Skóli án aðgreiningar, hlutverk sérkennara Kristín Arnardóttir skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Skólastefnunni „skóli án aðgreiningar“ hefur verið fylgt eftir af miklum þunga innan stjórnkerfis menntamála og ýmis sérúrræði s.s. sérdeildir og sérskólar af ýmsu tagi hafa verið lögð niður. Almennir grunnskólar eru nú með mun breiðari hóp nemenda en áður gerðist. Til þess að hugmyndafræðin skóli án aðgreiningar gangi upp þurfa yfirvöld að veita skólunum þær bjargir að þeim sé gert kleift að sinna þessu verkefni með sóma. Þar hefur orðið talverður misbrestur á. Börn með veruleg þroskafrávik og/eða flókna fötlun eru breytilegur hópur með ólíkar þarfir. Sum þeirra eru vel í stakk búin að taka þátt í kraftmiklu skólastarfi og námi í almennum bekk. Önnur þurfa öðruvísi umhverfi, sterkari umgjörð, markvissari sérkennslu eða fámennari hóp. Það sem hentar einum hentar ekki endilega öðrum.Ekki nægjanlegt fjármagn Skólar og bekkir eru misjafnlega í stakk búnir til að taka á móti nemanda með verulegar sérþarfir. Hinni nýju skólastefnu hefur ekki fylgt nægjanlegt fjármagn til að fækka nemendum í þeim bekkjum sem börn með verulegar sérþarfir eru í eða veita aukið svigrúm til samráðs og undirbúnings. Venjulegur umsjónarkennari sinnir þörfum nýbúa og foreldra þeirra, nemendum með athyglisbrest og ofvirkni, nemendum með félagslega erfiðleika, nemendum með hegðunarvanda, nemendum með fötlun, langveikum nemendum og þannig mætti lengi telja. Útgáfa námsefnis er einkum miðuð við almenna nemendur. Hverjum árgangi er ætlað að fara yfir tiltekið efni og lítið er til af hliðarefni fyrir þá sem standa höllum fæti í námi. Aðferðir, námsefni og markmið í kennslu nemenda með skertan þroska og einhverfu eru ólík því sem gerist í almennri kennslu. Almennir kennarar hafa hvorki fengið kennslu né þjálfun á þessu sviði. Sérkennarar eru kennarar sem hafa bætt við sig viðbótarnámi og kunna að greina námslega stöðu nemenda, setja markmið með kennslunni og útbúa námsgögn og velja kennsluaðferðir sem mæta þörfum nemenda. Þeir geta veitt ráðgjöf og aðstoð til annarra starfsmanna skólans og eru lykilaðilar í því að skólaganga nemenda með sérþarfir mæti þeirra þörfum og sé eins fagleg og kostur er á. Starf þeirra er mjög margþætt og víðtækt. Þeir hafa yfirsýn yfir framvindu nemenda á því skólastigi sem þeir starfa á, einkum í lestri og stærðfræði og reyna að finna sem fyrst þá nemendur sem standa höllum fæti svo unnt sé að koma að snemmtækri íhlutun og forða margra ára vanda. Ásamt umsjónarkennurum leggja þeir fyrir regluleg skimunarpróf og annast nánari greiningu á vanda þeirra nemenda sem víkja verulega frá námsmarkmiðum árgangsins. Sérkennarar eru foreldrum, nemendum, kennurum og skólastjórnendum til ráðgjafar. Þeir útbúa einstaklingsmiðuð námsgögn, aðstoða við námsmat og leggja til notkun hjálpartækja þegar við á. Einnig annast þeir kennslu nemenda, oftast í litlum hópum en stundum einstaklingskennslu ef þörf er á. Ætíð skal stefnt að því að slík kennsla sé markviss, byggð á getu nemandans og til þess fallin að auka árangur nemandans í því viðfangsefni sem unnið er með. Sérkennarar hafa jafnframt sérþekkingu varðandi tilfinningalegan vanda og hegðunarvanda nemenda, athyglisbrest og ofvirkni. Þeir ásamt námsráðgjöfum annast ráðgjöf og lausnaleit í málefnum þessara nemenda í samvinnu við umsjónarkennara og foreldra. Sveitarfélögin úthluta hverjum skóla fjármagni vegna sérkennslu. Skólastjóri ákveður síðan hvernig því er ráðstafað. Í flestum tilvikum stendur valið um fjórar leiðir. 1. Ráða sérkennara með framhaldsmenntun. 2. Ráða almennan kennara til að annast sérkennslu eða koma sem viðbótarstarfsmaður inn í bekkjarkennslu. 3. Ráða þroskaþjálfa. 4. Ráða stuðningsfulltrúa sem er ófaglærður starfskraftur. Það gefur að skilja að ekki er verið að kaupa sömu vinnu af þessum ólíku stéttum Ef við vísum til heilbrigðiskerfisins er oftast á hreinu í huga fólks að skurðlæknir er fær um að annast önnur verkefni en sjúkraliði. Sjaldan myndi störfum þeirra vera blandað saman í hagtölum undir heitinu kostnaður vegna læknisstarfa.Lítt nothæfar upplýsingar Hagstofa Íslands sér um öflun gagna og gefur frá sér upplýsingar vegna fjölda nemenda sem fá sérkennslu. Þar eru lögð að jöfnu störf sérkennara og stuðningsfulltrúa. Einnig er hver nemandi talinn með hvort sem hann fær skammvinna þjálfunarlotu í ákveðnu viðfangsefni eða einstaklingsbundna sérkennslu árið um kring. Þessar tölur gefa því lítt nothæfar upplýsingar og eru alls ekki til þess fallnar að byggja ákvarðanatöku á þeim. Við sérkennarar fögnum allri umræðu um sérkennslu og erum himinlifandi ef yfirvöld vilja meta árangur starfa okkar. En það er til lítils að veifa hagtölum sem byggja á svo veikum grunni sem þeim sem Hagstofa Íslands leyfir sér að bera fram fyrir yfirvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Skólastefnunni „skóli án aðgreiningar“ hefur verið fylgt eftir af miklum þunga innan stjórnkerfis menntamála og ýmis sérúrræði s.s. sérdeildir og sérskólar af ýmsu tagi hafa verið lögð niður. Almennir grunnskólar eru nú með mun breiðari hóp nemenda en áður gerðist. Til þess að hugmyndafræðin skóli án aðgreiningar gangi upp þurfa yfirvöld að veita skólunum þær bjargir að þeim sé gert kleift að sinna þessu verkefni með sóma. Þar hefur orðið talverður misbrestur á. Börn með veruleg þroskafrávik og/eða flókna fötlun eru breytilegur hópur með ólíkar þarfir. Sum þeirra eru vel í stakk búin að taka þátt í kraftmiklu skólastarfi og námi í almennum bekk. Önnur þurfa öðruvísi umhverfi, sterkari umgjörð, markvissari sérkennslu eða fámennari hóp. Það sem hentar einum hentar ekki endilega öðrum.Ekki nægjanlegt fjármagn Skólar og bekkir eru misjafnlega í stakk búnir til að taka á móti nemanda með verulegar sérþarfir. Hinni nýju skólastefnu hefur ekki fylgt nægjanlegt fjármagn til að fækka nemendum í þeim bekkjum sem börn með verulegar sérþarfir eru í eða veita aukið svigrúm til samráðs og undirbúnings. Venjulegur umsjónarkennari sinnir þörfum nýbúa og foreldra þeirra, nemendum með athyglisbrest og ofvirkni, nemendum með félagslega erfiðleika, nemendum með hegðunarvanda, nemendum með fötlun, langveikum nemendum og þannig mætti lengi telja. Útgáfa námsefnis er einkum miðuð við almenna nemendur. Hverjum árgangi er ætlað að fara yfir tiltekið efni og lítið er til af hliðarefni fyrir þá sem standa höllum fæti í námi. Aðferðir, námsefni