Viðskipti HSÍ hafði betur gegn Kaupþingi Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi í morgun að tólf milljóna króna krafa sem Handknattleikssamband Íslands gerði í þrotabú Kaupþings yrði viðurkennd sem almenn krafa. Þá var jafnframt viðurkennt að Hanknattleikssambandið mætti skuldajafna þeirri kröfu við kröfu sem Kaupþing átti á Handknattleikssambandið vegna yfirdráttarskuldar. Viðskipti innlent 9.11.2012 11:17 Horfur á viðsnúningi til hins verra hjá ríkissjóði Afkoma ríkissjóðs á miðju árinu var nokkru betri en reiknað var með í fjárlögum. Hins vegar eru horfur á að afkoman á árinu öllu verði um 2 milljörðum króna lakari en fjárlög gerðu ráð fyrir. Viðskipti innlent 9.11.2012 09:44 Vilmundur ómyrkur í máli: Aflið sogað úr atvinnulífinu "Skattamál eru eitt helsta áhyggjuefni félagsmanna í Samtökum atvinnulífsins,“ sagði Vilmundur Jósefsson, formaður stjórnar Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að sífelldar breytingar á sköttum komi illa við fyrirtækin og kalli stöðugt fram viðbrögð. "Ólíkt því sem stjórnvöld virðast trúa þá breyta skattar hegðan þeirra sem þá greiða. Skattstofnar breytast því og þeir geta rýrnað ef óskynsamlega er að þeim staðið eða ef skattahækkanir verða óhóflegar,“ segir hann. Viðskipti innlent 9.11.2012 09:38 Efnahagstjónið vegna Sandy nemur 6.400 milljörðum Efnahagstjónið af völdum ofsaveðursins Sandy nemur um 50 milljörðum dollara eða um 6.400 milljörðum króna. Þar af er tjónið í New York borg einni saman metinn á 33 milljarða dollara. Viðskipti erlent 9.11.2012 07:19 Metvelta á íbúðamarkaðinum í borginni Metvelta var á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu í október, en samtals var 552 kaupsamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst á höfuðborgarsvæðinu og er þetta mesti fjöldi samninga sem sést hefur síðan í desember 2007. Viðskipti innlent 9.11.2012 07:09 Salan dregst saman hjá McDonalds í fyrsta sinn síðan 2003 Salan hjá hamborgarakeðjunni McDonalds dróst saman um 1,8% í október s.l. miðað við fyrri mánuð. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2003 að salan hjá McDonalds minnkar milli mánaða. Viðskipti erlent 9.11.2012 07:06 Tuttugu ára löngu bananastríði er lokið Bananastríði sem staðið hefur í tuttugu ár milli Evrópusambandsins og landa í Mið Ameríku er nú formlega lokið. Viðskipti erlent 9.11.2012 07:04 Liv fékk markaðsverðlaunin Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, og Marel voru verðlaunuð sem markaðsmaður og markaðsfyrirtæki ársins á Markaðsverðlaunum ÍMARK í gær. Viðskipti innlent 9.11.2012 07:00 Fullnaðarsigur fyrir rétti í Dubai Stjórnarformaður íslenska snekkjusmíðafyrirtækisins Scandic International var í gær sýknaður af ákærum í máli á hendur honum sem höfðað var í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Viðskipti innlent 9.11.2012 06:00 Vandamálin eru þegar farin að hrannast upp Vandamálin á fasteignamarkaði eru farin að hrannast upp, segir forseti Alþýðusambands Íslands, en hann segir mörg dæmi þess að ungt fólk hafi hvorki efni á því að leigja húsnæði né kaupa. Viðskipti innlent 8.11.2012 19:00 Þorsteinn Már: Afar krefjandi tímar framundan í sjávarútvegi Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að afar krefjandi verði fyrir íslensks sjávarútvegsfyrirtæki að selja vöru á alþjóðamörkuðum á næstunni vegna fólk erlendis hafi mun minna milla handanna en áður. Nýleg aukning á þorskkvóta í Barentshafi, sem Rússa og Norðmenn njóta, geti einnig haft mikil áhrif hér á landi. Viðskipti innlent 8.11.2012 18:45 Magnús Þór yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar Magnús Þór Gylfason hefur verið ráðinn yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar. Magnús