Viðskipti innlent

Flutti inn bjór og braut lög

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vísir/Getty
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður af sérstökum saksóknara fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum sem framkvæmdastjóri einkahlutafélags sem stóð að inntluningi á bjór.

Manninum er gefið að sök að hafa ekki staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti á árunum 2009-2011. Vangoldnar greiðslur eru samanlagt rúmar 9,3 milljónir króna. Einkahlutafélagið var úrskurðað gjaldþrota í mars 2012 og afskráð í september 2013.

Þá er maðurinn einnig sakaður um að hafa ekki fært bókhald samkvæmt lögum rekstrarárin 2009-2011. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×