Fyrirtæki munu oftar lokka til sín fólk með eingreiðslum Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2014 20:29 Andrés Jónsson almannatengill. Eingreiðslur í tengslum við ráðningar almennra stjórnenda eða sérfræðinga munu mögulega aukast hér á landi á næstu árum. Þetta er mat Andrésar Jónssonar almannatengils. Andrés segist í samtali við Vísi vita nokkur dæmi þess sem bendi til að eingreiðslur (e. signing bonus) séu að verða algengari á markaðnum. „Ég veit um nokkur dæmi þess þar sem eingreiðslur hafa verið skoðaðar og beinlínis boðnar starfsfólki. Þá erum við ekki að tala um einhverja framkvæmdastjóra eða forstjóra heldur almenna stjórnendur og sérfræðinga.“ Andrés segir að þannig sé reynt að stela fólkinu yfir til annarra fyrirtækja, ekki bara með því að bjóða því hærri laun og betri tækifæri. „Þessar eingreiðslur hafa reynst góð leið til þess að fá fólk til þess að stökkva, að bjóða því nokkrar milljónir.“ Að sögn Andrésar hefur þetta mikið tíðkast í hugbúnaðargeiranum, markaðsgeiranum og hinum skapandi greinum. „Þetta eru geirar þar sem fyrirtæki eru að selja þekkingu og þar skiptir máli að fá til sín besta fólkið. Í hugbúnaðargeiranum er til dæmis hægt er að vera með forritara sem er góður og annan sem er mjög góður. Sá sem er mjög góður er kannski fimm til tíu sinnum verðmætari en sá sem er bara „góður“ því í skapandi vinnu er mælikvarðinn öðruvísi en víða annars staðar.“Tilbúnir að borga vel fyrir góða þekkingu Andrés segir okkur Íslendinga eiga margt mjög hæft fólk sem barist er um. „Ég þekki til eins besta grafíska hönnuðar landsins sem er núna að vinna fyrir Apple, Google, Dropbox og Airbnb og menn eru að sækja hann til Íslands þó að Bandaríkin sé með nóg af grafískum hönnuðum. Það er alveg ljóst að menn eru tilbúnir að borga vel fyrir góða þekkingu.“ Hæft starfsfólk er þó yfirleitt bæði vel launað og ánægt á sínum núverandi stað. Andrés segist hafa undanfarin tvö ár verið í stjórnendaráðningum meðfram öðrum störfum. „Það hefur reglulega komið fyrir að við höfum náð að freista einhvers til að skipta um starf og taka við starfi hjá einhverjum af mínum umbjóðendum. Þá hefur núverandi vinnuveitandi einfaldlega hækkað launin sem viðkomandi hafði og hann hætt við að færa sig á síðustu stundu sem er mjög hvimleitt fyrir þá sem eru að reyna að ráða til sín gott fólk. Þá hafa þessar eingreiðslur reynst gott vopn.“Eftirsótt fólk mun geta selt sig æ hærra verði Andrés bendir á að flestir séu þannig að þeir lifi frá mánuði til mánaðar. „Svo færðu allt í einu svona umtalsverða greiðslu. Það er eitthvað sem fáir geta boðið. Það er sálrænt, þú áttir ekki von á því, en svo er einhver sem býður þér tvær milljónir, fimm milljónir, tíu milljónir eða hvað það nú er sem þú færð til viðbótar á ríflegri hækkun launa.“ Andrés segir eingreiðslurnar oft hafa flýtt fyrir ákvörðuninni að skrifa undir og að fyrirtækin sem beiti þessu vopni álíti sem svo að þetta sé þess virði þar sem verkefnin sem um ræðir séu brýn. „Þetta gildir náttúrulega aðallega um fólk sem er að fara að sinna mjög mikilvægum verkefnum hjá viðkomandi fyrirtæki.“ Þrátt fyrir að útskrifuðum með háskólamenntun fjölgi stöðugt og fleiri séu um hvert starf í þekkingariðnaði þá segist Andrés spá því að eftirsótt fólk muni geta selt sig æ hærra verði á næstu árum. „Aukin tíðni eingreiðslna er skýrt merki um þá þróun.“ Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Eingreiðslur í tengslum við ráðningar almennra stjórnenda eða sérfræðinga munu mögulega aukast hér á landi á næstu árum. Þetta er mat Andrésar Jónssonar almannatengils. Andrés segist í samtali við Vísi vita nokkur dæmi þess sem bendi til að eingreiðslur (e. signing bonus) séu að verða algengari á markaðnum. „Ég veit um nokkur dæmi þess þar sem eingreiðslur hafa verið skoðaðar og beinlínis boðnar starfsfólki. Þá erum við ekki að tala um einhverja framkvæmdastjóra eða forstjóra heldur almenna stjórnendur og sérfræðinga.“ Andrés segir að þannig sé reynt að stela fólkinu yfir til annarra fyrirtækja, ekki bara með því að bjóða því hærri laun og betri tækifæri. „Þessar eingreiðslur hafa reynst góð leið til þess að fá fólk til þess að stökkva, að bjóða því nokkrar milljónir.“ Að sögn Andrésar hefur þetta mikið tíðkast í hugbúnaðargeiranum, markaðsgeiranum og hinum skapandi greinum. „Þetta eru geirar þar sem fyrirtæki eru að selja þekkingu og þar skiptir máli að fá til sín besta fólkið. Í hugbúnaðargeiranum er til dæmis hægt er að vera með forritara sem er góður og annan sem er mjög góður. Sá sem er mjög góður er kannski fimm til tíu sinnum verðmætari en sá sem er bara „góður“ því í skapandi vinnu er mælikvarðinn öðruvísi en víða annars staðar.“Tilbúnir að borga vel fyrir góða þekkingu Andrés segir okkur Íslendinga eiga margt mjög hæft fólk sem barist er um. „Ég þekki til eins besta grafíska hönnuðar landsins sem er núna að vinna fyrir Apple, Google, Dropbox og Airbnb og menn eru að sækja hann til Íslands þó að Bandaríkin sé með nóg af grafískum hönnuðum. Það er alveg ljóst að menn eru tilbúnir að borga vel fyrir góða þekkingu.“ Hæft starfsfólk er þó yfirleitt bæði vel launað og ánægt á sínum núverandi stað. Andrés segist hafa undanfarin tvö ár verið í stjórnendaráðningum meðfram öðrum störfum. „Það hefur reglulega komið fyrir að við höfum náð að freista einhvers til að skipta um starf og taka við starfi hjá einhverjum af mínum umbjóðendum. Þá hefur núverandi vinnuveitandi einfaldlega hækkað launin sem viðkomandi hafði og hann hætt við að færa sig á síðustu stundu sem er mjög hvimleitt fyrir þá sem eru að reyna að ráða til sín gott fólk. Þá hafa þessar eingreiðslur reynst gott vopn.“Eftirsótt fólk mun geta selt sig æ hærra verði Andrés bendir á að flestir séu þannig að þeir lifi frá mánuði til mánaðar. „Svo færðu allt í einu svona umtalsverða greiðslu. Það er eitthvað sem fáir geta boðið. Það er sálrænt, þú áttir ekki von á því, en svo er einhver sem býður þér tvær milljónir, fimm milljónir, tíu milljónir eða hvað það nú er sem þú færð til viðbótar á ríflegri hækkun launa.“ Andrés segir eingreiðslurnar oft hafa flýtt fyrir ákvörðuninni að skrifa undir og að fyrirtækin sem beiti þessu vopni álíti sem svo að þetta sé þess virði þar sem verkefnin sem um ræðir séu brýn. „Þetta gildir náttúrulega aðallega um fólk sem er að fara að sinna mjög mikilvægum verkefnum hjá viðkomandi fyrirtæki.“ Þrátt fyrir að útskrifuðum með háskólamenntun fjölgi stöðugt og fleiri séu um hvert starf í þekkingariðnaði þá segist Andrés spá því að eftirsótt fólk muni geta selt sig æ hærra verði á næstu árum. „Aukin tíðni eingreiðslna er skýrt merki um þá þróun.“
Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun