Hverjir verða Borgunarmenn fyrir bönkum? Árni Páll Árnason skrifar 17. febrúar 2016 07:00 Umræðan um Borgunarhneykslið má ekki staðnæmast við það eitt. Það sem við vitum nú þegar um atburðarásina í málinu dugar til að vekja verulegar efasemdir um vinnubrögð og siðferði í efstu lögum fjármálakerfisins. Það þarf að upplýsa til fulls um allar ákvarðanir í málinu, hvernig verðmat fór fram og hvernig stjórnendur Landsbankans tóku ákvörðunina um þessa sölu, lið fyrir lið. Það vekur nefnilega athygli að stjórnendur Landsbankans hafa fært það fram sem röksemd fyrir því að selja hinum stálheppnu útvöldu kaupendum á vegum stjórnenda Borgunar eignarhlutinn í leyni að stjórnendur Borgunar væru í lykilstöðu til að hafa áhrif á upplýsingar um framtíðarhorfur Borgunar ef aðrir kaupendur myndu sækjast eftir hlutnum. Eitt er nú það að stjórnendur Landsbankans gefi sér að stjórnendur Borgunar muni koma fram með sviksamlegum hætti. Annað er það hvers vegna stjórnendur Landsbankans ákváðu þá að treysta þeim upplýsingum sem þessir sömu stjórnendur veittu Landsbankanum sjálfum um framtíðarhorfur fyrirtækisins. Hvernig í ósköpunum réttlætir þú að trúa manni sem þú býst við að svíki aðra?Gamlar og nýjar hættur En Borgunarmálið varpar líka ljósi á hættur sem eru fram undan í íslensku viðskiptalífi og fjármálalífi. Það er ekkert nýtt að vel tengdir fjárfestar, handvaldir af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, fái tækifæri til að kaupa ríkiseignir eða sölsa undir sig aðstöðu sem ríkið hefur. Efnahagssaga Íslands hefur einkennst af því alla tíð. Það voru vel tengdir einstaklingar sem fengu tækifæri til að fá til sín Marshall-aðstoðina sem Ísland fékk eftir stríð. Það voru vel tengdir einstaklingar sem fengu einkaleyfi til að bjóða í verk fyrir varnarliðið og voru áratugum saman í aðstöðu til að rukka margfaldan raunkostnað fyrir hvert einasta viðvik á Keflavíkurflugvelli. Það voru vel tengdir aðilar sem gátu sölsað undir sig hlutabréf almennings og Vestur-Íslendinga í Eimskipafélaginu og nýtt agnarlítinn eignarhlut til að ná yfirtökum á Eimskipafélaginu. Þá aðstöðu nýttu þeir svo til að sölsa undir sig hvert fyrirtækið á fætur öðru í viðskiptalífinu og byggja viðskiptaveldi sem stóð áratugum saman, án nokkurrar innistæðu. Það voru vel tengdir kaupendur sem fengu að kaupa SR-mjöl í upphafi tíunda áratugarins og gátu svo selt eignir út úr fyrirtækinu og borgað sér kaupverðið á einu ári. Og síðast en ekki síst voru það vel tengdir aðilar sem fengu einir að kaupa bankana við einkavæðinguna 2003. Þá voru allar reglur beygðar og öll viðmið um mat á tilboðum skekkt, til að réttir menn fengju á endanum að kaupa. Þeir keyptu á ágætu verði, en lánuðu hverjir öðrum fyrir kaupverðinu. Þeir keyptu banka til að geta nýtt þá til að skammta sér auð og aðstöðu þaðan í frá. Þeir höfðu ekkert efni á að kaupa bankana – þeir gerðu það bara og nýttu sér íslenskt fákeppnisumhverfi til að klóra útlagt fé til baka af almenningi og verðmætaskapandi fyrirtækjum.Nýir Borgunarmenn verða fundnir Nú er enn rætt um bankasölu. Í nýlegri skýrslu Bankasýslu ríkisins kemur samt fram að engir Íslendingar hafi ráð á að kaupa banka fyrir eigin rammleik. Þá liggur fyrir að engir útlendingar hafa sýnt áhuga á að kaupa íslenskan banka, þrátt fyrir ítrekaðar sölutilraunir a.m.k. eins slitabús á erlendum vettvangi undanfarin ár. En þótt engir Íslendingar geti keypt einn einasta banka og engir útlendingar vilji kaupa einn einasta banka eru nú allt í einu ÞRÍR bankar til sölu. Hverjir munu kaupa? Svarið liggur í augum uppi. Hættan er sú að einhverjir nýir Borgunarmenn verði fundnir. Þeir verða sannarlega ekki borgunarmenn fyrir banka í hefðbundnum skilningi þess orðs, en þeir verða Borgunarmenn í þeim séríslenska skilningi sem hér hefur verið rakinn. Þeir munu kaupa bankana á háu verði og nýta sér síðan fákeppnisumhverfi hinnar íslensku krónu til að sjúga kaupverðið úr landsmönnum um ókomin ár.Röðum upp á nýtt Mikilvægasta verkefni stjórnmálanna er að stöðva þetta rugl. Það munu núverandi stjórnarflokkar ekki gera. Það þarf að setja landinu efnahagslega stjórnarskrá. Hluti hennar mun þurfa að felast í að laga bankakerfið að þörfum almennings, heimilanna og verðmætaskapandi fyrirtækja. Það þarf að nýta það tækifæri sem nú er að opnast með ráðandi umsvifum ríkisvaldsins á fjármálamarkaði til að brjóta bankana upp og raða bútunum upp á nýtt. Sumir þættir bankarekstrar eiga einfaldlega ekki heima með öðrum í fákeppnisumhverfi. Samhliða þarf að breyta lagaumhverfi fjármálakerfisins og torvelda ofurvald fjármálafyrirtækja yfir fólki. Úrvinnsla skuldamála frá hruni á að verða okkur verðmætur lærdómur. Það þarf að styrkja lagaumhverfi greiðsluaðlögunar, auka áhættu banka af útlánum og torvelda bönkum að ganga að fólki ef greiðslugeta bregst. Þá þarf að tryggja almenningi í landinu arð af ríkiseignum og gefa ófrávíkjanleg fyrirmæli um samkeppni um sölu þeirra. Tækifærið til þessara breytinga er núna. Það verður farið eftir að ríkið selur hluta í bönkunum. Þess vegna þarf að koma í veg fyrir að núverandi stjórnarflokkar selji bankana og gefa nýrri ríkisstjórn færi á raða spilunum upp á nýtt, með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Borgunarmálið Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um Borgunarhneykslið má ekki staðnæmast við það eitt. Það sem við vitum nú þegar um atburðarásina í málinu dugar til að vekja verulegar efasemdir um vinnubrögð og siðferði í efstu lögum fjármálakerfisins. Það þarf að upplýsa til fulls um allar ákvarðanir í málinu, hvernig verðmat fór fram og hvernig stjórnendur Landsbankans tóku ákvörðunina um þessa sölu, lið fyrir lið. Það vekur nefnilega athygli að stjórnendur Landsbankans hafa fært það fram sem röksemd fyrir því að selja hinum stálheppnu útvöldu kaupendum á vegum stjórnenda Borgunar eignarhlutinn í leyni að stjórnendur Borgunar væru í lykilstöðu til að hafa áhrif á upplýsingar um framtíðarhorfur Borgunar ef aðrir kaupendur myndu sækjast eftir hlutnum. Eitt er nú það að stjórnendur Landsbankans gefi sér að stjórnendur Borgunar muni koma fram með sviksamlegum hætti. Annað er það hvers vegna stjórnendur Landsbankans ákváðu þá að treysta þeim upplýsingum sem þessir sömu stjórnendur veittu Landsbankanum sjálfum um framtíðarhorfur fyrirtækisins. Hvernig í ósköpunum réttlætir þú að trúa manni sem þú býst við að svíki aðra?Gamlar og nýjar hættur En Borgunarmálið varpar líka ljósi á hættur sem eru fram undan í íslensku viðskiptalífi og fjármálalífi. Það er ekkert nýtt að vel tengdir fjárfestar, handvaldir af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, fái tækifæri til að kaupa ríkiseignir eða sölsa undir sig aðstöðu sem ríkið hefur. Efnahagssaga Íslands hefur einkennst af því alla tíð. Það voru vel tengdir einstaklingar sem fengu tækifæri til að fá til sín Marshall-aðstoðina sem Ísland fékk eftir stríð. Það voru vel tengdir einstaklingar sem fengu einkaleyfi til að bjóða í verk fyrir