Viðskipti innlent

Enn hækkar gengi bréfa í Straumi

Gengi hlutabréfa í Straumi hækkaði um fjögur prósent í Kauphöllinni í dag og bréf Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, um 2,7 prósent. Önnur hreyfing er ekki á íslenskum hlutabréfamarkaði.

Viðskipti innlent

Eðlilega staðið að rekstri Tals

Teymi mótmælir harðlega fullyrðingum um að félagið hafi staðið óeðlilega að rekstri Tals. Fullyrðingar um að Teymi hafi hlutast til um verkefni stjórnar eftir að fulltrúar Samkeppniseftirlitsins tóku þar sæti eru stórlega orðum auknar, að fram kemur í tilkynningu frá Teymi sem Þórdís J. Sigurðardóttir og Ólafur Þ. Jóhannesson skrifa undir. Einu afskipti Teymis af stjórnarsetu hinna óháðu stjórnarmanna fólust í áréttingu félagsins um að lögum væri fylgt í hvívetna.

Viðskipti innlent

Bakkavör leiddi lækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um 13,94 prósent í dag og er það mesta fallið. Á eftir fylgdi gengi hlutabréfa í Marel Food Systems, sem féll um 5,37 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 1,84 prósent.

Viðskipti innlent

Íhuga frekari aðgerðir gegn Teymi

Þær ástæður sem stjórnarmenn tilnefndir af Samkeppniseftirlitinu í stjórn IP fjarskipta eða Tals, gáfu fyrir úrsögn sinni í gær gefa tilefni til grunsemda um áframhaldandi brot Teymis gagnvart Tali og samkeppnislegu sjálfstæði þess að sögn Páls Gunnars Pálssonar forstjóra Samkeppniseftirlitsins.

Viðskipti innlent

Fulltrúar Samkeppniseftirlitsins hættir í stjórn Tals

Stjórnarmenn sem Samkeppniseftirlitið tilnefndi í stjórn IP fjarskipta, eða Tals, þann 6. febrúar síðastliðinn hafa báðir sagt sig úr stjórninni. Þeir Þórhallur Örn Guðlaugsson og Hilmar Ragnarsson tóku sæti í stjórninni í stað fulltrúa Teymis að kröfu Samkeppniseftirlitsins.

Viðskipti innlent

Century Aluminum féll um tæp níu prósent

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, féll um 8,82 prósent í Kauphöllinni í gær. Á eftir fylgdi Straumur, sem féll um 5,7 prósent, Marel Food Systems, sem fór niður um 5,26 prósent, og gengi bréfa í Færeyjabanka, sem féll um 3,46 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa í Bakkavör um 0,48 prósent.

Viðskipti innlent

Seðlabankinn styrkir gengið með hóflegri sölu á gjaldeyri

Í yfirlýsingu sem Eiríkur Guðnason bankastjóri Seðlabankans hefur sent til fjölmiðla segir að mikilvægasta viðfangsefnið nú í peningamálum er að ná því að gengi krónunnar verði sæmilega stöðugt. Að þessu er unnið í Seðlabankanum, m.a. með hóflegri sölu gjaldeyris á millibankamarkaði.

Viðskipti innlent

Atvinnuleysi í janúar það mesta frá árinu1995

Skráð atvinnuleysi í janúar 2009 var 6,6% eða að meðaltali 10.456 manns og eykst atvinnuleysi um 32% að meðaltali frá desember eða um 2.554 manns. Atvinnuleysi hefur ekki verið jafn mikið frá því í janúar árið 1995 en þá var atvinnuleysi 6,8%. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1%, eða 1.545 manns.

Viðskipti innlent

Forsvarsmenn Baugs ánægðir með greiðslustöðvun

Baugur Group hf. fékk greiðslustöðvun í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Greiðslustöðvunin er veitt til fjórða mars næstkomandi. Stefán H. Hilmarsson, fjármálastjóri Baugs segist mjög ánægður með niðurstöðuna og segir að nú verði farið í að ná fram lausn með kröfuhöfum félagsins.

Viðskipti innlent

Seðlabankinn hleypir nýju vefriti af stokkunum

Ásgeir Daníelsson hagfræðingur ríður á vaðið í nýju vefriti Seðlabanka Íslands Efnahagsmálum. Birtingu höfundamerktra greina í Peningamálum hefur verið hætt en þær verða þess í stað birtar í vefritinu Efnahagsmálum jafnóðum og þær eru tilbúnar.

Viðskipti innlent

Innlend hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna rýrnaði um 88%

Greining Glitnis segir að það veki litla undrun að af einstökum eignum lífeyrissjóðanna er það eign þeirra í innlendum hlutabréfum sem hefur tekið hvað mestum breytingum frá hruni bankanna. Eign þessi stóð í 239 milljörðum kr. í upphafi síðastliðins árs en var komin niður í tæplega 30 milljarða í lok árs. Lækkunin er 209 milljarða kr. eða 88%.

Viðskipti innlent

Straumur fellur um tæp átta prósent

Gengi hlutabréfa í Straumi féll um 7,89 prósent við upphaf viðskiptadagsins á hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta fall dagsins á annars rólegum degi.Gengi hlutabréfa í félaginu hafði hækkað um 45 prósent síðastliðna viku en um rúm hundrað prósent undangenginn mánuð.

Viðskipti innlent