Skoðun

Alltaf að skila af sér en skilar ekki

Erna Indriðadóttir skrifar

Hækkun eftirlaunaaldurs hefur verið á dagskrá hér á landi síðustu árin og fregnir herma að eftirlaunaaldurinn verði hækkaður í áföngum úr 67 ára í 70 ára. Þá er einnig gert ráð fyrir að opinberir starfsmenn geti hætt störfum 75 ára, kjósi þeir svo.

Skoðun

Skýrar reglur eru forsenda sáttar

Hörður Arnarson skrifar

Rammaáætlun er, að mati okkar hjá Landsvirkjun og flestra annarra, forsenda þess að sátt náist um nýtingu og vernd landsvæða gagnvart orkuvinnslu á Íslandi. Vega þarf saman það sem vinnst og það sem glatast við nýtingu

Skoðun

Af brennivíni og skipulagsmálum

Guðmundur J. Guðmundsson skrifar

Þessa dagana eru það tvö mál sem einkum er deilt um á kaffistofum, í athugasemdakerfum og á samfélagsmiðlum, annars vegar stóra brennivínsmálið og hins vegar skipulagið á M.R. reitum í Þingholtunum.

Skoðun

Skóli án aðgreiningar, hlutverk sérkennara

Kristín Arnardóttir skrifar

Skólastefnunni „skóli án aðgreiningar“ hefur verið fylgt eftir af miklum þunga innan stjórnkerfis menntamála og ýmis sérúrræði s.s. sérdeildir og sérskólar af ýmsu tagi hafa verið lögð niður. Almennir grunnskólar eru nú með mun breiðari hóp nemenda en áður gerðist.

Skoðun

Enn sótt að rammaáætlun

Svandís Svavarsdóttir skrifar

Ráðuneyti umhverfismála, sem ætti með réttu að standa vörð um náttúruvernd, leggur nú til breytingar á regluumhverfi rammaáætlunar í því skyni að draga úr vernd og auka ágang á náttúru landsins. Líkur benda til þess að ráðuneytið sé undir þrýstingi orkufyrirtækja

Skoðun

Það ætlar enginn að verða fíkill

Stefanía Sigurðardóttir skrifar

Þetta er yfirskrift á auglýsingaherferð sem Styrktarsjóður Susie Rutar stóð fyrir, fyrir nærri fimm árum. Þessi yfirskrift er enn föst í kollinum mínum. Alveg sama hvern þú spyrð þá var aldrei markmið þeirra sem hafa orðið fíklar að verða einmitt það, þetta endaði bara svona.

Skoðun

Einn allsherjar misskilningur?

Vilberg Ólafsson skrifar

Um tíma héldu margir að íslenskir bankamenn væru slíkir snillingar að erlendar þjóðir gætu ýmislegt lært af þeim. Erlendir sjónvarpsmenn eins og t.d. Richard Quest og stórblöð á borð við Financial Times birtu viðtöl við bankamennina þar sem þeir sögðu efnislega: „Ísland – bezt í heimi“

Skoðun

Stjórnmálamenn í skikkjum

Þorvaldur Gylfason skrifar

Það gerðist fyrir fáeinum dögum að einn dómarinn í Hæstarétti Bandaríkjanna, Antonin Scalia, féll frá og áróðursstríð skall á þar vestra eins og hendi væri veifað. Hvers vegna? Væri allt með felldu myndi fráfall dómara leiða til þess eins að forsetinn tilnefnir nýjan mann

Fastir pennar

Nýja Ísland

Jón Gnarr skrifar

Ég er fæddur árið 1967. Ég er fjörtíu og níu ára. Ég er alinn upp í töluvert mikilli þjóðernisdýrkun, bæði heima fyrir og í skóla og ekki síst í gegnum fjölmiðla. Skilaboðin eða innrætingin var alltaf á þá leið að hér væri allt töluvert betra en allstaðar annars staðar.

Fastir pennar

Undir einu merki

Björn Óli Hauksson skrifar

Isavia stendur nú á tímamótum. Undanfarin ár hefur farið fram mikil skipulagsvinna innan fyrirtækisins, ólík fyrirtæki hafa verið sameinuð undir einn hatt og starfsemin verið endurskilgreind. Starfsfólk Isavia hefur unnið frábært starf og kann ég því hinar bestu þakkir fyrir.

Skoðun

Völd forseta Íslands (framhald…)

Michel Sallé skrifar

Greinin "Völd forseta Íslands“ sem birtist í Fréttablaðinu, undirrituð af Evu H. Baldursdóttur, færir í hug mér fyrstu opinberu heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar til Parísar í febrúar 2013. Hann hitti þá margt merkilegt fólk, þar á meðal François Hollande, og marga blaðamenn, útskýrði fyrir þeim hvernig Ísland komst út úr kreppunni.

Skoðun

Stjórnarherrarnir hafa hlunnfarið aldraða og öryrkja!

