Sport

Norðurlandamótið heldur áfram

Opna Norðurlandamót 21 árs landsliða kvenna í knattspyrnu heldur áfram í dag. Danmörk og England mætast klukkan 16:30 á Sauðárkróki og á Blönduósi leikur Ísland við Svíþjóð á sama tíma. Þessir leikir eru í A-riðli en Svíar hafa þegar tryggt sé sigur í riðlinum og munu leika til úrslita gegn annað hvort Þjóðverjum eða Bandaríkjamönnum. Íslenska liðið er sem stendur í 2. sæti riðilsins en tryggir sér rétt til að leika um bronsverðlaun, sigri liðið Svía í dag. Í B-riðli mætast svo Noregur og Finnland á Ólafsfirði og Þýsklanad og Bandaríkin á Dalvík. Þeir leikir hefjast einnig klukkan 16:30.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×