Viðskipti innlent Úthluta tíðni fyrir þriðju kynslóð farsíma Þrjú fjarskiptafyrirtæki uppfylla skilyrði fyrir uppbyggingu þriðju kynslóðar í farsímatækni á Íslandi. Tilboð voru opnuð frá fjarskiptafélaginu Nova, fjarskiptafélags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, Símanum og Vodafone hjá Póst- og fjarskiptastofnun klukkan 11 í morgun. Stofnunin áætlar að úthluta tíðnileyfum fyrir 1. apríl næstkomandi. Þriðja kynslóð farsíma býður upp á meiri möguleika í gagnaflutningum en GSM-símar hafa hingað til. Með tilkomu þriðju kynslóðar farsíma munu GSM-símar fara að líkjast litlum fartölvum með miklum möguleikum til samskipta, upplýsingamiðlunar og afþreyingar. Viðskipti innlent 12.3.2007 10:01 Heildarútlán Íbúðalánasjóðs 4,4 milljarðar króna Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 4,4 milljörðum króna í febrúar. Þar af voru 960 milljónir króna vegna leiguíbúðalána en almenn útlán sjóðsins námu 3,5 milljörðum króna. Meðallán almennra útlána námu 9,2 milljónum króna, að því er segir í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Íbúðalánasjóður segir brunabótamat fasteigna á höfuðborgarsvæðinu og víðar enn langt undir markaðsvirði. Viðskipti innlent 12.3.2007 09:57 Lækkun virðisauka á matvöru skilar sér að hluta Vísitala neysluverð lækkaði um 0,34 prósent á milli mánaða og jafngildir það að verðbólga sé 5,9 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Þetta er mun minni lækkun en gert var ráð fyrir. Lækkun virðisaukaskatts á matvöru hefur þó skilað sér því á tímabilinu lækkaði verð á mat og drykk um rúm sjö prósent. Verð á veitingum lækkaði þó aðeins um 3,2 prósent. Viðskipti innlent 12.3.2007 09:10 Industria meðal 50 framsæknustu Viðskiptatímaritið CNBC European Business hefur útnefnt Industria sem eitt af 50 framsæknustu fyrirtækjum Evrópu. Viðskipti innlent 10.3.2007 06:00 Forseti Íslands heimsótti Tækni og vit 2007 Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson heimsótti í dag sýninguna Tækni og vit 2007 sem haldin er í Fífunni í Kópavogi. Tekið var á móti forsetanum á sýningarsvæði Samtaka iðnaðarinns. Forsetinn gróðursetti sprota á svæðinu en þema sýningarsvæðis SI er gróandi. Ólafur Ragnar sagði það vekja athygli sína hve sýingin væri fjölbreytt og hversu mikið sýnendur hefðu lagt í þróun sinna sýingarsvæða. Viðskipti innlent 9.3.2007 16:50 Industria eitt framsæknasta fyrirtæki Evrópu Fyrirtækið Industria er meðal 50 framsæknustu fyrirtækja Evrópu að mati CNBC European Buissnes viðskiptatímaritsins. Í umsögn dómnefndar er Indrustia sagt „geta reynst eitt mikilvægasta fyrirtækið í samruna sjónvarps og stafrænna miðla í Evrópu“. Viðskipti innlent 9.3.2007 16:45 Íbúðalánasjoður hækkar útlánsvexti Íbúðalánasjóður hefur í kjölfar útboðs á íbúðabréfum ákvaðið að hækka útlánsvexti sjóðsins úr 4,7 prósentum í 4,75 prósent. Um er að ræða útlán sem einungis má greiða upp gegn greiðslu uppgreiðsluálags. Sambærileg kjör hjá bönkunum liggja á bilinu 4,95-5 prósent. Viðskipti innlent 9.3.2007 16:18 Sjónvarpið í símann hjá Vodafone Vodafone á Íslandi kynntu í dag glænýja þjónustu á íslenskum farsímamarkaði - sjónvarp í síma. Nú geta viðskiptavinir Vodafone nálgast fréttir Stöðvar 2, Ísland í