Sport

Rubens vann á Monza

Brasilíumaðurinn Rubens Barrichello vann sinn fyrsta sigur í formúlunni á árinu þegar Ferrari fagnaði tvölföldum sigri á heimavelli því heimsmeistarinn Michael Schumacher varð annar í ítalska kappakstrinum í Monza í gær. Ferrari-liðið er þegar búið að tryggja sér alla titla í boði en undirstrikuðu yfirburði sína aðeins enn frekar með því að tryggja sér toppsætin tvö í heimalandi sínu. Barrichello hafði ekki komið  fyrstur í mark síðan í síðasta kappakstri síðasta tímabils sem fram fór í Japan. Schumacher tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Belgíu  fyrir tveimur vikum en það er enn lengra síðan að Ferrari gulltryggði sjötta sigur sinn í keppni bílasmiða. Ferrari-mennirnar tveir hafa nú unnið 13 af 15 keppnum tímabilsins en aðeins þrjár keppnir eru eftir, í Kína, Japan og Brasilíu. Þriðji í gær varð Bretinn Jenson Button sem leiddi kappaksturinn í 24 af 53 hringjum en á eftir honum kom japanski félagi hans hjá Honda BAR-liðinu, Takuma Sato. Honda-liðið komst fyrir vikið upp í annað sætið í keppni bílasmiða því Renault náði ekki stigi í Monza að þessu sinni. Williams-ökumaðurinn Juan Pablo Montoya var fimmti, David Coulthard hjá McLaren endaði í sjötta sætinu og sjöundi varð Antonio Pizzonia hjá Williams.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×