Bandarísk löggjöf gildir á Íslandi Vala Valtýsdóttir skrifar 29. október 2014 07:00 Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte. Mörgum finnst þessi fullyrðing ótrúleg enda ekki á hverjum degi sem ríki setja lög og reglur sem ná yfir önnur ríki, en því miður þá er þetta satt. Fyrir nokkrum árum voru lögfest í Bandaríkjunum svokölluð FATCA lög (e. Foreign Account Tax Compliance Act) en þau skylda fjármálastofnanir og banka í öðrum ríkjum til að leita logandi ljósi að öllum mögulegum bandarískum skattgreiðendum í þeim tilgangi að upplýsa bandarísk skattyfirvöld um innstæður þeirra. Þannig eru íslenskir bankar og aðrar fjármálastofnanir skyldar til að skrá sig hjá IRS (RSK Bandaríkjanna) í þessum tilgangi. En þar með er ekki öll sagan sögð. Ísland verður að semja við BandaríkinÍsland verður að semja við Bandaríkin Fyrst má nefna að önnur ríki, þ.m.t. Ísland, verða að semja sérstaklega við Bandaríkin til að koma í veg fyrir að enn meiri skyldur hvíli á íslenskum fjármálastofnunum en fjármálastofnunum þeirra landa sem samið hafa við Bandaríkin. Og til hvers er leikurinn gerður? Jú bandarísk skattyfirvöld ætla að láta aðra, m.a. íslenska banka, finna skatttekjur fyrir sig með tilheyrandi kostnaði í stað þess að gera það sjálf. Ef ríkin komast að samkomulagi má búast við því að íslenskar fjármálastofnanir þurfi einu sinni á ári að senda sérstaka FATCA-skýrslu til ríkisskattstjóra þar sem upplýst er um stöðu bandarískra skattgreiðenda, bæði einstaklinga og lögaðila, hjá viðkomandi fjármálastofnun. Ef hins vegar næst ekki að semja fyrir næstu áramót þá ber þessum fjármálastofnunum að upplýsa IRS beint um þessar inneignir á þeim skýrslueyðublöðum sem er að finna hjá IRS. Auk þess sem á íslenskum fjármálastofnunum hvíla enn ríkari skyldur ef ekki er fyrir hendi samningur við Bandaríkin. Hvað gerist ef ekki er farið eftir lögunumHvað gerist ef ekki er farið eftir lögunumEf fjármálastofnun fer ekki eftir þessum lögum munu bandarísk skattyfirvöld leggja 30% skatt á allar greiðslur sem viðkomandi fjármálastofnun og viðskiptavinir hennar fá frá Bandaríkjunum. Einhver kann að segja að þetta geti ekki verið enda hafi Ísland gert tvísköttunarsamning við Bandaríkin og að hann hljóti að gilda. Þannig er nú samt í pottinn búið að sá samningur skiptir engu máli, a.m.k. séð frá Bandaríkjunum. Ljóst er að umrædd lög leggja óvenjumiklar kvaðir á fjármálastofnanir um allan heim, með tilheyrandi kostnaði sem að sjálfsögðu verður mun þyngri fyrir minni fjármálastofnanir, sem á frekar við á Íslandi vegna smæðar landsins. Umfjöllun þessi er langt í frá tæmandi enda skilyrði samkvæmt FATCA-löggjöfinni flókin og margvísleg. Mest lesið Hætta sölu á Pepsí vegna „óásættanlegra verðhækkana“ Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjólaug ráðin til Svarma Viðskipti innlent Verður yfirmaður hliðartekna hjá Play Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Hagnaður Sýnar dróst saman um 22 prósent Viðskipti innlent Besta sætanýting í september frá upphafi Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Þrjú snilldarráð fyrir góð samskipti Atvinnulíf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Sjá meira
Mörgum finnst þessi fullyrðing ótrúleg enda ekki á hverjum degi sem ríki setja lög og reglur sem ná yfir önnur ríki, en því miður þá er þetta satt. Fyrir nokkrum árum voru lögfest í Bandaríkjunum svokölluð FATCA lög (e. Foreign Account Tax Compliance Act) en þau skylda fjármálastofnanir og banka í öðrum ríkjum til að leita logandi ljósi að öllum mögulegum bandarískum skattgreiðendum í þeim tilgangi að upplýsa bandarísk skattyfirvöld um innstæður þeirra. Þannig eru íslenskir bankar og aðrar fjármálastofnanir skyldar til að skrá sig hjá IRS (RSK Bandaríkjanna) í þessum tilgangi. En þar með er ekki öll sagan sögð. Ísland verður að semja við BandaríkinÍsland verður að semja við Bandaríkin Fyrst má nefna að önnur ríki, þ.m.t. Ísland, verða að semja sérstaklega við Bandaríkin til að koma í veg fyrir að enn meiri skyldur hvíli á íslenskum fjármálastofnunum en fjármálastofnunum þeirra landa sem samið hafa við Bandaríkin. Og til hvers er leikurinn gerður? Jú bandarísk skattyfirvöld ætla að láta aðra, m.a. íslenska banka, finna skatttekjur fyrir sig með tilheyrandi kostnaði í stað þess að gera það sjálf. Ef ríkin komast að samkomulagi má búast við því að íslenskar fjármálastofnanir þurfi einu sinni á ári að senda sérstaka FATCA-skýrslu til ríkisskattstjóra þar sem upplýst er um stöðu bandarískra skattgreiðenda, bæði einstaklinga og lögaðila, hjá viðkomandi fjármálastofnun. Ef hins vegar næst ekki að semja fyrir næstu áramót þá ber þessum fjármálastofnunum að upplýsa IRS beint um þessar inneignir á þeim skýrslueyðublöðum sem er að finna hjá IRS. Auk þess sem á íslenskum fjármálastofnunum hvíla enn ríkari skyldur ef ekki er fyrir hendi samningur við Bandaríkin. Hvað gerist ef ekki er farið eftir lögunumHvað gerist ef ekki er farið eftir lögunumEf fjármálastofnun fer ekki eftir þessum lögum munu bandarísk skattyfirvöld leggja 30% skatt á allar greiðslur sem viðkomandi fjármálastofnun og viðskiptavinir hennar fá frá Bandaríkjunum. Einhver kann að segja að þetta geti ekki verið enda hafi Ísland gert tvísköttunarsamning við Bandaríkin og að hann hljóti að gilda. Þannig er nú samt í pottinn búið að sá samningur skiptir engu máli, a.m.k. séð frá Bandaríkjunum. Ljóst er að umrædd lög leggja óvenjumiklar kvaðir á fjármálastofnanir um allan heim, með tilheyrandi kostnaði sem að sjálfsögðu verður mun þyngri fyrir minni fjármálastofnanir, sem á frekar við á Íslandi vegna smæðar landsins. Umfjöllun þessi er langt í frá tæmandi enda skilyrði samkvæmt FATCA-löggjöfinni flókin og margvísleg.
Mest lesið Hætta sölu á Pepsí vegna „óásættanlegra verðhækkana“ Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjólaug ráðin til Svarma Viðskipti innlent Verður yfirmaður hliðartekna hjá Play Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Hagnaður Sýnar dróst saman um 22 prósent Viðskipti innlent Besta sætanýting í september frá upphafi Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Þrjú snilldarráð fyrir góð samskipti Atvinnulíf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Sjá meira