Armani og Gucci í boði íslenska ríkisins Eva Magnúsdóttir skrifar 17. febrúar 2016 10:00 Viðskiptaþing var viðburðaríkt og áhugavert fyrir íslenskt viðskiptalíf og verkefnin ærin. Ég vil minnast á tvennt í framhaldi þingsins en það eru samkeppnisraskanir af völdum ríkisins og fjöldi ríkisstofnana. Samkeppnisraskanir hins opinbera hafa neikvæð áhrif á drifkrafta framleiðni og nauðsynlegt er að minnka umsvif þess. Ríkið er í beinni og óbeinni samkeppni við einkaaðila auk þess sem ríkiseinokun er á ákveðinni starfsemi. Mörg íslensk fyrirtæki komust í gegnum kreppuna með því að útvista starfsemi sem ekki féll undir kjarnastarfsemi þeirra og lækkuðu þannig fastan kostnað. Rekstur Íslandspósts, ÁTVR, Ríkisútvarpsins, Sorpu og Fríhafnarinnar telst seint til kjarnastarfsemi og annars konar rekstrarform hentar þessum verkefnum betur. Það mætti einnig skoða mennta- og heilbrigðismál betur. Nærtækt dæmi um einkarekstur í heilbrigðismálum er glæsileg þjónusta í Klínikinni. Ég hef einnig trú á því að íslenskir kaupmenn myndu rúlla því upp að selja Armani og Gucci í Keflavík. Nú er tækifæri til heildarstefnumótunar í kjölfar laga um opinber fjármál en markmið þeirra er að stuðla að góðri hagstjórn og styrkri og ábyrgri stjórn opinberra fjármála. Stefnumótunin þarf að fela í sér markmið um að fækka og hagræða í ríkisrekstri m.a. með því að færa verkþætti til viðskiptalífsins. Smáþjóðin Ísland rekur 182 ríkisstofnanir eða eina ríkisstofnun á hverja tæplega 2.000 íbúa landsins. Viðskiptaráð lagði 2015 fram 30 tillögur að fækkun ríkisstofnana með fjórum tegundum aðgerða: samrekstri, faglegum sameiningum, hreinum sameiningum og aflagningu starfsemi eða fækkun niður í 70 ríkisstofnanir. Þá vinnu þarf að nýta. Skattfé er betur varið til aukinnar menntunar, heilbrigðisþjónustu, forvarna og annarra nauðsynlegra innviða. Breytingar boða betri tíma og blóm í haga. Við eigum að nýta þá frábæru vinnu sem helstu sérfræðingar í íslensku viðskiptalífi færa okkur. Það eru jákvæðar breytingar í stjórn Viðskiptaráðs, nýr formaður, Katrín Olga Jóhannesdóttir, er fyrsta konan í 99 ára sögu ráðsins. Hún tekur við góðu starfi úr hendi Hreggviðs Jónssonar og óska ég henni innilega til hamingju. Hún ber kyndil framtíðar og ég er bjartsýn á að með henni komi jákvæðar breytingar í jafnréttissögu landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Viðskiptaþing var viðburðaríkt og áhugavert fyrir íslenskt viðskiptalíf og verkefnin ærin. Ég vil minnast á tvennt í framhaldi þingsins en það eru samkeppnisraskanir af völdum ríkisins og fjöldi ríkisstofnana. Samkeppnisraskanir hins opinbera hafa neikvæð áhrif á drifkrafta framleiðni og nauðsynlegt er að minnka umsvif þess. Ríkið er í beinni og óbeinni samkeppni við einkaaðila auk þess sem ríkiseinokun er á ákveðinni starfsemi. Mörg íslensk fyrirtæki komust í gegnum kreppuna með því að útvista starfsemi sem ekki féll undir kjarnastarfsemi þeirra og lækkuðu þannig fastan kostnað. Rekstur Íslandspósts, ÁTVR, Ríkisútvarpsins, Sorpu og Fríhafnarinnar telst seint til kjarnastarfsemi og annars konar rekstrarform hentar þessum verkefnum betur. Það mætti einnig skoða mennta- og heilbrigðismál betur. Nærtækt dæmi um einkarekstur í heilbrigðismálum er glæsileg þjónusta í Klínikinni. Ég hef einnig trú á því að íslenskir kaupmenn myndu rúlla því upp að selja Armani og Gucci í Keflavík. Nú er tækifæri til heildarstefnumótunar í kjölfar laga um opinber fjármál en markmið þeirra er að stuðla að góðri hagstjórn og styrkri og ábyrgri stjórn opinberra fjármála. Stefnumótunin þarf að fela í sér markmið um að fækka og hagræða í ríkisrekstri m.a. með því að færa verkþætti til viðskiptalífsins. Smáþjóðin Ísland rekur 182 ríkisstofnanir eða eina ríkisstofnun á hverja tæplega 2.000 íbúa landsins. Viðskiptaráð lagði 2015 fram 30 tillögur að fækkun ríkisstofnana með fjórum tegundum aðgerða: samrekstri, faglegum sameiningum, hreinum sameiningum og aflagningu starfsemi eða fækkun niður í 70 ríkisstofnanir. Þá vinnu þarf að nýta. Skattfé er betur varið til aukinnar menntunar, heilbrigðisþjónustu, forvarna og annarra nauðsynlegra innviða. Breytingar boða betri tíma og blóm í haga. Við eigum að nýta þá frábæru vinnu sem helstu sérfræðingar í íslensku viðskiptalífi færa okkur. Það eru jákvæðar breytingar í stjórn Viðskiptaráðs, nýr formaður, Katrín Olga Jóhannesdóttir, er fyrsta konan í 99 ára sögu ráðsins. Hún tekur við góðu starfi úr hendi Hreggviðs Jónssonar og óska ég henni innilega til hamingju. Hún ber kyndil framtíðar og ég er bjartsýn á að með henni komi jákvæðar breytingar í jafnréttissögu landsins.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun