Viðskipti innlent

Tuttugu og fjögur prósent hækkun frá uppgjöri

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gengi bréfa í Marel hefur hækkað verulega eftir uppgjörið.
Gengi bréfa í Marel hefur hækkað verulega eftir uppgjörið. Vísir/ Valli
Hlutabréf í Marel hækkuðu um 3,63 prósent í dag í 421 miljóna króna viðskiptum. Gengi bréfa stendur nú í 128,5 og hefur hækkað um 23,5 prósent frá því á miðvikudag, þegar uppgjör þriðja fjórðungs var kynnt.

Í dag var svo tilkynnt um stjórnendabreytingar, en Linda Jónsdóttir, hefur verið ráðin fjármálastjóri og kemur í framkvæmdastjórn fyrirtækisins í stað Eriks Kaman.

Þá hækkað Icelandair um 1,92 prósent í 647 milljóna viðskiptum í dag og Össur hf hækkaði um 2,01 prósent í 11 milljóna viðskiptum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×