Sport

Ólafur meistari meistaranna

Ciudad Real, lið Ólafs Stefánssonar, varð í gær meistari meistaranna í spænska handboltanum. Ciudad Real vann Barcelona 32-29 í framlengdum leik. Staðan var jöfn 10-10 í hálfleik og 25-25 að loknum venjulegum leiktíma en Ciudad Real var sterkari í framlengingunni. Ólafur skoraði fjögur mörk, þar af eitt úr vítakasti. Rolando Urios var markahæstur hjá Ciudad með sjö mörk en Jonas Kallmann kom næstur með sex. Slóveninn Luka Zvizej var markahæstur hjá Barcelona með sjö mörk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×