dag, Kompás, Silfur Egils, veðurfréttir og íþróttir þegar þeim hentar. Eins geta notendur fylgst með fréttum Sky News í beinni útsendingu allan sólarhringinn. Viðskipti innlent 9.3.2007 15:37 Industria meðal 50 framsæknustu fyrirtækja Evrópu Viðskiptatímaritið CNBC European Business hefur í viðamikilli úttekt sem birt er í marshefti tímaritsins útnefnt íslenska fyrirtækið Industria sem eitt af 50 framsæknustu fyrirtækjum í Evrópu ásamt fyrirtækjum á borð við netsímafyrirtækið Skype Technologies. Í umsögn blaðsins segir að Industria geti reynst eitt mikilvægasta fyrirtækið í samruna sjónvarps og stafrænna miðla í Evrópu. Viðskipti innlent 9.3.2007 13:49 365 hækka hlutafé og kaupa Innn 365 hf hefur keypt allt hlutafé Innn hf af Fons Eignarhaldsfélagi hf. Stjórn 365 ákvað í gær að hækka hlutafé í félaginu um rúmar 60 milljónir. Hækkunin var nýtt til að kaupa allt hlutafé Innn. Með hækkun hlutafjárins er heimild til hækkunar nýtt að hluta og verður heildarhlutafé þá orðið rúmlega 3,4 milljarðar. Viðskipti innlent 9.3.2007 10:16 Straumur-Burðarás hugsanlega úr landi Straumur-Burðarás verður hugsanlega færður til Bretlands eða Írlands. Þetta kom fram í ræðu Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarformanns Straums-Burðaráss, á aðalfundi bankans í gær. Viðskipti innlent 9.3.2007 06:15 Peningaskápurinn ... Viðræður standa enn milli stjórna VBS fjárfestingarbanka og fjárfestingafélagsins FSP en þær hófust um miðjan febrúar. Jón Þórisson, framkvæmdastjóri VBS, býst við að niðurstöður liggi fyrir öðru hvorum megin við helgina og er frekar bjartsýnn þótt ekkert liggi enn fyrir í þeim efnum. FSP, sem er í eigu flestra sparisjóðanna og Icebank, á um 36 prósent hlutafjár í VBS. Hagnaður VBS nam 192 milljónum króna í fyrra en ætla má að hagnaður FSP hafi verið um 550 milljónir króna. Viðskipti innlent 9.3.2007 06:00 Horft framhjá lækkandi vaxtamun í þjóðfélagsumræðunni SPRON fengi 4 milljarða í vexti ef hlutabréf yrðu seld og fjárhæðin lögð inn í SÍ. Viðskipti innlent 9.3.2007 05:15 Gætu aukið eigið fé um 150 milljarða Fjárfestingargeta Kaupþings færi í 300-400 milljarða. Viðskipti innlent 9.3.2007 05:00 Methagnaður SPRON Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, SPRON hagnaðist um 9 milljarða króna eftir skatt á síðasta ári. Þetta kom fram þegar endurskoðaðir árskreikningar Sparisjóðsins voru lagðir fram á aðalfundi sem haldinn var í Borgarleikhúsinu í dag. Afkoma SPRON hefur aldrei verið betri og jókst hagnaður um 120% á milli ára. Viðskipti innlent 8.3.2007 17:56 Erlend lántaka eykst milli ára Gengisbundin lán til íslenskra heimila hafa aukist verulega á síðastliðnum tveimur árum. Þá eru vísbendingar uppi um að fasteignalán í erlendri mynt hafi aukist að undanförnu til viðbótar við gengisbundin bílalán eftir að krónan veiktist og innlendir vextir á íbúðalánum hækkuðu. Upphæð lána í erlendri mynt jókst um 150 prósent frá janúarlokum í fyrra til sama tíma á þessu ári. Viðskipti innlent 8.3.2007 16:50 Björgólfur hótar að flytja Straum úr landi Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka, gagnrýndi íslensk stjórnvöld í aðalfundi Straums í dag og sagðist hóta að flytja bankann úr landi vegna aðgerða stjórnvalda, sem hafi