Viðskipti innlent

Íslenska skyrið slær í gegn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Íslenska skyrið var í 1. sæti í smökkun Huffington Post. Myndin er skjáskot af vef MS.
Íslenska skyrið var í 1. sæti í smökkun Huffington Post. Myndin er skjáskot af vef MS.
Samkvæmt óformlegri jógúrtsmökkun Huffington Post er íslenska skyrið besta jógúrt sem hægt er að fá. Fyrirfram var talið að grísk jógúrt myndi sigra með yfirburðum í smökkuninni en hlutdeild þess á jógúrtmarkaðnum hefur aukist um meira en 40% á seinustu 7 árum.

Smekkur blaðamanna á Huffington Post á jógúrttegundum endurspeglar varla smekk allra. Blaðamennirnir smökkuðu bæði skyr frá Sigga og svo Skyr Icelandic Yogurt, eins skyrið frá Mjólkursamsölunni það heitir fyrir vestan haf.

Siggi´s Skyr varð í 4. sæti af 12 en Skyr sigraði í smökkuninni og hirti 1. sætið.

Á meðal þess sem smakkararnir sögðu um íslenska skyrið var þetta:

„Rosalega þykkt en mjög súrt. Frábær grunnur í einhvers konar ídýfu.“

„Þessi jógúrt er á við heila máltíð! Súr, þykk, rjómakennd og mjög gómsæt.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×