varnarliðið og voru áratugum saman í aðstöðu til að rukka margfaldan raunkostnað fyrir hvert einasta viðvik á Keflavíkurflugvelli. Það voru vel tengdir aðilar sem gátu sölsað undir sig hlutabréf almennings og Vestur-Íslendinga í Eimskipafélaginu og nýtt agnarlítinn eignarhlut til að ná yfirtökum á Eimskipafélaginu. Þá aðstöðu nýttu þeir svo til að sölsa undir sig hvert fyrirtækið á fætur öðru í viðskiptalífinu og byggja viðskiptaveldi sem stóð áratugum saman, án nokkurrar innistæðu. Það voru vel tengdir kaupendur sem fengu að kaupa SR-mjöl í upphafi tíunda áratugarins og gátu svo selt eignir út úr fyrirtækinu og borgað sér kaupverðið á einu ári. Og síðast en ekki síst voru það vel tengdir aðilar sem fengu einir að kaupa bankana við einkavæðinguna 2003. Þá voru allar reglur beygðar og öll viðmið um mat á tilboðum skekkt, til að réttir menn fengju á endanum að kaupa. Þeir keyptu á ágætu verði, en lánuðu hverjir öðrum fyrir kaupverðinu. Þeir keyptu banka til að geta nýtt þá til að skammta sér auð og aðstöðu þaðan í frá. Þeir höfðu ekkert efni á að kaupa bankana – þeir gerðu það bara og nýttu sér íslenskt fákeppnisumhverfi til að klóra útlagt fé til baka af almenningi og verðmætaskapandi fyrirtækjum.Nýir Borgunarmenn verða fundnir Nú er enn rætt um bankasölu. Í nýlegri skýrslu Bankasýslu ríkisins kemur samt fram að engir Íslendingar hafi ráð á að kaupa banka fyrir eigin rammleik. Þá liggur fyrir að engir útlendingar hafa sýnt áhuga á að kaupa íslenskan banka, þrátt fyrir ítrekaðar sölutilraunir a.m.k. eins slitabús á erlendum vettvangi undanfarin ár. En þótt engir Íslendingar geti keypt einn einasta banka og engir útlendingar vilji kaupa einn einasta banka eru nú allt í einu ÞRÍR bankar til sölu. Hverjir munu kaupa? Svarið liggur í augum uppi. Hættan er sú að einhverjir nýir Borgunarmenn verði fundnir. Þeir verða sannarlega ekki borgunarmenn fyrir banka í hefðbundnum skilningi þess orðs, en þeir verða Borgunarmenn í þeim séríslenska skilningi sem hér hefur verið rakinn. Þeir munu kaupa bankana á háu verði og nýta sér síðan fákeppnisumhverfi hinnar íslensku krónu til að sjúga kaupverðið úr landsmönnum um ókomin ár.Röðum upp á nýtt Mikilvægasta verkefni stjórnmálanna er að stöðva þetta rugl. Það munu núverandi stjórnarflokkar ekki gera. Það þarf að setja landinu efnahagslega stjórnarskrá. Hluti hennar mun þurfa að felast í að laga bankakerfið að þörfum almennings, heimilanna og verðmætaskapandi fyrirtækja. Það þarf að nýta það tækifæri sem nú er að opnast með ráðandi umsvifum ríkisvaldsins á fjármálamarkaði til að brjóta bankana upp og raða bútunum upp á nýtt. Sumir þættir bankarekstrar eiga einfaldlega ekki heima með öðrum í fákeppnisumhverfi. Samhliða þarf að breyta lagaumhverfi fjármálakerfisins og torvelda ofurvald fjármálafyrirtækja yfir fólki. Úrvinnsla skuldamála frá hruni á að verða okkur verðmætur lærdómur. Það þarf að styrkja lagaumhverfi greiðsluaðlögunar, auka áhættu banka af útlánum og torvelda bönkum að ganga að fólki ef greiðslugeta bregst. Þá þarf að tryggja almenningi í landinu arð af ríkiseignum og gefa ófrávíkjanleg fyrirmæli um samkeppni um sölu þeirra. Tækifærið til þessara breytinga er núna. Það verður farið eftir að ríkið selur hluta í bönkunum. Þess vegna þarf að koma í veg fyrir að núverandi stjórnarflokkar selji bankana og gefa nýrri ríkisstjórn færi á raða spilunum upp á nýtt, með hagsmuni almennings að leiðarljósi.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun