Sport

Heiðar vann á velsku golfmóti

Heiðar Davíð Bragason, kylfingur úr GK, heldur áfram að gera það gott og um helgina sigraði hann á opna velska áhugamannamótinu í golfi. Heiðar Davíð lék lokahringinn á 76 högg-um en bestum árangri náði hann á öðrum og þriðja degi þar sem hann lék á 69 höggum. Leikið var á velli Royal Porthcawl golf- klúbbsins í Wales og lék Heiðar alls á 286 höggum. Hann hafði nokkra yfirburði á mótinu því sá sem kom næstur í röðinni lék á alls 291 höggi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×