Sport

Ekki koma aftur til Hollands

Óánægðir stuðningsmenn hollenska landsliðsins hafa nú safnað fyrir flugmiða handa þjálfara liðsins, Dick Advocaat, eftir slæmt tap gegn Tékkum í fyrradag. Stuðningsmennirnir, og margir fleiri reyndar líka, kenna Advocaat um tapið vegna skiptingar sem hann gerði í seinni hálfleik.  Þá fór út af Arjen Robben, einn besti leikmaður liðsins, en inn á kom Paul Bosvelt. Leikur liðsins riðlaðist við þetta og Tékkarnir gengu á lagið og lönduðu sigri. "Við söfnuðum fénu fyrir flugmiðanum á innan við þremur mínútum," sagði Johan de Laat, sem skipulagði söfnunina. Flugmiðinn kostaði rétt rúmar fimmtán þúsund og er dagsettur á þriðjudaginn. "Við munum koma miðanum til hans í gegnum herbergisþjónustu hótelsins sem Advocaat dvelur á. Allt sem hann þarf er vegabréfið sitt og hann þarf ekki að koma aftur til Hollands," sagði de Laat.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×