Sport

Jones ver ekki Ólympíugullið

Um helgina varð það ljóst að Marion Jones fær ekki að verja ólympíugull sitt í 100 metra hlaupi. Jones endaði í fimmta sæti á úrtökumóti fyrir bandaríska ólympíuliðið en þrjár þær efstu tryggja sér farseðil til Aþenu. Jones vann fimm verðlaun í Sydney fyrir fjórum árum og getur enn komist með til Aþenu standi hún sig betur í 200 metra hlaupi eða langstökki. Þetta eru sár úrslit fyrir hina 28 ára Marion Jones sem keppir á ný eftir barnsburð auk þess sem hún er undir smásjánni hjá bandaríska lyfjaeftirlitinu. Jones hefur verið bendluð við stóra lyfjahneykslið í bandarískum frjálsum íþróttum þótt hún hafi aldrei fallið á lyfjaprófi auk þess að neita því að hafa nokkurn tímann notað ólögleg lyf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×