Sport

Stoke í efsta sæti

Íslendingaliðið Stoke City er komið í efsta sæti ensku fyrstu deildarinnar í knattspyrnu. Stoke vann í gær Ipswich á heimavelli 3-2. Ade Akinbuyi skoraði sigurmarkið á 85. mínútu. Rúmlega 23 þúsund áhorfendur voru á Brittania-vellinum. Stoke er með 17 stig eftir átta umferðir. Ívar Ingimarsson var í byrjunarliði Reading sem sigraði Preston 3-1. Reading er í fimmta sæti með 15 stig. Jóhannes Karl Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Leicester City sem vann Sheffield Utd 3-2. Watford skellti Cardiff 3-0 á útivelli. Brynjar Björn Gunnarsson og Heiðar Helguson voru í byrjunarliði Watford. Sunderland bar sigurorð af Notthingam Forest 2-0, Leeds vann góðan útisigur á Plymouth 1-0, Wolves lagði Brighton að velli 1-0, QPR vann Crewe á útivelli 2-0, Matthew Ethertingon skoraði sigurmark West Ham í 1-0 sigri á Rotherham og Wigan og Burnley skildu jöfn 0-0.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×