Viðskipti

Milljarða aukning í september

Erlend greiðslukortavelta í september nam 9,4 milljörðum sem er tæplega tveggja milljarða aukning samanborið við sama mánuð í fyrra. Þetta má lesa úr tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar.

Viðskipti innlent

Bandarísk löggjöf gildir á Íslandi

Mörgum finnst þessi fullyrðing ótrúleg enda ekki á hverjum degi sem ríki setja lög og reglur sem ná yfir önnur ríki, en því miður þá er þetta satt. Fyrir nokkrum árum voru lögfest í Bandaríkjunum svokölluð FATCA lög (e. Foreign Account Tax Compliance Act) en þau skylda fjármálastofnanir og banka í öðrum ríkjum til að leita logandi ljósi að öllum mögulegum bandarískum skattgreiðendum í þeim tilgangi að upplýsa bandarísk skattyfirvöld um innstæður þeirra. Þannig eru íslenskir bankar og aðrar fjármálastofnanir skyldar til að skrá sig hjá IRS (RSK Bandaríkjanna) í þessum tilgangi. En þar með er ekki öll sagan sögð. Ísland verður að semja við Bandaríkin

Viðskipti innlent

Mega kaupa og selja hlutabréf samhliða störfum hjá FME

Starfsmönnum og stjórnarmönnum Fjármálaeftirlitsins er heimilt að kaupa og selja hlutabréf svo lengi sem þau eru ekki í fyrirtækjum sem eru eftirlitsskyldir aðilar. Stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins hagnaðist um 830 milljónir króna þegar hún seldi hlutabréf sín í Skeljungi.

Viðskipti innlent

Linda ráðin fjármálastjóri Marel

Linda Jónsdóttur hefur verið ráðinn sem nýr fjármálastjóri Marel og mun hún taka sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Linda hefur verið yfirmaður fjárstýringar og fjárfestatengsla frá árinu 2009.

Viðskipti innlent

Tuttugu og fimm féllu á álagsprófinu

Þrettán af 130 stærstu bönkum Evrópu eru vanbúnir til að standast áfall á fjármálamörkuðum. Seðlabanki Evrópu birti í gær könnun á stöðu stærstu fjármálastofnana. Í sambærilegum prófum 2011 og 2010 fengu græna ljósið bankar sem síðar þurftu fjárhagsaðstoð

Viðskipti erlent

Easyjet bætir við flugleiðum

Breska flugfélagið EasyJet ætlar að bæta tveimur flugleiðum við áætlunarkerfi félagsins til og frá Íslandi næstkomandi mánudag og bjóða þá flug til Gatwick-flugvallar í London og Genfar.

Viðskipti innlent

Century Aluminum kaupir Mt. Holly

Century Aluminum Company, móðurfélag Norðuráls á Grundartanga, tilkynnti í gær að eitt af dótturfélögum þess hefði keypt 50,3 prósent hlut í Mt. Holly álverinu í Suður Karólínu í Bandaríkjunum. Hluturinn var í eigu Alcoa. Um 600 starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu og framleiðslugetan er um 229 þúsund tonn af áli. Eftir viðskiptin á Century Aluminum 100 prósent hlut í Mt. Holly.

Viðskipti innlent