Þór er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og býr yfir fjölbreyttri og langri reynslu á sviði samskipta. Magnús Þór hefur starfað hjá Landsvirkjun á samskiptasviði sem staðgengill yfirmanns frá byrjun þessa árs. Viðskipti innlent 8.11.2012 17:25 Fyrirtæki þurfa áreiðanleika á krepputímum Christian Grönroos, einn virtasti sérfræðingur heims á sviði markaðsmála, segir að krepputímar kalli á að fyrirtæki hugi sérstaklega að beinu sambandi við viðskiptavini gegnum vörur sínar og þjónustu. "Það reynir á markaðsfólk sem sinnir þessu starfi, við erfiðar aðstæður,“ segir Grönroos, en hann er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallarþáttar um efnahagsmál og viðskipti á Vísi. Viðskipti innlent 8.11.2012 15:11 Burger King breiðist út um Norðurlöndin Skyndibitakeðjan Burger King mun fjölga sölustöðum í Danmörku og Svíþjóð verulega á næstunni. Ástæðan er sú að norska skyndibitakeðjan Umoe Restaurant Group hefur gert samkomulag um að veitingastaðir sínir verði reknir undir merkjum Burger King. Umoe verður jafnframt aðalþjónustuaðili þeirra Burger King staða sem þegar voru settir upp. ´ Viðskipti erlent 8.11.2012 13:43 Sár vöntun á húsnæði fyrir stúdenta og ungt fólk Lágmarksframfærsla frá LÍN dugar engan veginn fyrir útgjöldum, ekki síst vegna þess hve húsnæðiskostnaður hefur hækkað mikið. Hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir vanda vegna húsnæðisskorts sífellt verða umfangsmeiri, en biðlisti eftir stúdentaíbúðum hefur aldrei verið lengri. Viðskipti innlent 8.11.2012 12:00 Hugleiðslunám- skeið um helgina Sri Chinmoy-miðstöðin var stofnuð á Íslandi árið 1974 en hún byggir á hugmyndafræði Indverjans Sri Chinmoy. Hann var gífurlega afkastamikill á sviði tónlistar, ljóðagerðar, myndlistar, bókmennta og íþrótta. Kynningar 8.11.2012 11:58 Bakkavör er stærsta fyrirtæki landsins Bakkavör Group ehf er stærsta fyrirtæki landsins sé miðað við veltu. Velta fyrirtækisins á síðasta ári nam 312 milljörðum króna og jókst um 6% frá fyrra ári. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Frjálsrar verslunar þar sem fjallað er um 300 stærstu fyrirtækin á landinu. Viðskipti innlent 8.11.2012 10:51 Verk eftir Monet selt á 5,6 milljarða Eitt af vatnaliljumálverkum meistarans Claude Monet var selt á uppboði hjá Christie´s í New York fyrir tæplega 44 milljónir dollara eða um 5,6 milljarða króna. Þetta er hæsta verð sem fengist hefur fyrir málverk eftir Monet í sögunni. Viðskipti erlent 8.11.2012 06:54 Farþegum Icelandair fjölgaði um 18% milli ára í október Icelandair flutti 172 þúsund farþega í millilandaflugi í október og voru þeir 18% fleiri en í október á síðasta ári. Framboðsaukning var 21% á milli ára. Sætanýting nam 80,6% samanborið við 81,4% í október í fyrra. Viðskipti innlent 8.11.2012 06:36 Gjaldeyriskaup Seðlabankans rúm 20% af veltunni Heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri nam tæplega 15,8 milljörðum kr. í október s.l. sem er 66,5% meiri velta en í fyrri mánuði. Viðskipti innlent 8.11.2012 06:34 10 þúsund tonn af rækju á land Alls hafa veiðst 10 þúsund tonn af rækju frá áramótum. Þrátt fyrir að tveir mánuðir séu eftir af árinu þá er aflinn samt orðinn um 1700 tonnum meiri í ár enn árið 2011. Á vefnum Aflafréttir kemur fram að 40 bátar og skip hafi komið með þennan afla að landi, en árið 2011 þá voru bátarnir 32 talsins. Viðskipti innlent 7.11.2012 16:47 Auðjöfur kaupir hlut í Orku Energy Richard Chandler Corporation (RCC) keypti í sumar 33 prósenta hlut í móðurfélagi íslenska orkufyrirtækisins Orka Energy Holding ehf. Samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskráar greiddi RCC tólf milljónir dala, um 1,5 milljarð króna fyrir hlutinn. RCC, sem er staðsett í Singapore, var stofnað af Richard F. Chandler, nýsjálenskum fjárfesti. Samkvæmt lista Forbes var Chandler, sem er 53 ára og ókvæntur, fjórði ríkasti maður Singapore í lok síðasta árs og 230. ríkasti maður í heimi. Tímaritið sagði auð hans nema um 4,6 milljörðum dala, um 586 milljörðum króna. Viðskipti innlent 7.11.2012 16:00 ASÍ leggst gegn fríverslunarsamningi við Kólumbíu Alþýðusamband Íslands leggst gegn því að EFTA fullgildi fríverslunarsamning við Kólumbíu og landbúnaðarsamning Íslands og Kólumbíu sem nú liggja fyrir Alþingi Þetta kemur fram í umsögn ASÍ til Alþingis. ASÍ segir að mannréttindabrot gegn verkalýðsforingjum og meðlimum stéttarfélaga séu daglegt brauð í Kólumbíu þar sem réttindi launafólks séu fótum troðin. Bara á þessu ári hafi 35 verkalýðsforingjar verið myrtir í Kólumbíu. Viðskipti innlent 7.11.2012 14:46 Veitingastaðarisinn Foodco hagnast Foodco, sem rekur veitingastaði undir merkjum American Style, Saffran, Eldsmiðjunnar, Aktu-Taktu, Pítunnar og Greifans á Akureyri, hagnaðist um 53,3 milljónir króna í fyrra. Viðskipti innlent 7.11.2012 14:30 Viðskipti hefjast í næstu viku Viðskipti með hlutabréf Eimskipafélags Íslands munu hefjast í Kauphöllinni þann 16. nóvember næstkomandi. Kauphöllin hefur samþykkti umsókn Eimskips um skráningu að uppfylltum skilyrðum um dreifingu hlutafjár, segir í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka. Viðskipti innlent 7.11.2012 11:33 Norðurorka semur við Íslandsbanka um bankaviðskipti Nýlega var undirritaður nýr samningur Akureyrarbæjar og Norðurorku hf. annars vegar og Íslandsbanka hins vegar um bankaviðskipti til næstu fimm ára. Viðskiptin voru boðin út síðasta sumar og bárust tilboð frá Arion-banka, Íslandsbanka og Landsbanka. Tilboð Íslandsbanka reyndist hagstæðast. Samningurinn varðar alla almenna viðskiptabankaþjónustu, innláns- og útlánsviðskipti. Viðskipti innlent 7.11.2012 10:43 Velta á fasteignamarkaði eykst um ríflega 36 prósent milli ára Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í október 2012 var 552, samkvæmt tölum sem Þjóðskrá birti í morgun. Heildarvelta nam 16,4 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 29,7 milljónir króna. Viðskipti með eignir í fjölbýli námu 11,2 milljörðum, viðskipti með eignir í sérbýli 4,1 milljarði og viðskipti með aðrar eignir 1 milljarði króna. Viðskipti innlent 7.11.2012 10:36 Carlsberg þénar milljarða Hagnaður danska bjórframleiðandans Carlsberg nam um 3 milljörðum danskra króna, eða um 60 milljörðum íslenskra króna, á þriðja fjórðungi ársins. Þótt niðurstaðan hljóti að vera vel ásættanleg er hún samt örlítið lakari en hún var á sama tíma í fyrra. Þá nam hagnaðurinn næstum áttatíu milljörðum íslenskra króna. Tekjur fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi núna námu rétt tæpum 19 milljörðum danskra króna eða um 380 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 7.11.2012 08:34 Instagram kynnir notendasíður Instagram, forrit sem upphaflega var búið til svo að fólk gæti deilt ljósmyndum úr farsímum á samfélagsmiðlum, hefur nú fengið sitt eigið vefviðmót sem þykir um margt minna á notendasíður Facebook. Viðskipti erlent 7.11.2012 07:00 136 milljóna tap á DV frá stofnun DV ehf., sem á og rekur dagblaðið DV og vefinn dv.is, tapaði 82,8 milljónum króna í fyrra. Félagið tapaði auk þess 53,3 milljónum króna á fyrstu níu starfsmánuðum sínum á árinu 2010, en félagið var stofnað í upphafi þess árs. Samtals hefur DV því tapað 136,1 milljón króna á tæpum tveimur árum. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem var skilað inn til ársreikningaskráar 24. október síðastliðinn. Viðskipti innlent 7.11.2012 07:00 « ‹ ›
HSÍ hafði betur gegn Kaupþingi Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi í morgun að tólf milljóna króna krafa sem Handknattleikssamband Íslands gerði í þrotabú Kaupþings yrði viðurkennd sem almenn krafa. Þá var jafnframt viðurkennt að Hanknattleikssambandið mætti skuldajafna þeirri kröfu við kröfu sem Kaupþing átti á Handknattleikssambandið vegna yfirdráttarskuldar. Viðskipti innlent 9.11.2012 11:17
Horfur á viðsnúningi til hins verra hjá ríkissjóði Afkoma ríkissjóðs á miðju árinu var nokkru betri en reiknað var með í fjárlögum. Hins vegar eru horfur á að afkoman á árinu öllu verði um 2 milljörðum króna lakari en fjárlög gerðu ráð fyrir. Viðskipti innlent 9.11.2012 09:44
Vilmundur ómyrkur í máli: Aflið sogað úr atvinnulífinu "Skattamál eru eitt helsta áhyggjuefni félagsmanna í Samtökum atvinnulífsins,“ sagði Vilmundur Jósefsson, formaður stjórnar Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að sífelldar breytingar á sköttum komi illa við fyrirtækin og kalli stöðugt fram viðbrögð. "Ólíkt því sem stjórnvöld virðast trúa þá breyta skattar hegðan þeirra sem þá greiða. Skattstofnar breytast því og þeir geta rýrnað ef óskynsamlega er að þeim staðið eða ef skattahækkanir verða óhóflegar,“ segir hann. Viðskipti innlent 9.11.2012 09:38
Efnahagstjónið vegna Sandy nemur 6.400 milljörðum Efnahagstjónið af völdum ofsaveðursins Sandy nemur um 50 milljörðum dollara eða um 6.400 milljörðum króna. Þar af er tjónið í New York borg einni saman metinn á 33 milljarða dollara. Viðskipti erlent 9.11.2012 07:19
Metvelta á íbúðamarkaðinum í borginni Metvelta var á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu í október, en samtals var 552 kaupsamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst á höfuðborgarsvæðinu og er þetta mesti fjöldi samninga sem sést hefur síðan í desember 2007. Viðskipti innlent 9.11.2012 07:09
Salan dregst saman hjá McDonalds í fyrsta sinn síðan 2003 Salan hjá hamborgarakeðjunni McDonalds dróst saman um 1,8% í október s.l. miðað við fyrri mánuð. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2003 að salan hjá McDonalds minnkar milli mánaða. Viðskipti erlent 9.11.2012 07:06
Tuttugu ára löngu bananastríði er lokið Bananastríði sem staðið hefur í tuttugu ár milli Evrópusambandsins og landa í Mið Ameríku er nú formlega lokið. Viðskipti erlent 9.11.2012 07:04
Liv fékk markaðsverðlaunin Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, og Marel voru verðlaunuð sem markaðsmaður og markaðsfyrirtæki ársins á Markaðsverðlaunum ÍMARK í gær. Viðskipti innlent 9.11.2012 07:00
Fullnaðarsigur fyrir rétti í Dubai Stjórnarformaður íslenska snekkjusmíðafyrirtækisins Scandic International var í gær sýknaður af ákærum í máli á hendur honum sem höfðað var í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Viðskipti innlent 9.11.2012 06:00
Vandamálin eru þegar farin að hrannast upp Vandamálin á fasteignamarkaði eru farin að hrannast upp, segir forseti Alþýðusambands Íslands, en hann segir mörg dæmi þess að ungt fólk hafi hvorki efni á því að leigja húsnæði né kaupa. Viðskipti innlent 8.11.2012 19:00
Þorsteinn Már: Afar krefjandi tímar framundan í sjávarútvegi Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að afar krefjandi verði fyrir íslensks sjávarútvegsfyrirtæki að selja vöru á alþjóðamörkuðum á næstunni vegna fólk erlendis hafi mun minna milla handanna en áður. Nýleg aukning á þorskkvóta í Barentshafi, sem Rússa og Norðmenn njóta, geti einnig haft mikil áhrif hér á landi. Viðskipti innlent 8.11.2012 18:45
