Eftir 30 ár á Drekasvæðinu vonast Steinar til að styttist í gleðitíðindi Kristján Már Unnarsson skrifar 25. október 2014 19:30 Íslenskur jarðeðlisfræðingur, sem byrjaði fyrir yfir þrjátíu árum að leita olíu á Drekasvæðinu, segir að nú séu sterk fyrirtæki komin inn sem dragi vagninn og vonast hann eftir skemmtilegum tíðindum af olíuleitinni innan fárra ára. Segja má á að athöfnin í Ráðherrabústaðnum í byrjun síðasta árs hafi markað formlegt upphaf olíuleitar í lögsögu Íslands en þá voru fyrstu sérleyfin afhent olíufélögum. Olíuleitin á sér þó mun lengri aðdraganda, eða allt aftur til þess tíma þegar Íslendingar og Norðmenn sömdu um lögsögumörk á Jan Mayen-svæðinu fyrir 33 árum. Hluti samkomulagsins var að Norðmenn kostuðu rannsóknir á svæðinu en meðal þeirra sem að þeim komu var Steinar Guðlaugsson jarðeðlisfræðingur. „Við fórum nú ansi snemma af stað, fólk tengt Orkustofnun, sem þá var, og tókum þátt í að móta fyrstu rannsóknir á svæðinu í kjölfar samninganna sem gerðir voru um Jan Mayen-svæðið árið 1981. Ég held að ég hafi komið fyrst að þessu 1983 eða ´84,“ sagði Steinar í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Steinar starfar nú fyrir verkfræðistofuna Mannvit og Eykon Energy og sat í byrjun vikunnar á fundum með erlendum olíufélögum í Reykjavík við að undirbúa rannsóknir næsta sumars. „Við erum bara komin vel áleiðis og það er mjög ánægjulegt að sjá það, fyrir fólk sem hefur verið að vinna að þessum málum í mjög langan tíma,“ segir Steinar. Innkoma kínverska félagsins CNOOC í byrjun þessa árs þykir marka þáttaskil en félagið er í hópi stærstu olíufélaga heims og hefur fjárhaglega getu til að standa fyrir dýrum borunum í hafi. „Þarna vegast á fjárhagsleg áhætta þeirra sem eru að fara í þessa vinnslu og mögulegur ávinningur. Og allt er þetta í góðum lagaramma um auðlind, að mörgu leyti fyrirmynd auðlindalöggjafar, sá rammi sem er um þetta hér. Nú erum við líka komin með sterka aðila inn sem geta dregið vagninn. Þannig að ég er ánægður með á hvaða stað þetta er komið og vonast til þess að rannsóknaráætlanir gangi vel og að það verði hægt að segja frá einhverju skemmtilegu innan allt of margra ára,“ sagði Steinar Guðlaugsson. Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir 2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15 Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Íslenskur jarðeðlisfræðingur, sem byrjaði fyrir yfir þrjátíu árum að leita olíu á Drekasvæðinu, segir að nú séu sterk fyrirtæki komin inn sem dragi vagninn og vonast hann eftir skemmtilegum tíðindum af olíuleitinni innan fárra ára. Segja má á að athöfnin í Ráðherrabústaðnum í byrjun síðasta árs hafi markað formlegt upphaf olíuleitar í lögsögu Íslands en þá voru fyrstu sérleyfin afhent olíufélögum. Olíuleitin á sér þó mun lengri aðdraganda, eða allt aftur til þess tíma þegar Íslendingar og Norðmenn sömdu um lögsögumörk á Jan Mayen-svæðinu fyrir 33 árum. Hluti samkomulagsins var að Norðmenn kostuðu rannsóknir á svæðinu en meðal þeirra sem að þeim komu var Steinar Guðlaugsson jarðeðlisfræðingur. „Við fórum nú ansi snemma af stað, fólk tengt Orkustofnun, sem þá var, og tókum þátt í að móta fyrstu rannsóknir á svæðinu í kjölfar samninganna sem gerðir voru um Jan Mayen-svæðið árið 1981. Ég held að ég hafi komið fyrst að þessu 1983 eða ´84,“ sagði Steinar í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Steinar starfar nú fyrir verkfræðistofuna Mannvit og Eykon Energy og sat í byrjun vikunnar á fundum með erlendum olíufélögum í Reykjavík við að undirbúa rannsóknir næsta sumars. „Við erum bara komin vel áleiðis og það er mjög ánægjulegt að sjá það, fyrir fólk sem hefur verið að vinna að þessum málum í mjög langan tíma,“ segir Steinar. Innkoma kínverska félagsins CNOOC í byrjun þessa árs þykir marka þáttaskil en félagið er í hópi stærstu olíufélaga heims og hefur fjárhaglega getu til að standa fyrir dýrum borunum í hafi. „Þarna vegast á fjárhagsleg áhætta þeirra sem eru að fara í þessa vinnslu og mögulegur ávinningur. Og allt er þetta í góðum lagaramma um auðlind, að mörgu leyti fyrirmynd auðlindalöggjafar, sá rammi sem er um þetta hér. Nú erum við líka komin með sterka aðila inn sem geta dregið vagninn. Þannig að ég er ánægður með á hvaða stað þetta er komið og vonast til þess að rannsóknaráætlanir gangi vel og að það verði hægt að segja frá einhverju skemmtilegu innan allt of margra ára,“ sagði Steinar Guðlaugsson.
Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir 2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15 Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15
Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15