70 mínútur hætta á Popptíví 15. september 2004 00:01 Sjónvarpsþátturinn 70 mínútur verður tekinn af dagskrá Popptíví þann 20. desember en þá verður eitt þúsundasti þátturinn sýndur. Það þýðir að einungis 68 þættir eru eftir af þessum vinsælasta sjónvarpsþætti ungu kynslóðarinnar. "Það var sameiginleg ákvörðun að hætta með þáttinn. Við höfum verið með mikla endurnýjun og strákarnir vildu reyna fyrir sér annars staðar. Þetta hefur gerst áður samanber Simma og Jóa í Idolinu," sagði Steinn Kári Ragnarsson, dagskrárgerðarstjóri Popptíví, í samtali við Fréttablaðið í gær. 70 mínútur hafa verið lang vinsælasti dagskrárliður Popptíví en samkvæmt síðustu Gallup-könnun var 8,8% uppsafnað áhorf á þáttinn. Næsti dagskrárliður á eftir var The Joe Schmo Show, með 4,4% uppsafnað áhorf. "Við gerðum samning út árið og hann er að renna út þannig að vildum skoða okkar möguleika," sagði Auðunn Blöndal, einn þremenninganna. Hann vildi þó ekki gefa upp hvað þeir félagar hyggjast gera þegar 70 mínútur renna sitt skeið. Þremenningarnir stefna þó að því að reyna að vinna saman þegar þar að kemur. "Þátturinn er búinn að vera í loftinu í fjögur ár samfleytt. Okkur og stjórnendum Popptívi fannst kominn tími á breytingar. Það er enginn fýla í gangi eða neitt svoleiðis," sagði Auðunn. Strákarnir í 70 mínútum hafa ekki setið auðum höndum síðustu mánuði. Auk þess að stýra sjónvarpsþættinum léku þeir í nýrri Svínasúpu og hafa tekið upp lag í samvinnu við hljómsveitina Quarashi. Innan skamms munu þeir svo gera myndband við lagið, sem ber nafnið Crazy Bastard, en Samúel Bjarki Pétursson mun leikstýra því. Handritið er í vinnslu en lagið verður ekki frumflutt fyrr en myndbandið er tilbúið. Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Sjá meira
Sjónvarpsþátturinn 70 mínútur verður tekinn af dagskrá Popptíví þann 20. desember en þá verður eitt þúsundasti þátturinn sýndur. Það þýðir að einungis 68 þættir eru eftir af þessum vinsælasta sjónvarpsþætti ungu kynslóðarinnar. "Það var sameiginleg ákvörðun að hætta með þáttinn. Við höfum verið með mikla endurnýjun og strákarnir vildu reyna fyrir sér annars staðar. Þetta hefur gerst áður samanber Simma og Jóa í Idolinu," sagði Steinn Kári Ragnarsson, dagskrárgerðarstjóri Popptíví, í samtali við Fréttablaðið í gær. 70 mínútur hafa verið lang vinsælasti dagskrárliður Popptíví en samkvæmt síðustu Gallup-könnun var 8,8% uppsafnað áhorf á þáttinn. Næsti dagskrárliður á eftir var The Joe Schmo Show, með 4,4% uppsafnað áhorf. "Við gerðum samning út árið og hann er að renna út þannig að vildum skoða okkar möguleika," sagði Auðunn Blöndal, einn þremenninganna. Hann vildi þó ekki gefa upp hvað þeir félagar hyggjast gera þegar 70 mínútur renna sitt skeið. Þremenningarnir stefna þó að því að reyna að vinna saman þegar þar að kemur. "Þátturinn er búinn að vera í loftinu í fjögur ár samfleytt. Okkur og stjórnendum Popptívi fannst kominn tími á breytingar. Það er enginn fýla í gangi eða neitt svoleiðis," sagði Auðunn. Strákarnir í 70 mínútum hafa ekki setið auðum höndum síðustu mánuði. Auk þess að stýra sjónvarpsþættinum léku þeir í nýrri Svínasúpu og hafa tekið upp lag í samvinnu við hljómsveitina Quarashi. Innan skamms munu þeir svo gera myndband við lagið, sem ber nafnið Crazy Bastard, en Samúel Bjarki Pétursson mun leikstýra því. Handritið er í vinnslu en lagið verður ekki frumflutt fyrr en myndbandið er tilbúið.
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Sjá meira