Viðskipti innlent

Hörðustu andstæðingar ESB ættu að styðja aðildarviðræður

„Hugmyndin um ESB-aðild mun verða uppi á borðinu allt þar til búið verður að fara í gegnum aðildar­viðræður og bera þær undir þjóðina. Fyrir andstæðinga aðildar ætti það að vera kappsmál að farið verði í aðildarviðræður sem fyrst, svo hægt sé að hefjast handa og ræða um tillögur þeirra, ESB-andstæðinganna, til lausnar efnahagsvandans."

Viðskipti innlent

Lítill halli á vöruskiptunum í fyrra

Út er komið heftið Utanríkisverslun með vörur 2008. Í ritinu kemur m.a. fram að fluttar voru út vörur fyrir 466,9 milljarða króna en inn fyrir 473,5 milljarða króna. Halli var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 6,7 milljörðum króna.

Viðskipti innlent

Hamfarir síðasta árs voru Seðlabankanum erfiðar

Hamfarir alþjóðlegu fjármálakreppunnar, gjaldeyriskreppa Íslands og fall fjármálakerfisins endurspeglast í reikningum Seðlabankans fyrir síðasta ár sem lagðir voru fram á ársfundi bankans fyrir helgi. Lára V. Júlíusdóttir, for­maður bankaráðs Seðlabankans, hóf enda erindi sitt á ársfundinum á því að benda á að síðasta ár hefði verið Seðlabanka Íslands þungt í skauti eins og öðrum stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum.

Viðskipti innlent

Frumtak fjárfestir í AGR

Frumtak hefur keypt hlut í birgðastýringarfyrirtækinu AGR - Aðgerðagreiningu fyrir hundrað milljónir króna. Þetta er önnur fjárfesting sjóðsins í sprotafyrirtæki á árinu. Ekki liggur fyrir hversu stór hluturinn er en hann er árangurstengdur. Hin fjárfesting Frumtaks fyrir jafn háa upphæð var í hugbúnaðarfyrirtækinu Trackwell í febrúar.

Viðskipti innlent

Gera út frá Danmörku

„Flugfélagið er að vinna að því að tryggja sér flugrekstrarleyfi í Danmörku vegna þess að Ísland stendur utan Evrópusambandsins," segir Jón Karl Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Primera Air.

Viðskipti innlent

Símtöl dýrari eftir breytingar

Miðað við almennar verðskrár símafyrirtækja má gera ráð fyrir að dulin verðhækkun felist í breyttri gjaldtöku eftir lengd símtala. Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) vekur athygli á þessu á vef sínum.

Viðskipti innlent

Lífeyrissjóðurinn gildi tapaði 60 milljörðum

Lífeyrissjóðurinn Gildi tapaði tæpum sextíu milljörðum á síðasta ári og réttindi skerðast um 10 prósent. Sjóðsfélagar segja að verði ekki fengnir óháðir aðilar til að fara yfir sjóðinn hóta þeir lögsókn á hendur stjórn og framkvæmdastjórn sjóðsins.

Viðskipti innlent

Gengi Century Aluminum féll um 10 prósent

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, féll um tíu prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er jafnframt mesta lækkun dagsins. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Marel Food Systems, sem fór niður um 1,54 prósent.

Viðskipti innlent

Fjárfest í þremur fyrirtækjum frá Viðskiptasmiðjunni

Fjárfestingarsjóðir sem sérhæfa sig í sprotafyrirtækjum hafa fjárfest þrisvar á árinu. Nýsköpunarsjóður Atvinnulífsins fjárfesti í Gogoyoko og Frumtak fjárfesti í Trackwell og AGR. Þessi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að taka öll þátt í Viðskiptasmiðjunni - Hraðbraut nýrra fyrirtækja sem rekin er af Klak – Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins.

Viðskipti innlent

Frumtak festir kaup á Aðgerðargreiningu ehf.

Frumtak hefur lokið annarri fjárfestingu sinni og fest kaup á hlut í AGR - Aðgerðargreiningu ehf. AGR var stofnað árið 1998 í framhaldi af rannsóknarverkefnum við verkfræðideild Háskóla Íslands. Í nánu samstarfi við Rannís og Háskólann í Reykjavík hefur fyrirtækið undanfarin ár þróað aðferðir og hugbúnað fyrir alþjóðlegan markað.

Viðskipti innlent

Fallist á beiðni Teymi um nauðasamninga

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á beiðni Teymis hf. um heimild til þess að leita nauðasamnings við lánardrottna sína. Umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum var skipaður Brynjar Níelsson, hrl. Þetta segir í tilkynningu um málið.

Viðskipti innlent

FÍB spyr flokkana um aðgerðir vegna bílalána í erlendri mynt

Í bréfi sem Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, hefur sent öllum stjórnmálaflokkunum og -hreyfingum er m.a. spurt um hvort mótaðar hafi verið hugmyndir um viðbrögð við greiðsluerfiðleikum fólks vegna bílalána í erlendri mynt, til hvaða aðgerða sé fyrirhugað að grípa til og hvenær, til að leysa vanda þeirra sem eiga í erfiðleikum með það að standa í skilum með afborganir af þessum lánum.

Viðskipti innlent

Landsbankinn lækkar óverðtryggða vexti

Til að létta undir með skuldsettum heimilum og fyrirtækjum hefur Landsbankinn ákveðið að taka enn eitt skref í lækkun óverðtryggðra vaxta. Landsbankinn hefur ákveðið að lækka alla óverðtryggða útlánsvexti bankans um 2 prósentustig og innlánsvexti um 1 til 2 prósentustig.

Viðskipti innlent