Viðskipti innlent

Eignir BG Holding hugsanlega kyrrsettar

Bresk stjórnvöld gætu kyrrsett eignir BG holding, dótturfélag Baugs í Bretlandi, fái Landsbankinn eignarráð yfir þeim en bankinn er enn undir hryðjuverkalögum þar í landi. Komi þetta til mun eignum verða ráðstafað upp í skuldir bankans í Bretlandi segir formaður skilanefndar Landsbankans

Viðskipti innlent

Hópmálssókn gegn gömlu bönkunum

Lögmannastofa í Reykjavík undirbýr hópmálssókn á hendur gömlu bönkunum. Tugir einstaklinga hafa þegar lýst sig reiðubúna til að taka þátt í málssókn þar sem meðal annars verður sótt á grundvelli þess að eigendur bankanna hafi markvisst valdið viðskiptavinum sínum tjóni með því að fella krónuna.

Viðskipti innlent

Marel tapaði 1,2 milljarði

Marel tapaði 1,2 milljarði á síðasta ári en félagið birti ársreikning sinn seint í gærkvöld. Það er nokkuð verri afkoma en árið 2007 þegar félagið skilaði 872 milljóna króna hagnaði.

Viðskipti innlent

Straumur féll um 19,3 prósent

Gengi hlutabréfa í Straumi féll um tæp 19,3 prósent á annars rauðum degi í Kauphöllinni í dag. Á hæla fjárfestingabankans kom Eimskip, sem féll um tíu prósent. Þá féll gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum um 5,56 prósent, í Bakkavör um 3,55 prósent og Færeyjabanka um 2,89 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa Össurar um 1,16 prósent.

Viðskipti innlent

Tilboði Almenningshlutafélagsins hafnað

Tilboði Almenninshlutafélags í Árvakur, Útgáfufélags Morgunblaðsins var hafnað samkæmt heimildum fréttastofu. Þrjú skuldbindandi tilboð bárust fyrir tilboðsfrest sem rann út klukkan 14:00 í dag. Forsvarsmaður hópsins segir þetta koma sér mjög á óvart ef rétt reynist.

Viðskipti innlent

Bjartsýnir á að tilboðinu verði vel tekið

Líkt og Vísir greindi frá fyrir stundu skilaði undirbúningshópur Almenningshlutafélags um Morgunblaðið tilboði í Árvakur hf. til Íslandsbanka en tilboðsfrestur rann út klukkan 14:00 í dag í tilkynningu frá hópnum segir að það sé mat hópsins að tilboðið sé fyllilega sanngjarnt fyrir hluthafa félagsins, kröfuhafa, starfsmenn og ekki síst lesendur Morgunblaðsins og mbl.is. Hópurinn er afar bjartsýnn á að tilboðinu verði vel tekið.

Viðskipti innlent

Þrjú tilboð bárust í Morgunblaðið

Þrjú tilboð bárust í Árvakur, Útgáfufélags Morgunblaðsins, en frestur til þess að skila inn tilboðum rann út klukkan 14:00 í dag. Óskar Magnússon fer fyrir einum af hópunum en hann skilaði inn tilboði á síðustu stundu. Hann segir tilboðið sanngjarnt og raunhæft.

Viðskipti innlent

Íslandsbanki enn á ný

Íslandsbanki er nýtt nafn Nýja Glitnis frá og með deginum í dag. Nafnabreytingin var formlega kynnt á fundi með fjölmiðlafólki í höfuðstöðvum Íslandsbanka við Kirkjusand í dag. Tilkynnt hafði verið um fyrirhugaða nafnabreytingu í desember á síðasta ári.

Viðskipti innlent

Gjaldþrot aukast um átján prósent

Árið 2008 voru 748 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta. Það er 18 prósent aukning frá því sem var árið 2007 þegar 633 fyrirtæki voru úrskurðuð gjaldþrota. Þetta kemur fram á heimasíðu Hagstofunnar.

Viðskipti innlent

Vilja láta afturkalla ákvörðun um greiðslustöðvun BG Holding

Smærri kröfuhafar Baugs krefjast þess að skilanefnd Landsbankans afturkalli ákvörðun sína um að setja BG Holding í greiðslustöðvun.Greiðslustöðvunin hefur úrslitaárhif á að kröfuhafarnir fái rúmlega 50 milljarða króna kröfur sínar á Baug greiddar. Gangi þetta ekki eftir, yrðu afleiðingarnar afdrifaríkar fyrir íslenskt fjármálakerfi.

Viðskipti innlent

Bílarnir voru ekki boðnir út

„Við sáum enga ástæðu til að efast um að verið væri að gera eins góða sölu og mögulegt væri," segir Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Kaupþings, um sölu bankans á bifreiðum sem fyrrum stjórnendur bankans höfðu til umráða.

Viðskipti innlent

Pálmi Haralds og Magnús Ármann báru vitni í héraðsdómi

Athafnamennirnir Pálmi Haraldsson og Magnús Ármann voru kallaðir til vitnis í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þar fóru fram vitnaleiðslur í fjársvikamáli sem ríkissaksóknari hefur höfðað á Karl Georg Sigurbjörnsson lögmann. Þeir sögðust báðir hafa litið á kaup sín á stofnfjárhlutum í Sparisjóði Hafnarfjarðar sem gott viðskiptatæri enda hafi sameining sjóðsins við aðra sparisjóði legið fyrir. Pálmi segist heldur ekki hafa vitað af því að hann væri að kaupa bréfin af A Holding.

Viðskipti innlent

Skuldir ríkissjóðs Breta hækka um 1-1,5 trilljónir vegna þjóðnýtingar bankanna

Um 1 - 1,5 trilljón sterlingspunda bætast við skuldir ríkissjóðs Breta, eða sem samsvarar milli 70-100% af landsframleiðslu, vegna yfirtöku á Royal Bank of Scotland og Lloyds TSB. Þetta kemur fram í upplýsingum sem breska blaðið Times hefur frá hagstofunni þar i landi. Times segir að skuldir hins opinbera í Bretlandi séu nú þegar í metupphæð og hafi verið um 47,8% af landsframleiðslu í janúar. Þetta er mesta skuld síðan að hagstofan fór að fylgjast með gögnum þessa efnis árið 1993.

Viðskipti innlent