Alþjóðlegur beinverndardagur 20. október 2004 00:01 Alþjóðlegur beinverndardagur er haldinn 20. október ár hvert. Á hverju ári er dagurinn helgaður sértæku efni sem tengist beinþynningu. Yfirskrift beinverndardagsins í ár er Karlar og beinþynning. Beinvernd mun, í samstarfi við alþjóða beinverndarsamtökin IOF, vera með átak í tilefni dagsins til að auka vitund um beinþynningu meðal karla. Nýr bæklingur um karla og beinþynningu kemur út auk fréttabréfs sem helgað er þessu málefni sérstaklega. Beinvernd bendir körlum á að það eru margir þættir sem geta haft áhrif á beinin s.s. erfðaþættir, reykingar, óhófleg áfengisneysla, hreyfingarleysi, næring sem ekki inniheldur nægjanlegt kalk og D-vítamín, seinkaður kynþroski og aðrir sjúkdómar. Auk þess getur notkun ákveðinna lyfja s.s. sykurstera einnig valdið beinþynningu. Svarið spurningum í áhættuprófi um beinþynningu sem er að finna á vef Beinverndar, www.beinvernd.is og kannið hvort þið eruð í áhættuhópi! Hér á landi er talið að rekja megi um 1.000-1.200 brot til beinþynningar á ári hverju. Algengustu brotin eru framhandleggsbrot, samfallsbrot í hrygg og mjaðmarbrot, sem eru alvarlegust. Sjúkdómurinn er stundum nefndur "hinn þögli faraldur" vegna þess að einkenni hans koma oft ekki í ljós fyrr en við beinbrot. Brotatíðni er mismunandi eftir löndum hjá körlum og konum, en álagið og þjáningarnar sem brotin valda eru að aukast vegna þess að fólk lifir nú að jafnaði lengur en áður og þar af leiðandi eru fleiri aldraðir í heiminum sem hafa tilhneigingu til að brotna. Beinbrot vegna beinþynningar eru kostnaðarsöm, bæði hvað varðar þjáningu þeirra sem fyrir þeim verða og vegna meðferðar og umönnunar Tiltölulega auðvelt er að greina beinþynningu með svokölluðum beinþéttnimælum, sem er góður mælikvarði á brotahættu, líkt og blóðþrýstingur og blóðfitur segja fyrir um áhættuna á kransæðastíflu eða heilablóðfalli. Fullkomnir beinþéttnimælar, svokallaðir DEXA-mælar, eru á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi, en hægt er að fara í "minni" mælingu sem gefur vísbendingu um beinhaginn hjá Lyfju, Gigtarfélagi Íslands, Gigtsjúkdómadeild LHS og hjá Beinvernd. Auk þess hefur Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi yfir að ráða handarmæli sem einnig gefur vísbendingu um ástand beinanna. Beinþynningu er hægt að meðhöndla með sértækum lyfjum, auk D-vítamíns og kalks. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að lyfjameðferð getur viðhaldið beinþéttni og jafnvel aukið beinmassann. Lífshættir og erfðaþættir ráða að miklu leyti þéttni og styrk beina. Þess vegna er mikilvægt að forvarnarstarf sé öflugt og nauðsynlegt er að tryggja forvörnina alla ævi. Þar skiptir hvað mestu máli reglubundin líkamleg hreyfing og mataræði sem inniheldur D-vítamín og kalk. Höfundur er íþróttafræðingur og framkvæmdastjóri Beinverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur beinverndardagur er haldinn 20. október ár hvert. Á hverju ári er dagurinn helgaður sértæku efni sem tengist beinþynningu. Yfirskrift beinverndardagsins í ár er Karlar og beinþynning. Beinvernd mun, í samstarfi við alþjóða beinverndarsamtökin IOF, vera með átak í tilefni dagsins til að auka vitund um beinþynningu meðal karla. Nýr bæklingur um karla og beinþynningu kemur út auk fréttabréfs sem helgað er þessu málefni sérstaklega. Beinvernd bendir körlum á að það eru margir þættir sem geta haft áhrif á beinin s.s. erfðaþættir, reykingar, óhófleg áfengisneysla, hreyfingarleysi, næring sem ekki inniheldur nægjanlegt kalk og D-vítamín, seinkaður kynþroski og aðrir sjúkdómar. Auk þess getur notkun ákveðinna lyfja s.s. sykurstera einnig valdið beinþynningu. Svarið spurningum í áhættuprófi um beinþynningu sem er að finna á vef Beinverndar, www.beinvernd.is og kannið hvort þið eruð í áhættuhópi! Hér á landi er talið að rekja megi um 1.000-1.200 brot til beinþynningar á ári hverju. Algengustu brotin eru framhandleggsbrot, samfallsbrot í hrygg og mjaðmarbrot, sem eru alvarlegust. Sjúkdómurinn er stundum nefndur "hinn þögli faraldur" vegna þess að einkenni hans koma oft ekki í ljós fyrr en við beinbrot. Brotatíðni er mismunandi eftir löndum hjá körlum og konum, en álagið og þjáningarnar sem brotin valda eru að aukast vegna þess að fólk lifir nú að jafnaði lengur en áður og þar af leiðandi eru fleiri aldraðir í heiminum sem hafa tilhneigingu til að brotna. Beinbrot vegna beinþynningar eru kostnaðarsöm, bæði hvað varðar þjáningu þeirra sem fyrir þeim verða og vegna meðferðar og umönnunar Tiltölulega auðvelt er að greina beinþynningu með svokölluðum beinþéttnimælum, sem er góður mælikvarði á brotahættu, líkt og blóðþrýstingur og blóðfitur segja fyrir um áhættuna á kransæðastíflu eða heilablóðfalli. Fullkomnir beinþéttnimælar, svokallaðir DEXA-mælar, eru á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi, en hægt er að fara í "minni" mælingu sem gefur vísbendingu um beinhaginn hjá Lyfju, Gigtarfélagi Íslands, Gigtsjúkdómadeild LHS og hjá Beinvernd. Auk þess hefur Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi yfir að ráða handarmæli sem einnig gefur vísbendingu um ástand beinanna. Beinþynningu er hægt að meðhöndla með sértækum lyfjum, auk D-vítamíns og kalks. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að lyfjameðferð getur viðhaldið beinþéttni og jafnvel aukið beinmassann. Lífshættir og erfðaþættir ráða að miklu leyti þéttni og styrk beina. Þess vegna er mikilvægt að forvarnarstarf sé öflugt og nauðsynlegt er að tryggja forvörnina alla ævi. Þar skiptir hvað mestu máli reglubundin líkamleg hreyfing og mataræði sem inniheldur D-vítamín og kalk. Höfundur er íþróttafræðingur og framkvæmdastjóri Beinverndar.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar