfleik en þá fóru þeir illa með gott færi. Tveimur mínútum fyrir lok hálfleiksins komust Grikkir á nýjan leik inn í leikinn með marki frá Zisis Vryzas. Rússar voru betri í síðari hálfleik en þó fengu bæði lið nokkur góð færi til að bæta við mörkum. Rússar voru fyrir leikinn ekki búnir að ná sigri í níu síðustu leikjum sínum á EM og þrátt fyrir mikil vonbrigði hlýtur sigurinn að vera örlítil huggun harmi gegn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×