Björgvin Guðmundsson skrifar

Hvaða leyfi hafa stjórnarherrarnir, Sigmundur Davíð og Bjarni, til þess að halda kjörum lífeyrisþega niðri? Fengu þeir eitthvert umboð til þess í síðustu kosningum að hlunnfara aldraða og öryrkja á sama tíma og allir aðrir í þjóðfélaginu fá miklar kjarabætur?

Skoðun

Fjöldahreyfing

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar

Undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, stendur nú í tæplega 78 þúsundum. Það er um fjórðungur allra landsmanna en aðeins þeir sem eru yfir 18 ára geta skrifað undir. Um er að ræða næstfjölmennustu undirskriftasöfnun Íslandssögunnar.

Fastir pennar

Umræðan um heilbrigðiskerfið

Jón H. Guðmundsson skrifar

Það er heldur betur fróðlegt að fylgjast með umræðunni um heilbrigðiskerfið um þessar mundir, þökk sé Kára Stefánssyni. Nú þegar undirskriftasöfnunin hefur staðið um hríð er rétt að minna á umræðuna sem var fyrri hluta síðastliðins árs.

Skoðun

Breytum okkur sjálfum

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar

Veruleg vakning þarf að verða meðal neytenda. Smásalar þurfa að fara yfir verðlista sína og athuga hvort þeir verðleggi bleiku vörurnar hærra en þær bláu og af hverju.

Fastir pennar

Skýra stefnu um sölu banka

Birgir Ármannsson skrifar

Þær óvenjulegu aðstæður hafa nú skapast hér á landi að langstærsti hluti bankakerfisins er kominn í hendur ríkisins.

Skoðun

Hverjir verða Borgunarmenn fyrir bönkum?

Árni Páll Árnason skrifar

Umræðan um Borgunarhneykslið má ekki staðnæmast við það eitt. Það sem við vitum nú þegar um atburðarásina í málinu dugar til að vekja verulegar efasemdir um vinnubrögð og siðferði í efstu lögum fjármálakerfisins.

Skoðun

Byggt á sannri sögu

María Elísabet Bragadóttir skrifar

Sannsögulegar kvikmyndir höfða til mín. Fyllist lotningu við að horfa á Mark Zuckerberg strunsa um skólalóð Harvard í óða önn að spora út blauta steypu mannkynssögunnar. Stuðandi að sjá Jordan Belfort vaða uppi með sitt snarbilaða gildismat og

Bakþankar

Samtal um samkeppni

Páll Gunnar Pálsson skrifar

Á síðasta ári hleypti Samkeppniseftirlitið af stokkunum fundaröð undir samheitinu „Samtal um samkeppni“. Fundunum er ætlað að vera umræðuvettvangur um samkeppnismál, þar sem tækifæri gefst til þess að ræða hverju hafi verið áorkað og hver séu brýnustu viðfangsefnin framundan.

Skoðun

Strengjabrúða Landsvirkjunar?

Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar

Umhverfisráðuneytið fer að kröfum Landsvirkjunar í nýjum drögum að breytingum á starfsreglum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Verkefnisstjórnin hefur ráðgefandi hlutverk gagnvart stjórnvöldum um hvar má virkja og hvar ekki.

Skoðun

„Kristin arfleifð íslenskrar menningar“ og mannréttindin

Páll Valur Björnsson skrifar

Vissuð þið að í íslensku grunnskólalögunum er ekki minnst einu orði á mannréttindi? Í annarri grein laganna þar sem fjallað er um markmið þeirra segir: „Hlutverk grunnskóla, í samvinnu við heimilin, er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra

Skoðun

Bleiki skatturinn

Guðmundur Edgarsson skrifar

Fyrir skömmu birtist í Fréttablaðinu grein um hinn svokallaða bleika skatt. Ein tegund slíks skatts er þegar sambærileg vara er seld á hærra verði til kvenna en karla. Nefnt var sem dæmi í greininni að flaska af tilteknu dömuilmvatni kostaði umtalsvert meira en sambærileg flaska af herrailmi.

Skoðun

Fíknin fóðruð en skaðinn minnkaður

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Níutíu prósent lungnakrabbameina má rekja til reykinga að því er fram kemur á vef Krabbameinsfélagsins. Þar má líka sjá að ár hvert greinast hér um 165 manns með lungnakrabba um leið og 135 látast úr sjúkdómum.

Fastir pennar

Nú fauk í mig

Sigríður Einarsdóttir skrifar

Sem fyrrverandi formaður náttúruverndarnefndar Kópavogs og bæjarfulltrúi hér fyrr á árum, þó langt sé um liðið, þá fauk í mig, þegar ég las ummæli Guðrúnar Snorradóttur í Fréttablaðinu mánudaginn 1. febrúar 2016, varðandi hjólreiðastíga í Kópavogi.

Skoðun