Magnús Þór yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar Magnús Þór Gylfason hefur verið ráðinn yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar. Magnús Þór er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og býr yfir fjölbreyttri og langri reynslu á sviði samskipta. Magnús Þór hefur starfað hjá Landsvirkjun á samskiptasviði sem staðgengill yfirmanns frá byrjun þessa árs. Viðskipti innlent 8.11.2012 17:25
Fyrirtæki þurfa áreiðanleika á krepputímum Christian Grönroos, einn virtasti sérfræðingur heims á sviði markaðsmála, segir að krepputímar kalli á að fyrirtæki hugi sérstaklega að beinu sambandi við viðskiptavini gegnum vörur sínar og þjónustu. "Það reynir á markaðsfólk sem sinnir þessu starfi, við erfiðar aðstæður,“ segir Grönroos, en hann er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallarþáttar um efnahagsmál og viðskipti á Vísi. Viðskipti innlent 8.11.2012 15:11
Burger King breiðist út um Norðurlöndin Skyndibitakeðjan Burger King mun fjölga sölustöðum í Danmörku og Svíþjóð verulega á næstunni. Ástæðan er sú að norska skyndibitakeðjan Umoe Restaurant Group hefur gert samkomulag um að veitingastaðir sínir verði reknir undir merkjum Burger King. Umoe verður jafnframt aðalþjónustuaðili þeirra Burger King staða sem þegar voru settir upp. ´ Viðskipti erlent 8.11.2012 13:43
Sár vöntun á húsnæði fyrir stúdenta og ungt fólk Lágmarksframfærsla frá LÍN dugar engan veginn fyrir útgjöldum, ekki síst vegna þess hve húsnæðiskostnaður hefur hækkað mikið. Hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir vanda vegna húsnæðisskorts sífellt verða umfangsmeiri, en biðlisti eftir stúdentaíbúðum hefur aldrei verið lengri. Viðskipti innlent 8.11.2012 12:00
Hugleiðslunám- skeið um helgina Sri Chinmoy-miðstöðin var stofnuð á Íslandi árið 1974 en hún byggir á hugmyndafræði Indverjans Sri Chinmoy. Hann var gífurlega afkastamikill á sviði tónlistar, ljóðagerðar, myndlistar, bókmennta og íþrótta. Kynningar 8.11.2012 11:58
Bakkavör er stærsta fyrirtæki landsins Bakkavör Group ehf er stærsta fyrirtæki landsins sé miðað við veltu. Velta fyrirtækisins á síðasta ári nam 312 milljörðum króna og jókst um 6% frá fyrra ári. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Frjálsrar verslunar þar sem fjallað er um 300 stærstu fyrirtækin á landinu. Viðskipti innlent 8.11.2012 10:51
Verk eftir Monet selt á 5,6 milljarða Eitt af vatnaliljumálverkum meistarans Claude Monet var selt á uppboði hjá Christie´s í New York fyrir tæplega 44 milljónir dollara eða um 5,6 milljarða króna. Þetta er hæsta verð sem fengist hefur fyrir málverk eftir Monet í sögunni. Viðskipti erlent 8.11.2012 06:54
Farþegum Icelandair fjölgaði um 18% milli ára í október Icelandair flutti 172 þúsund farþega í millilandaflugi í október og voru þeir 18% fleiri en í október á síðasta ári. Framboðsaukning var 21% á milli ára. Sætanýting nam 80,6% samanborið við 81,4% í október í fyrra. Viðskipti innlent 8.11.2012 06:36
Gjaldeyriskaup Seðlabankans rúm 20% af veltunni Heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri nam tæplega 15,8 milljörðum kr. í október s.l. sem er 66,5% meiri velta en í fyrri mánuði. Viðskipti innlent 8.11.2012 06:34
10 þúsund tonn af rækju á land Alls hafa veiðst 10 þúsund tonn af rækju frá áramótum. Þrátt fyrir að tveir mánuðir séu eftir af árinu þá er aflinn samt orðinn um 1700 tonnum meiri í ár enn árið 2011. Á vefnum Aflafréttir kemur fram að 40 bátar og skip hafi komið með þennan afla að landi, en árið 2011 þá voru bátarnir 32 talsins. Viðskipti innlent 7.11.2012 16:47
Auðjöfur kaupir hlut í Orku Energy Richard Chandler Corporation (RCC) keypti í sumar 33 prósenta hlut í móðurfélagi íslenska orkufyrirtækisins Orka Energy Holding ehf. Samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskráar greiddi RCC tólf milljónir dala, um 1,5 milljarð króna fyrir hlutinn. RCC, sem er staðsett í Singapore, var stofnað af Richard F. Chandler, nýsjálenskum fjárfesti. Samkvæmt lista Forbes var Chandler, sem er 53 ára og ókvæntur, fjórði ríkasti maður Singapore í lok síðasta árs og 230. ríkasti maður í heimi. Tímaritið sagði auð hans nema um 4,6 milljörðum dala, um 586 milljörðum króna. Viðskipti innlent 7.11.2012 16:00
ASÍ leggst gegn fríverslunarsamningi við Kólumbíu Alþýðusamband Íslands leggst gegn því að EFTA fullgildi fríverslunarsamning við Kólumbíu og landbúnaðarsamning Íslands og Kólumbíu sem nú liggja fyrir Alþingi Þetta kemur fram í umsögn ASÍ til Alþingis. ASÍ segir að mannréttindabrot gegn verkalýðsforingjum og meðlimum stéttarfélaga séu daglegt brauð í Kólumbíu þar sem réttindi launafólks séu fótum troðin. Bara á þessu ári hafi 35 verkalýðsforingjar verið myrtir í Kólumbíu. Viðskipti innlent 7.11.2012 14:46
Veitingastaðarisinn Foodco hagnast Foodco, sem rekur veitingastaði undir merkjum American Style, Saffran, Eldsmiðjunnar, Aktu-Taktu, Pítunnar og Greifans á Akureyri, hagnaðist um 53,3 milljónir króna í fyrra. Viðskipti innlent 7.11.2012 14:30
Viðskipti hefjast í næstu viku Viðskipti með hlutabréf Eimskipafélags Íslands munu hefjast í Kauphöllinni þann 16. nóvember næstkomandi. Kauphöllin hefur samþykkti umsókn Eimskips um skráningu að uppfylltum skilyrðum um dreifingu hlutafjár, segir í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka. Viðskipti innlent 7.11.2012 11:33
Norðurorka semur við Íslandsbanka um bankaviðskipti Nýlega var undirritaður nýr samningur Akureyrarbæjar og Norðurorku hf. annars vegar og Íslandsbanka hins vegar um bankaviðskipti til næstu fimm ára. Viðskiptin voru boðin út síðasta sumar og bárust tilboð frá Arion-banka, Íslandsbanka og Landsbanka. Tilboð Íslandsbanka reyndist hagstæðast. Samningurinn varðar alla almenna viðskiptabankaþjónustu, innláns- og útlánsviðskipti. Viðskipti innlent 7.11.2012 10:43
Velta á fasteignamarkaði eykst um ríflega 36 prósent milli ára Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í október 2012 var 552, samkvæmt tölum sem Þjóðskrá birti í morgun. Heildarvelta nam 16,4 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 29,7 milljónir króna. Viðskipti með eignir í fjölbýli námu 11,2 milljörðum, viðskipti með eignir í sérbýli 4,1 milljarði og viðskipti með aðrar eignir 1 milljarði króna. Viðskipti innlent 7.11.2012 10:36
Carlsberg þénar milljarða Hagnaður danska bjórframleiðandans Carlsberg nam um 3 milljörðum danskra króna, eða um 60 milljörðum íslenskra króna, á þriðja fjórðungi ársins. Þótt niðurstaðan hljóti að vera vel ásættanleg er hún samt örlítið lakari en hún var á sama tíma í fyrra. Þá nam hagnaðurinn næstum áttatíu milljörðum íslenskra króna. Tekjur fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi núna námu rétt tæpum 19 milljörðum danskra króna eða um 380 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 7.11.2012 08:34
Instagram kynnir notendasíður Instagram, forrit sem upphaflega var búið til svo að fólk gæti deilt ljósmyndum úr farsímum á samfélagsmiðlum, hefur nú fengið sitt eigið vefviðmót sem þykir um margt minna á notendasíður Facebook. Viðskipti erlent 7.11.2012 07:00
136 milljóna tap á DV frá stofnun DV ehf., sem á og rekur dagblaðið DV og vefinn dv.is, tapaði 82,8 milljónum króna í fyrra. Félagið tapaði auk þess 53,3 milljónum króna á fyrstu níu starfsmánuðum sínum á árinu 2010, en félagið var stofnað í upphafi þess árs. Samtals hefur DV því tapað 136,1 milljón króna á tæpum tveimur árum. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem var skilað inn til ársreikningaskráar 24. október síðastliðinn. Viðskipti innlent 7.11.2012 07:00