og markmið í kennslu nemenda með skertan þroska og einhverfu eru ólík því sem gerist í almennri kennslu. Almennir kennarar hafa hvorki fengið kennslu né þjálfun á þessu sviði. Sérkennarar eru kennarar sem hafa bætt við sig viðbótarnámi og kunna að greina námslega stöðu nemenda, setja markmið með kennslunni og útbúa námsgögn og velja kennsluaðferðir sem mæta þörfum nemenda. Þeir geta veitt ráðgjöf og aðstoð til annarra starfsmanna skólans og eru lykilaðilar í því að skólaganga nemenda með sérþarfir mæti þeirra þörfum og sé eins fagleg og kostur er á. Starf þeirra er mjög margþætt og víðtækt. Þeir hafa yfirsýn yfir framvindu nemenda á því skólastigi sem þeir starfa á, einkum í lestri og stærðfræði og reyna að finna sem fyrst þá nemendur sem standa höllum fæti svo unnt sé að koma að snemmtækri íhlutun og forða margra ára vanda. Ásamt umsjónarkennurum leggja þeir fyrir regluleg skimunarpróf og annast nánari greiningu á vanda þeirra nemenda sem víkja verulega frá námsmarkmiðum árgangsins. Sérkennarar eru foreldrum, nemendum, kennurum og skólastjórnendum til ráðgjafar. Þeir útbúa einstaklingsmiðuð námsgögn, aðstoða við námsmat og leggja til notkun hjálpartækja þegar við á. Einnig annast þeir kennslu nemenda, oftast í litlum hópum en stundum einstaklingskennslu ef þörf er á. Ætíð skal stefnt að því að slík kennsla sé markviss, byggð á getu nemandans og til þess fallin að auka árangur nemandans í því viðfangsefni sem unnið er með. Sérkennarar hafa jafnframt sérþekkingu varðandi tilfinningalegan vanda og hegðunarvanda nemenda, athyglisbrest og ofvirkni. Þeir ásamt námsráðgjöfum annast ráðgjöf og lausnaleit í málefnum þessara nemenda í samvinnu við umsjónarkennara og foreldra. Sveitarfélögin úthluta hverjum skóla fjármagni vegna sérkennslu. Skólastjóri ákveður síðan hvernig því er ráðstafað. Í flestum tilvikum stendur valið um fjórar leiðir. 1. Ráða sérkennara með framhaldsmenntun. 2. Ráða almennan kennara til að annast sérkennslu eða koma sem viðbótarstarfsmaður inn í bekkjarkennslu. 3. Ráða þroskaþjálfa. 4. Ráða stuðningsfulltrúa sem er ófaglærður starfskraftur. Það gefur að skilja að ekki er verið að kaupa sömu vinnu af þessum ólíku stéttum Ef við vísum til heilbrigðiskerfisins er oftast á hreinu í huga fólks að skurðlæknir er fær um að annast önnur verkefni en sjúkraliði. Sjaldan myndi störfum þeirra vera blandað saman í hagtölum undir heitinu kostnaður vegna læknisstarfa.Lítt nothæfar upplýsingar Hagstofa Íslands sér um öflun gagna og gefur frá sér upplýsingar vegna fjölda nemenda sem fá sérkennslu. Þar eru lögð að jöfnu störf sérkennara og stuðningsfulltrúa. Einnig er hver nemandi talinn með hvort sem hann fær skammvinna þjálfunarlotu í ákveðnu viðfangsefni eða einstaklingsbundna sérkennslu árið um kring. Þessar tölur gefa því lítt nothæfar upplýsingar og eru alls ekki til þess fallnar að byggja ákvarðanatöku á þeim. Við sérkennarar fögnum allri umræðu um sérkennslu og erum himinlifandi ef yfirvöld vilja meta árangur starfa okkar. En það er til lítils að veifa hagtölum sem byggja á svo veikum grunni sem þeim sem Hagstofa Íslands leyfir sér að bera fram fyrir yfirvöld.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun