Sport

Chelsea eitt á toppnum

Arsenal náði aðeins jafntefli í leik sínum gegn Crystal Palace í dag. Thierry Henry kom Arsenal yfir með tíunda marki sínu á tímabilinu eftir frábæran undirbúning Freddy Ljungberg á 63. mínútu. Nýliðar Crystal Palace létu þetta ekki slá sig út af laginu og jöfnuðu svo að segja í næstu sókn, með marki frá Finnanum Aki Riihilahti. Þar með er gríðarlangri setu Arsenal á toppi úrvalsdeildarinnar lokið, en næstum því allt árið 2004 sátu þeir á toppi úrvalsdeildarinnar. Chelsea hefur hins vegar tekið við þeirri stöðu núna og leiðir deildina með tveimur stigum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×