fyrirvaralaust breytt og þrengt reglur varðandi uppgjör fjármálafyrirtækja í erlendri mynt. Viðskipti innlent 8.3.2007 16:24 Viðsnúningur hjá HB Granda Útgerðafélagið HB Grandi skilaði tapi upp á 1.980 milljónir króna í fyrra samanborið við 549,3 milljóna króna hagnað árið áður. Viðskipti innlent 8.3.2007 16:07 Sýningin Tækni og vit opnuð í dag Stórsýningin Tækni og vit 2007 verður formlega opnuð í Fífunni í Kópavogi síðdegis í dag. Þetta er stærsta fagsýning tækni- og þekkingariðnaðarins sem haldinn hefur verið á Íslandi á þessu sviði. Geir H. Haarde forsætisráðherra setur sýninguna við hátíðlega athöfn en hún opnar fyrir gestum klukkan 18:00. Viðskipti innlent 8.3.2007 10:48 Tap hjá Orkuveitu Reykjavíkur Orkuveita Reykjavíkur (OR) tapaði 1.756 milljónum króna á síðasta árið samanborið við 4.359 milljóna króna hagnað árið 2005. Helsta skýringin á muninum er gengistap vegna langtímaskuldbindinga. Viðskipti innlent 8.3.2007 09:44 Hagnaður hjá Hitaveitu Rangæinga Hitaveita Rangæinga skilaði 51,1 milljóna króna hagnaði í fyrra samanborið við 38,8 milljóna tap árið 2005. Hitaveita Rangæinga sameinaðist Orkuveitu Reykjavíkur við upphaf þessa árs. Viðskipti innlent 8.3.2007 09:35 Tölvunotkun mest á Íslandi Tölvunotkun og aðgangur að interneti er mest á Íslandi miðað við aðildarlönd Evrópusambandsins og nýta Íslendingar sér tæknina í mun meira mæli en þeir. Níutíu prósent Íslendinga á aldrinum 16-74 ára notuðu tölvu árið 2006, og 88 prósent þeirra notuðu internetið. Á sama tíma notuðu 61 prósent íbúa Evrópusambandsins tölvu og rúmur helmingur þarlendra heimila hafði aðgang að interneti. Viðskipti innlent 8.3.2007 09:33 Einfölduð sýn fyrir stjórnendur Tölvubankinn hefur kynnt til sögunnar nýja hugbúnaðarlausn fyrir stjórnendur fyrirtækja og sveitarfélaga sem kallast BizVision. Hugbúnaðurinn verður kynntur á sýningunni Tækni og vit sem hefst á morgun. Viðskipti innlent 8.3.2007 06:15 Glitnir hækkar verðmiðann á Kaupþingi Greining Glitnis hefur hækkað verðmat sitt á Kaupþingi í 1.171 krónu á hlut úr 968 samkvæmt verðmatsgengi sem sent var út til viðskiptavina Glitnis í gær. Glitnir metur markaðsvirði Kaupþings á 860 milljarða króna og mælir með kaupum í bankanum. Markgengi Kaupþings til sex mánaða stendur í 1.200 krónum og hækkar úr eitt þúsund krónum. Viðskipti innlent 8.3.2007 06:00 Securitas kaupir 30 prósenta hlut í ND á Íslandi Öryggisfyrirtækið Securitas hf. hefur keypt 30 prósenta hlut í þekkingar- og tæknifyrirtækinu ND á Íslandi, sem hefur fundið upp, þróað og selt tæki til sjálfvirkrar skráningar á aksturslagi bíla með sérstökum ökurita. Kaupverð er trúnaðarmál en með kaupunum er Securitas orðinn stærsti hluthafinn í ND á Íslandi. Viðskipti innlent 7.3.2007 22:15 Glitnir uppfærir verðmat á Kaupþingi Glitnir hefur gefið út nýtt og uppfært verðmat á Kaupþingi. Fyrra verðmat Glitnis hljóðaði upp á 968 krónur á hlut. Nýja matið hljóðar hins vegar upp á 1.171 krónu á hlut. Í mati Glitnis segir að uppgjör Kaupþings á fjórða ársfjórðungi í fyrra hafi verið verulega yfir væntingum. Viðskipti innlent 7.3.2007 11:44 Atorka og Straumborg í 3X Fjárfestingafélögin Atorka Group hf., móðurfélag fyrirtækja á borð við Promens og Jarðboranir, og Staumborg