Mega kaupa og selja hlutabréf samhliða störfum hjá FME Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. október 2014 18:41 Halla Sigrún Hjartardóttir stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins. Starfsmönnum og stjórnarmönnum Fjármálaeftirlitsins er heimilt að kaupa og selja hlutabréf svo lengi sem þau eru ekki í fyrirtækjum sem eru eftirlitsskyldir aðilar og aðrar reglur takmarka ekki viðskiptin. Stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins hagnaðist um 830 milljónir króna þegar hún seldi hlutabréf sín í Skeljungi. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra skipaði Höllu Sigrúnu Hjartardóttur stjórnarformann Fjármálaeftirlitsins hinn 20. desember á síðasta ári. Átta dögum eftir að hún var skipuð stjórnarformaður FME birtist þessi frétt í DV þar sem hún var spurð um hlutafjáreign sína í Skeljungi, sem hávær orðrómur var um. Þá lét hún hafa eftir sér: „Ég vil ekki tjá mig um fjárfestingar mínar í fjölmiðlum. Ég hef ekki átt nein viðskipti við Skeljung umfram það að kaupa bensín.“Leyndi stjórnarformaðurinn hlutafjáreign sinni? Morgunblaðið í dag upplýsti að Halla Sigrún hefði hagnast um 830 milljónir króna þegar gengið var frá sölu á Skeljungi og færeyska olíufélaginu P/F Magn í lok árs 2013, á sama tíma og hún tók sæti sem stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins. Félag í eigu Höllu sigrúnar fór með 22 prósenta hlut í Heddu eignarhaldsfélagi sem átti fjórðungshlut í Skeljungi og 66 prósenta hlut í P/F Magn. Ekki hefur náðst í Höllu í dag til að spyrja hana hvort rétt sé haft eftir henni í DV og hvers vegna hún hafi þá sagt ósatt um viðskipti sín með hlutabréf í Skeljungi.Þetta hér eru reglur um viðskipti stjórnarmanna, forstjóra og starfsmanna Fjármálaeftirlitsins en þær voru settar með stoð í lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Þar kemur fram í 3. gr. að stjórnarmönnum, forstjóra og starfsmönnum FME sé óheimilt að eiga viðskipti með hlutabréf, skuldabréf og fjármálagerninga tengda þeim, sem útgefin eru af eftirlitsskyldum aðilum. Þá hvílir rík upplýsingaskylda á starfsmönnum og stjórnarmönnum vegna þessara viðskipta.Mega eiga bréf í skráðum sem óskráðum félögum Orðin „eftirlitsskyldir aðilar“ er algjört lykilatriði hér. Skeljungur er ekki eftirlitsskyldur aðili hjá FME. Þá er félagið ekki skráð á markað en það skiptir heldur ekki máli því stjórnarmenn og starfsmenn FME mega eiga bréf í skráðum félögum svo lengi sem ekki er um að ræða hlutabréf í fyrirtæki sem er eftirlitsskyldur aðili. Í Danmörku gildir sú regla að starfsmönnum fjármálaeftirlitsins þar í landi er óheimilt að eiga bréf í skráðum félögum þannig að reglurnar þar eru í raun þrengri en hér. Að framansögðu virtu er ekkert sem bannar stjórnarmönnum eða starfsmönnum Fjármálaeftirlitsins á Íslandi að kaupa og selja hlutabréf samhliða störfum sínum fyrir FME svo lengi sem ekki er um að ræða hlutabréf í fyrirtækjum sem eru eftirlitsskyldir aðilar, þ.e. fjármálafyrirtæki eins og bankar, sparisjóðir og sjóðsstýringarfyrirtæki og vátryggingarfélög og með þeim takmörkunum sem gilda um innherjaupplýsingar. Ef ekki er um að ræða bréf í eftirlitsskyldum aðilum mega starfsmenn FME ekki búa yfir innherjaupplysingum, ekki frekar en aðrir leikmenn á markaði. Þá eiga þeir ekki að eiga viðskipti ef viðskiptin gætu með réttu gefið tilefni til tortryggni, að því er fram kemur 1. gr. reglna um viðskipti stjórnarmanna, forstjóra og starfsmanna FME sem getið er framar. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Starfsmönnum og stjórnarmönnum Fjármálaeftirlitsins er heimilt að kaupa og selja hlutabréf svo lengi sem þau eru ekki í fyrirtækjum sem eru eftirlitsskyldir aðilar og aðrar reglur takmarka ekki viðskiptin. Stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins hagnaðist um 830 milljónir króna þegar hún seldi hlutabréf sín í Skeljungi. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra skipaði Höllu Sigrúnu Hjartardóttur stjórnarformann Fjármálaeftirlitsins hinn 20. desember á síðasta ári. Átta dögum eftir að hún var skipuð stjórnarformaður FME birtist þessi frétt í DV þar sem hún var spurð um hlutafjáreign sína í Skeljungi, sem hávær orðrómur var um. Þá lét hún hafa eftir sér: „Ég vil ekki tjá mig um fjárfestingar mínar í fjölmiðlum. Ég hef ekki átt nein viðskipti við Skeljung umfram það að kaupa bensín.“Leyndi stjórnarformaðurinn hlutafjáreign sinni? Morgunblaðið í dag upplýsti að Halla Sigrún hefði hagnast um 830 milljónir króna þegar gengið var frá sölu á Skeljungi og færeyska olíufélaginu P/F Magn í lok árs 2013, á sama tíma og hún tók sæti sem stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins. Félag í eigu Höllu sigrúnar fór með 22 prósenta hlut í Heddu eignarhaldsfélagi sem átti fjórðungshlut í Skeljungi og 66 prósenta hlut í P/F Magn. Ekki hefur náðst í Höllu í dag til að spyrja hana hvort rétt sé haft eftir henni í DV og hvers vegna hún hafi þá sagt ósatt um viðskipti sín með hlutabréf í Skeljungi.Þetta hér eru reglur um viðskipti stjórnarmanna, forstjóra og starfsmanna Fjármálaeftirlitsins en þær voru settar með stoð í lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Þar kemur fram í 3. gr. að stjórnarmönnum, forstjóra og starfsmönnum FME sé óheimilt að eiga viðskipti með hlutabréf, skuldabréf og fjármálagerninga tengda þeim, sem útgefin eru af eftirlitsskyldum aðilum. Þá hvílir rík upplýsingaskylda á starfsmönnum og stjórnarmönnum vegna þessara viðskipta.Mega eiga bréf í skráðum sem óskráðum félögum Orðin „eftirlitsskyldir aðilar“ er algjört lykilatriði hér. Skeljungur er ekki eftirlitsskyldur aðili hjá FME. Þá er félagið ekki skráð á markað en það skiptir heldur ekki máli því stjórnarmenn og starfsmenn FME mega eiga bréf í skráðum félögum svo lengi sem ekki er um að ræða hlutabréf í fyrirtæki sem er eftirlitsskyldur aðili. Í Danmörku gildir sú regla að starfsmönnum fjármálaeftirlitsins þar í landi er óheimilt að eiga bréf í skráðum félögum þannig að reglurnar þar eru í raun þrengri en hér. Að framansögðu virtu er ekkert sem bannar stjórnarmönnum eða starfsmönnum Fjármálaeftirlitsins á Íslandi að kaupa og selja hlutabréf samhliða störfum sínum fyrir FME svo lengi sem ekki er um að ræða hlutabréf í fyrirtækjum sem eru eftirlitsskyldir aðilar, þ.e. fjármálafyrirtæki eins og bankar, sparisjóðir og sjóðsstýringarfyrirtæki og vátryggingarfélög og með þeim takmörkunum sem gilda um innherjaupplýsingar. Ef ekki er um að ræða bréf í eftirlitsskyldum aðilum mega starfsmenn FME ekki búa yfir innherjaupplysingum, ekki frekar en aðrir leikmenn á markaði. Þá eiga þeir ekki að eiga viðskipti ef viðskiptin gætu með réttu gefið tilefni til tortryggni, að því er fram kemur 1. gr. reglna um viðskipti stjórnarmanna, forstjóra og starfsmanna FME sem getið er framar.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira