Árni Johnsen er skrítinn 26. október 2004 00:01 Líklegt er að híbýlin að Uppsölum í Selárdal verði gerð upp og að þar verði safn, helgað minningu einbúans Gísla Gíslasonar. Árni Johnsen hefur unnið að hugmyndum um átak í ferðaþjónustu og atvinnumálum í Vesturbyggð og Tálknafirði og lýtur ein tillagan að slíku safni. Árni og Ómar Ragnarsson, sem báðir kynntust Gísla og tóku við hann viðtöl, hafa lýst sig reiðubúna til að hrinda verkefninu úr vör og afla til þess fjár. Sjá þeir fyrir sér að safnið standi öllum opið og að gesturinn verði um leið safnvörður og skilji við eins og hann kom að. Íbúðarhúsið er í ágætu ásigkomulagi og í raun þarf lítið til að koma safninu á fót. Árna Johnsen er minnisstætt þegar hann hitti Gísla fyrst en síðan eru liðin mörg ár. "Ég var á skemmtun með Sumargleðinni á Bíldudal og gaf mig á tal við einhverja karla. Þeir sögðust halda að það væri skrítinn karl þarna inni í dal og ég bað Ómar um að fljúga með mér þangað." Gísli tók Árna heldur fálega í fyrstu en þeir kvöddust sem vinir eftir að Árni hafði setið hjá honum í fimm klukkustundir. "Ég spurði svo hvort ég mætti koma aftur aðeins seinna og þá með Ómar Ragnarsson með mér en honum fannst það ómögulegt og bað mig um að koma ekki aftur það sumarið," segir Árni. Ástæðan var sú að Gísli hafði ætlað að hefja slátt þennan dag en heimsókn Árna setti þau áform hans úr skorðum. Taldi hann vissara að eiga ekki á hættu að fá slíka heimsókn aftur fyrr en í fyrsta lagi með haustinu. Síðar fregnaði Árni af fólki sem var á ferð í Selárdal og ætlaði að heilsa upp á Gísla á Uppsölum. Hann var fáorður en aðeins lifnaði yfir honum þegar fólkið minntist á að hafa lesið viðtal Árna við hann. Sagði hann þá að til sín hefði komið blaðamaður fyrr um sumarið og lýsti því svo yfir að blaðamaðurinn sá hefði verið skrítinn. Árna er skemmt þegar hann rifjar þetta upp. Gísli á Uppsölum fæddist 29. október 1907 og lést á gamlársdag 1986. Síðustu árin bjó hann á hjúkrunarheimilinu á Patreksfirði. Innlent Menning Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
Líklegt er að híbýlin að Uppsölum í Selárdal verði gerð upp og að þar verði safn, helgað minningu einbúans Gísla Gíslasonar. Árni Johnsen hefur unnið að hugmyndum um átak í ferðaþjónustu og atvinnumálum í Vesturbyggð og Tálknafirði og lýtur ein tillagan að slíku safni. Árni og Ómar Ragnarsson, sem báðir kynntust Gísla og tóku við hann viðtöl, hafa lýst sig reiðubúna til að hrinda verkefninu úr vör og afla til þess fjár. Sjá þeir fyrir sér að safnið standi öllum opið og að gesturinn verði um leið safnvörður og skilji við eins og hann kom að. Íbúðarhúsið er í ágætu ásigkomulagi og í raun þarf lítið til að koma safninu á fót. Árna Johnsen er minnisstætt þegar hann hitti Gísla fyrst en síðan eru liðin mörg ár. "Ég var á skemmtun með Sumargleðinni á Bíldudal og gaf mig á tal við einhverja karla. Þeir sögðust halda að það væri skrítinn karl þarna inni í dal og ég bað Ómar um að fljúga með mér þangað." Gísli tók Árna heldur fálega í fyrstu en þeir kvöddust sem vinir eftir að Árni hafði setið hjá honum í fimm klukkustundir. "Ég spurði svo hvort ég mætti koma aftur aðeins seinna og þá með Ómar Ragnarsson með mér en honum fannst það ómögulegt og bað mig um að koma ekki aftur það sumarið," segir Árni. Ástæðan var sú að Gísli hafði ætlað að hefja slátt þennan dag en heimsókn Árna setti þau áform hans úr skorðum. Taldi hann vissara að eiga ekki á hættu að fá slíka heimsókn aftur fyrr en í fyrsta lagi með haustinu. Síðar fregnaði Árni af fólki sem var á ferð í Selárdal og ætlaði að heilsa upp á Gísla á Uppsölum. Hann var fáorður en aðeins lifnaði yfir honum þegar fólkið minntist á að hafa lesið viðtal Árna við hann. Sagði hann þá að til sín hefði komið blaðamaður fyrr um sumarið og lýsti því svo yfir að blaðamaðurinn sá hefði verið skrítinn. Árna er skemmt þegar hann rifjar þetta upp. Gísli á Uppsölum fæddist 29. október 1907 og lést á gamlársdag 1986. Síðustu árin bjó hann á hjúkrunarheimilinu á Patreksfirði.
Innlent Menning Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira