Viðskipti innlent

Kaupþing: Skilanefnd SPRON ber ábyrgð á óvissu viðskiptavina

Skilanefnd SPRON ber að fullu ábyrgð á þeirri óvissu sem nú ríkir hjá viðskiptavinum SPRON, að mati Kaupþings. Allt frá því beiðnin kom frá stjórnvöldum um að Nýja Kaupþing tæki við innlánum viðskiptavina SPRON hefur bankanum verið umhugað að viðskiptavinir SPRON yrðu fyrir sem minnstum óþægindum, segir í tilkynningu frá Kaupþingi.

Viðskipti innlent

Síminn talinn hafa staðið sig best í markaðsmálunum

Markaðsstjórar nefndu Símann oftast sem það fyrirtæki sem stóð sig vel í markaðsmálum á síðasta ári samkvæmt könnun Capacent Gallup. Könnunin var gerð í febrúar að því er fram kemur í tilkynningu frá Símanum en í úrtakinu voru markaðsstjórar 400 stærstu auglýsenda samkvæmt Auglýsingamarkaði Capacent Gallup.

Viðskipti innlent

Viðbrögðin vonum framar

Símtölum og tölvupóstum hefur rignt yfir starfsfólk MP Banka vegna kaupa bankans á netbanka og útibúaneti SPRON í gær. Fólk hefur jafnframt komið í bankann til að spyrjast fyrir. „Það var bara strax byrjað hérna við opnun, að þá byrjaði fólk að koma hérna inn," segir Styrmir Þór Bragason forstjóri MP Banka.

Viðskipti innlent

Opal inn í félag í Lúx

Félagið Opal Global Invest, sem skráð var á eyjunni Tortola rann saman við Sambson Global Holding sem skráð er í Lúxemborg. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Björgólfsfeðgum en skiptastjóri í þrotabúi Samsonar ehf segir í skýrslu frá því í febrúar að ekki hafi verið gerð grein fyrir hátt í sexhundruð milljóna króna greiðslu vegna Opal Global. Fram kemur í skýrslu um þrotabú Samsonar, félags Björgólfsfeðga, að erfitt hafi verið að nálgast upplýsingar um sumar greiðslur sem fóru út úr Samson og þá sem þær hafi þegið.

Viðskipti innlent

Starfsmenn SPRON fagna þrátt fyrir óvissu

Stefnt er að því að ljúka sölu á verðbréfaþjónustu SPRON á næstu dögum. Skilanefnd bankans komst í gær að samkomulagi við MP banka um kaup á Netbanka og útibúaneti SPRON. Formaður starfsmannafélags SPRON fagnar þeirri ákvörðun MP banka bjóða að minnsta kosti 45 starfsmönnum SPRON vinnu.

Viðskipti innlent

Vöruskipti hagstæð um 5,9 milljarða

Í febrúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir 32,3 milljarða króna og inn fyrir 26,4 milljarða króna. Vöruskiptin í febrúar voru því hagstæð um 5,9 milljarða króna. Í febrúar 2008 voru vöruskiptin óhagstæð um 18,6 milljarða króna á sama gengi.

Viðskipti innlent

Eftirlitsstofnanir skorti verkfæri til viðbragða

Slakur bankarekstur, slæm opinber stefna og óheppni spiluðu saman í falli fjármálakerfisins, að mati Kaarlos Jännäri, finnsks bankasérfræðings. Hann skilaði í gær skýrslu um reglur og eftirlit með bankastarfsemi hér. Jännäri leggur til ýmsar leiðir til úrbóta og telur líklegt að innan fimm ára verði Ísland orðið aðili að ESB og taki upp evru.

Viðskipti innlent

Krónan veikist hratt

Krónan veiktist um 0,95 prósent í gær og endaði gengisvísitalan í 211 stigum. Þegar mest lét sló hún einu stigi betur og hafði krónan þá ekki verið veikari frá 23. janúar. Vísitalan var á hraðri niðurleið í janúar eftir snarpan kúf til eins mánaðar. Hæst snerti gengisvísitalan 250 stig í byrjun desember. Krónan hefur nú veikst viðstöðulaust um ellefu prósent í á þriðju viku eftir að hafa farið lægst við 187 stigin. Þá hafði gengi krónu ekki verið sterkara síðan fyrir ríkisvæðingu bankanna.

Viðskipti innlent

Ráðgjafarstofa fyrir fyrirtæki í vandræðum

Fimm þingmenn fjögurra flokka vilja að stofnuð verði ráðgjafarstofa fyrir fyrirtæki í greiðsluörðugleikum. „Við teljum að fyrirtæki í rauninni hafi ekki neinn stað til að leita til. Stofan er því bæði hugsað til að ráðleggja fyrirtækjum að halda áfram rekstri eða hætta rekstri til að takmarka skaðann,“ segir Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrsti flutningsmaður tillögunnar.

Viðskipti innlent

Vonar að fleiri starfsmenn gamla Spron fái vinnu

MP banki hefur keypt Netbanka og útibúanet SPRON á áttahundruð milljónir króna. Að minnsta kosti 45 fyrrum starfsmönnum SPRON boðin vinna og vonar stjórnarformaður MP banka að þeir verði fleiri. Vel á annan tug fjármálafyrirtækja lýstu yfir áhuga á að kaupa eignir úr þrotabúi SPRON þar á meðal MP banki og VBS fjárfestingarbanki.

Viðskipti innlent

Útibúanet SPRON selt

Skilanefnd SPRON hefur náð samkomulagi um sölu á útibúaneti sparisjóðsins. Hlynur Jónsson formaður skilanefndar SPRON staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en segir að tilkynnt verði síðar í dag hver hafi hreppt hnossið. Ríkisútvarpið greinir frá því að um sé að ræða MP fjárfestingabanka.

Viðskipti innlent

Gengi bréfa Marel féll um 2,4 prósent

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems féll um 2,43 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Færeyjabanka, sem lækkaði um 1,25 prósent, Össurar, sem fór niður um 1,13 prósent og Bakkavarar, sem lækkaði um 0,74 prósent.

Viðskipti innlent

Seðlabankinn leyfir gengi krónunnar að gossa niður

„Ef tekið er mið af því hversu mikið krónan hefur veikst frá 11. mars í lítilli veltu (1,7 milljarðar kr. á millibankamarkaði á tímabilinu) er það sterk vísbending um að Seðlabankinn hafi haldið sig til hlés á gjaldeyrismarkaði undanfarnar vikur. Ef sú er raunin er það athyglisvert í ljósi þeirrar miklu áherslu sem bankinn leggur á gengisstöðugleika.“

Viðskipti innlent

SS greiðir hvorki arð né vexti

Stjórn Sláturfélags Suðurlands lagði til við aðalfund að hvorki yrði greiddur arður af B-deild stofnsjóðs né reiknaðir vextir á höfuðstól inneigna í A-deild stofnsjóðs. Var tillagan samþykkt en fundurinn var haldinn fyrir helgina.

Viðskipti innlent

Hraðbönkum SPRON lokað

Vegna ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins, vegna Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hf. (SPRON), var ákveðið að loka öllum hraðbönkum SPRON í gær. Allar innistæður hjá SPRON hafa verið færðar yfir til Nýja Kaupþings.

Viðskipti innlent