Enski boltinn rúllar á nýjan leik 7. ágúst 2004 00:01 Enska knattspyrnan fer formlega af stað á nýjan leik í dag þegar Englandsmeistarar Arsenal og bikarmeistarar Manchester United mætast í hinum árlega leik um Samfélagsskjöldinn. Bæði lið er nokkuð frá því að geta stillt upp sínu sterkasta liði, og þá sérstaklega Arsenal sem munu örugglega spila án Patrick Viera og Sol Campbell, sem eru meiddir. Þá er Thierry Henry einnig tæpur og verður í besta falli á varamannabekknum til að byrja með. Hjá Manchester United er markamaskínan Ruud van Nistelrooy fjarri góðu gamni vegna meiðsla sem og þeir Kleberson og Ole Gunnar Solskjaer. Þá eru Cristiano Ronaldo og Gabriel Heinze uppteknir með landsliðum sínum sem nú undirbúa sig á fullu fyrir ólympíleikana sem hefjast í vikunni. Þetta verður í fimmta sinn á síðustu sjö árum sem Arsenal taka þátt í leiknum og af síðustu fjórum leikjum um Samfélagsskjöldinn hafa þrír unnist. Tapleikurinn var í fyrra, einmitt gegn Manchester United, en þá stóðu leikar 1-1 eftir venjulegan leiktíma en Manchester United sigraði í vítaspyrnukeppni. Það má því segja að Arsenal eigi harma að hefna frá því í leiknum í fyrra. "Ég tek þennan leik alltaf jafn alvarlega þótt enginn líti á Samfélagsskjöldinn sem titil þannig séð," segir Arsene Wenger, framkvæmdastjóri Arsenal. "Fyrst og fremst er þetta góður undirbúningur fyrir deildina og við fáum þarna alvöruleik þar sem úrslitin skipta þó litlu máli. Hraðinn og gæðin í leiknum eru mun betri en í æfingaleikunum fyrir tímabilið og frammistaðan í þessum leik er alltaf gott merki um hversu mikið liðunum langar að afreka á komandi leiktíð," segir Wenger. Alex Ferguson stjóri Manchester United, er á sama máli og kollegi sinn hjá Arsenal og segir að það sé að miklu að keppa. "Stoltið skipar alltaf stóran þátt í þessum leikjum svo að það er öruggt að ekkert verður gefið eftir. Þegar Manchester United og Arsenal eigast við er aldrei tekið létt á því," segir Ferguson sem eins og áður segir þarf að glíma við fjarveru lykilmanna í leiknum, rétt eins og Arsenal. "Ég vona bara innilega að við sleppum í gegnum leikinn án þess að missa fleiri menn í meiðsli. En við eigum fullt af mönnum og ég er ekki í neinum vandamálum með að setja unga og óreynda leikmenn inn í liðið," segir hann. Enski boltinn Mest lesið „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Fleiri fréttir Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Enska knattspyrnan fer formlega af stað á nýjan leik í dag þegar Englandsmeistarar Arsenal og bikarmeistarar Manchester United mætast í hinum árlega leik um Samfélagsskjöldinn. Bæði lið er nokkuð frá því að geta stillt upp sínu sterkasta liði, og þá sérstaklega Arsenal sem munu örugglega spila án Patrick Viera og Sol Campbell, sem eru meiddir. Þá er Thierry Henry einnig tæpur og verður í besta falli á varamannabekknum til að byrja með. Hjá Manchester United er markamaskínan Ruud van Nistelrooy fjarri góðu gamni vegna meiðsla sem og þeir Kleberson og Ole Gunnar Solskjaer. Þá eru Cristiano Ronaldo og Gabriel Heinze uppteknir með landsliðum sínum sem nú undirbúa sig á fullu fyrir ólympíleikana sem hefjast í vikunni. Þetta verður í fimmta sinn á síðustu sjö árum sem Arsenal taka þátt í leiknum og af síðustu fjórum leikjum um Samfélagsskjöldinn hafa þrír unnist. Tapleikurinn var í fyrra, einmitt gegn Manchester United, en þá stóðu leikar 1-1 eftir venjulegan leiktíma en Manchester United sigraði í vítaspyrnukeppni. Það má því segja að Arsenal eigi harma að hefna frá því í leiknum í fyrra. "Ég tek þennan leik alltaf jafn alvarlega þótt enginn líti á Samfélagsskjöldinn sem titil þannig séð," segir Arsene Wenger, framkvæmdastjóri Arsenal. "Fyrst og fremst er þetta góður undirbúningur fyrir deildina og við fáum þarna alvöruleik þar sem úrslitin skipta þó litlu máli. Hraðinn og gæðin í leiknum eru mun betri en í æfingaleikunum fyrir tímabilið og frammistaðan í þessum leik er alltaf gott merki um hversu mikið liðunum langar að afreka á komandi leiktíð," segir Wenger. Alex Ferguson stjóri Manchester United, er á sama máli og kollegi sinn hjá Arsenal og segir að það sé að miklu að keppa. "Stoltið skipar alltaf stóran þátt í þessum leikjum svo að það er öruggt að ekkert verður gefið eftir. Þegar Manchester United og Arsenal eigast við er aldrei tekið létt á því," segir Ferguson sem eins og áður segir þarf að glíma við fjarveru lykilmanna í leiknum, rétt eins og Arsenal. "Ég vona bara innilega að við sleppum í gegnum leikinn án þess að missa fleiri menn í meiðsli. En við eigum fullt af mönnum og ég er ekki í neinum vandamálum með að setja unga og óreynda leikmenn inn í liðið," segir hann.
Enski boltinn Mest lesið „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Fleiri fréttir Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira