Lífið

Sony kaupir MGM

Japanski útgáfurisinn Sony er nánast búinn að ganga frá kaupum á kvikmyndafyrirtækinu Metro-Goldwyn-Mayer (MGM) en gengið var frá drögum að samningi þess efnis í fyrradag. Talið er að kaupverðið sé um 5 milljarðar Bandaríkjadala og með því eignast Sony réttinn á kvikmyndasafni MGM sem er eitt það stærsta í heimi. Samningurinn gæti einnig náð til sjónvarpsefnis en Sony á eftir að ganga frá samningi við Comcast, stærsta kapalsjónvarps Bandaríkjanna. Japanska fyrirtækið hyggst koma myndum sínum á framfæri í gegnum kapalkerfið, þar á meðal myndirnar um Kóngulóarmanninn sem hafa notið gríðarlegra vinsælda. MGM-fyrirtækið var stofnað árið 1924 og hefur framleitt margar af vinsælustu kvikmyndum sögunnar, þar á meðal Gone With The Wind, Ben Húr, Galdrakarlinn í Oz, Doktor Zhivago sem og myndirnar um James Bond svo fáeinar séu nefndar. Sony hefur verið stórtækt í yfirtöku smærri fyrirtækja. Það keypti meðal annars Columbia Pictures árið 1989 en þó kaup þóttu ekki góð.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.