ehf., sem er í eigu Jóns Helga Guðmundssonar, og fjölskyldu, hefur keypt meirihluta hlutafjár, 50,1 prósent, í fyrirtækinu 3X Stál á Ísafirði. Samfara kaupunum hefur nafni félagsins verið breytt í 3X Technology ehf. Viðskipti innlent 7.3.2007 09:36 Litbrigði arðsins Breska blaðið Sunday Times hefur um langt skeið efnt til virtrar keppni í vatnslitamálun. Slíkum keppnum hefur farið fækkandi og vígi hinnar hárnákvæmu og hófstilltu listar vatnslitamálunar falla hvert af öðru. Það eru fleiri vígi sem falla, því kepppnin heitir ekki lengur The Sunday Times Watercolour Competition, heldur The Kaupthing Singer and Friedlander/Sunday Times Watercolour Competition. Viðskipti innlent 7.3.2007 09:36 Mjúk eða hörð stjórnun Fyrirtæki eru í auknum mæli að ganga í gegnum breytingar, s.s. alþjóðavæðingu, tækninýjungar og aukna samkeppni. Margir líta í því sambandi á mannauð sem lykilþátt í samkeppnishæfni fyrirtækja og stofnana og leggja áherslu á að breyta hefðbundnum starfsmannadeildum úr deildum sem sjá um skipulag og eftirlit í mannauðsdeildir sem skapa augljóst virði innan fyrirtækja. Viðskipti innlent 7.3.2007 09:36 Jarðvegur Indlands nærir forystu Actavis Kaup á lyfjaverksmiðju Sanmar í Suður-Indlandi í síðasta mánuði mörkuðu þáttaskil í starfsemi Actavis á Indlandi. Með þeim hafði Actavis náð tökum á allri virðiskeðju sinni, allt frá þróun á lyfjaefnum, framleiðslu þeirra og fullbúinna lyfja og aðstöðu til þróunar og klínískra prófana. Actavis getur því í raun sinnt öllum stigum þróunar og framleiðslu lyfja í Indlandi án þess að aðrir komi þar að máli. Viðskipti innlent 7.3.2007 09:36 « ‹ ›
Úthluta tíðni fyrir þriðju kynslóð farsíma Þrjú fjarskiptafyrirtæki uppfylla skilyrði fyrir uppbyggingu þriðju kynslóðar í farsímatækni á Íslandi. Tilboð voru opnuð frá fjarskiptafélaginu Nova, fjarskiptafélags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, Símanum og Vodafone hjá Póst- og fjarskiptastofnun klukkan 11 í morgun. Stofnunin áætlar að úthluta tíðnileyfum fyrir 1. apríl næstkomandi. Þriðja kynslóð farsíma býður upp á meiri möguleika í gagnaflutningum en GSM-símar hafa hingað til. Með tilkomu þriðju kynslóðar farsíma munu GSM-símar fara að líkjast litlum fartölvum með miklum möguleikum til samskipta, upplýsingamiðlunar og afþreyingar. Viðskipti innlent 12.3.2007 10:01
Heildarútlán Íbúðalánasjóðs 4,4 milljarðar króna Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 4,4 milljörðum króna í febrúar. Þar af voru 960 milljónir króna vegna leiguíbúðalána en almenn útlán sjóðsins námu 3,5 milljörðum króna. Meðallán almennra útlána námu 9,2 milljónum króna, að því er segir í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Íbúðalánasjóður segir brunabótamat fasteigna á höfuðborgarsvæðinu og víðar enn langt undir markaðsvirði. Viðskipti innlent 12.3.2007 09:57
Lækkun virðisauka á matvöru skilar sér að hluta Vísitala neysluverð lækkaði um 0,34 prósent á milli mánaða og jafngildir það að verðbólga sé 5,9 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Þetta er mun minni lækkun en gert var ráð fyrir. Lækkun virðisaukaskatts á matvöru hefur þó skilað sér því á tímabilinu lækkaði verð á mat og drykk um rúm sjö prósent. Verð á veitingum lækkaði þó aðeins um 3,2 prósent. Viðskipti innlent 12.3.2007 09:10
Industria meðal 50 framsæknustu Viðskiptatímaritið CNBC European Business hefur útnefnt Industria sem eitt af 50 framsæknustu fyrirtækjum Evrópu. Viðskipti innlent 10.3.2007 06:00
Forseti Íslands heimsótti Tækni og vit 2007 Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson heimsótti í dag sýninguna Tækni og vit 2007 sem haldin er í Fífunni í Kópavogi. Tekið var á móti forsetanum á sýningarsvæði Samtaka iðnaðarinns. Forsetinn gróðursetti sprota á svæðinu en þema sýningarsvæðis SI er gróandi. Ólafur Ragnar sagði það vekja athygli sína hve sýingin væri fjölbreytt og hversu mikið sýnendur hefðu lagt í þróun sinna sýingarsvæða. Viðskipti innlent 9.3.2007 16:50
Industria eitt framsæknasta fyrirtæki Evrópu Fyrirtækið Industria er meðal 50 framsæknustu fyrirtækja Evrópu að mati CNBC European Buissnes viðskiptatímaritsins. Í umsögn dómnefndar er Indrustia sagt „geta reynst eitt mikilvægasta fyrirtækið í samruna sjónvarps og stafrænna miðla í Evrópu“. Viðskipti innlent 9.3.2007 16:45
Íbúðalánasjoður hækkar útlánsvexti Íbúðalánasjóður hefur í kjölfar útboðs á íbúðabréfum ákvaðið að hækka útlánsvexti sjóðsins úr 4,7 prósentum í 4,75 prósent. Um er að ræða útlán sem einungis má greiða upp gegn greiðslu uppgreiðsluálags. Sambærileg kjör hjá bönkunum liggja á bilinu 4,95-5 prósent. Viðskipti innlent 9.3.2007 16:18
Sjónvarpið í símann hjá Vodafone Vodafone á Íslandi kynntu í dag glænýja þjónustu á íslenskum farsímamarkaði - sjónvarp í síma. Nú geta viðskiptavinir Vodafone nálgast fréttir Stöðvar 2, Ísland í dag, Kompás, Silfur Egils, veðurfréttir og íþróttir þegar þeim hentar. Eins geta notendur fylgst með fréttum Sky News í beinni útsendingu allan sólarhringinn. Viðskipti innlent 9.3.2007 15:37
Industria meðal 50 framsæknustu fyrirtækja Evrópu Viðskiptatímaritið CNBC European Business hefur í viðamikilli úttekt sem birt er í marshefti tímaritsins útnefnt íslenska fyrirtækið Industria sem eitt af 50 framsæknustu fyrirtækjum í Evrópu ásamt fyrirtækjum á borð við netsímafyrirtækið Skype Technologies. Í umsögn blaðsins segir að Industria geti reynst eitt mikilvægasta fyrirtækið í samruna sjónvarps og stafrænna miðla í Evrópu. Viðskipti innlent 9.3.2007 13:49
365 hækka hlutafé og kaupa Innn 365 hf hefur keypt allt hlutafé Innn hf af Fons Eignarhaldsfélagi hf. Stjórn 365 ákvað í gær að hækka hlutafé í félaginu um rúmar 60 milljónir. Hækkunin var nýtt til að kaupa allt hlutafé Innn. Með hækkun hlutafjárins er heimild til hækkunar nýtt að hluta og verður heildarhlutafé þá orðið rúmlega 3,4 milljarðar. Viðskipti innlent 9.3.2007 10:16
Straumur-Burðarás hugsanlega úr landi Straumur-Burðarás verður hugsanlega færður til Bretlands eða Írlands. Þetta kom fram í ræðu Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarformanns Straums-Burðaráss, á aðalfundi bankans í gær. Viðskipti innlent 9.3.2007 06:15
Peningaskápurinn ... Viðræður standa enn milli stjórna VBS fjárfestingarbanka og fjárfestingafélagsins FSP en þær hófust um miðjan febrúar. Jón Þórisson, framkvæmdastjóri VBS, býst við að niðurstöður liggi fyrir öðru hvorum megin við helgina og er frekar bjartsýnn þótt ekkert liggi enn fyrir í þeim efnum. FSP, sem er í eigu flestra sparisjóðanna og Icebank, á um 36 prósent hlutafjár í VBS. Hagnaður VBS nam 192 milljónum króna í fyrra en ætla má að hagnaður FSP hafi verið um 550 milljónir króna. Viðskipti innlent 9.3.2007 06:00
Horft framhjá lækkandi vaxtamun í þjóðfélagsumræðunni SPRON fengi 4 milljarða í vexti ef hlutabréf yrðu seld og fjárhæðin lögð inn í SÍ. Viðskipti innlent 9.3.2007 05:15
Gætu aukið eigið fé um 150 milljarða Fjárfestingargeta Kaupþings færi í 300-400 milljarða. Viðskipti innlent 9.3.2007 05:00
Methagnaður SPRON Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, SPRON hagnaðist um 9 milljarða króna eftir skatt á síðasta ári. Þetta kom fram þegar endurskoðaðir árskreikningar Sparisjóðsins voru lagðir fram á aðalfundi sem haldinn var í Borgarleikhúsinu í dag. Afkoma SPRON hefur aldrei verið betri og jókst hagnaður um 120% á milli ára. Viðskipti innlent 8.3.2007 17:56
Erlend lántaka eykst milli ára Gengisbundin lán til íslenskra heimila hafa aukist verulega á síðastliðnum tveimur árum. Þá eru vísbendingar uppi um að fasteignalán í erlendri mynt hafi aukist að undanförnu til viðbótar við gengisbundin bílalán eftir að krónan veiktist og innlendir vextir á íbúðalánum hækkuðu. Upphæð lána í erlendri mynt jókst um 150 prósent frá janúarlokum í fyrra til sama tíma á þessu ári. Viðskipti innlent 8.3.2007 16:50
Björgólfur hótar að flytja Straum úr landi Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka, gagnrýndi íslensk stjórnvöld í aðalfundi Straums í dag og sagðist hóta að flytja bankann úr landi vegna aðgerða stjórnvalda, sem hafi fyrirvaralaust breytt og þrengt reglur varðandi uppgjör fjármálafyrirtækja í erlendri mynt. Viðskipti innlent 8.3.2007 16:24
Viðsnúningur hjá HB Granda Útgerðafélagið HB Grandi skilaði tapi upp á 1.980 milljónir króna í fyrra samanborið við 549,3 milljóna króna hagnað árið áður. Viðskipti innlent 8.3.2007 16:07
Sýningin Tækni og vit opnuð í dag Stórsýningin Tækni og vit 2007 verður formlega opnuð í Fífunni í Kópavogi síðdegis í dag. Þetta er stærsta fagsýning tækni- og þekkingariðnaðarins sem haldinn hefur verið á Íslandi á þessu sviði. Geir H. Haarde forsætisráðherra setur sýninguna við hátíðlega athöfn en hún opnar fyrir gestum klukkan 18:00. Viðskipti innlent 8.3.2007 10:48
Tap hjá Orkuveitu Reykjavíkur Orkuveita Reykjavíkur (OR) tapaði 1.756 milljónum króna á síðasta árið samanborið við 4.359 milljóna króna hagnað árið 2005. Helsta skýringin á muninum er gengistap vegna langtímaskuldbindinga. Viðskipti innlent 8.3.2007 09:44
Hagnaður hjá Hitaveitu Rangæinga Hitaveita Rangæinga skilaði 51,1 milljóna króna hagnaði í fyrra samanborið við 38,8 milljóna tap árið 2005. Hitaveita Rangæinga sameinaðist Orkuveitu Reykjavíkur við upphaf þessa árs. Viðskipti innlent 8.3.2007 09:35
Tölvunotkun mest á Íslandi Tölvunotkun og aðgangur að interneti er mest á Íslandi miðað við aðildarlönd Evrópusambandsins og nýta Íslendingar sér tæknina í mun meira mæli en þeir. Níutíu prósent Íslendinga á aldrinum 16-74 ára notuðu tölvu árið 2006, og 88 prósent þeirra notuðu internetið. Á sama tíma notuðu 61 prósent íbúa Evrópusambandsins tölvu og rúmur helmingur þarlendra heimila hafði aðgang að interneti. Viðskipti innlent 8.3.2007 09:33
Einfölduð sýn fyrir stjórnendur Tölvubankinn hefur kynnt til sögunnar nýja hugbúnaðarlausn fyrir stjórnendur fyrirtækja og sveitarfélaga sem kallast BizVision. Hugbúnaðurinn verður kynntur á sýningunni Tækni og vit sem hefst á morgun. Viðskipti innlent 8.3.2007 06:15
Glitnir hækkar verðmiðann á Kaupþingi Greining Glitnis hefur hækkað verðmat sitt á Kaupþingi í 1.171 krónu á hlut úr 968 samkvæmt verðmatsgengi sem sent var út til viðskiptavina Glitnis í gær. Glitnir metur markaðsvirði Kaupþings á 860 milljarða króna og mælir með kaupum í bankanum. Markgengi Kaupþings til sex mánaða stendur í 1.200 krónum og hækkar úr eitt þúsund krónum. Viðskipti innlent 8.3.2007 06:00
Securitas kaupir 30 prósenta hlut í ND á Íslandi Öryggisfyrirtækið Securitas hf. hefur keypt 30 prósenta hlut í þekkingar- og tæknifyrirtækinu ND á Íslandi, sem hefur fundið upp, þróað og selt tæki til sjálfvirkrar skráningar á aksturslagi bíla með sérstökum ökurita. Kaupverð er trúnaðarmál en með kaupunum er Securitas orðinn stærsti hluthafinn í ND á Íslandi. Viðskipti innlent 7.3.2007 22:15
Glitnir uppfærir verðmat á Kaupþingi Glitnir hefur gefið út nýtt og uppfært verðmat á Kaupþingi. Fyrra verðmat Glitnis hljóðaði upp á 968 krónur á hlut. Nýja matið hljóðar hins vegar upp á 1.171 krónu á hlut. Í mati Glitnis segir að uppgjör Kaupþings á fjórða ársfjórðungi í fyrra hafi verið verulega yfir væntingum. Viðskipti innlent 7.3.2007 11:44
Atorka og Straumborg í 3X Fjárfestingafélögin Atorka Group hf., móðurfélag fyrirtækja á borð við Promens og Jarðboranir, og Staumborg ehf., sem er í eigu Jóns Helga Guðmundssonar, og fjölskyldu, hefur keypt meirihluta hlutafjár, 50,1 prósent, í fyrirtækinu 3X Stál á Ísafirði. Samfara kaupunum hefur nafni félagsins verið breytt í 3X Technology ehf. Viðskipti innlent 7.3.2007 09:36
Litbrigði arðsins Breska blaðið Sunday Times hefur um langt skeið efnt til virtrar keppni í vatnslitamálun. Slíkum keppnum hefur farið fækkandi og vígi hinnar hárnákvæmu og hófstilltu listar vatnslitamálunar falla hvert af öðru. Það eru fleiri vígi sem falla, því kepppnin heitir ekki lengur The Sunday Times Watercolour Competition, heldur The Kaupthing Singer and Friedlander/Sunday Times Watercolour Competition. Viðskipti innlent 7.3.2007 09:36
Mjúk eða hörð stjórnun Fyrirtæki eru í auknum mæli að ganga í gegnum breytingar, s.s. alþjóðavæðingu, tækninýjungar og aukna samkeppni. Margir líta í því sambandi á mannauð sem lykilþátt í samkeppnishæfni fyrirtækja og stofnana og leggja áherslu á að breyta hefðbundnum starfsmannadeildum úr deildum sem sjá um skipulag og eftirlit í mannauðsdeildir sem skapa augljóst virði innan fyrirtækja. Viðskipti innlent 7.3.2007 09:36
Jarðvegur Indlands nærir forystu Actavis Kaup á lyfjaverksmiðju Sanmar í Suður-Indlandi í síðasta mánuði mörkuðu þáttaskil í starfsemi Actavis á Indlandi. Með þeim hafði Actavis náð tökum á allri virðiskeðju sinni, allt frá þróun á lyfjaefnum, framleiðslu þeirra og fullbúinna lyfja og aðstöðu til þróunar og klínískra prófana. Actavis getur því í raun sinnt öllum stigum þróunar og framleiðslu lyfja í Indlandi án þess að aðrir komi þar að máli. Viðskipti innlent 7.3.2007 09:36