Lífið

„Látnir einstaklingar eru vissulega að geta börn“

Lífið var bjart og framtíðin spennandi hjá hjónunum Írisi Birgisdóttur og Kolbeini Einarssyni þar til hann veiktist skyndilega. Hjónin töldu fyrst að um flensu væri að ræða þar til fram kom málstol og við frekari rannsóknir kom í ljós að hann var með meinvörp í heila og fjórða stigs krabbamein.

Lífið

Rebel Wilson deilir mynd af nýju kærustunni

Leikkonan Rebel Wilson hefur nú gert opinbert hver nýja ástin í lífi hennar sé og er það Ramona Agruma. Hún hefur áður opnað sig um að hún væri komin í samband en var ekki tilbúin að segja með hvaða einstaklingi það væri.

Lífið

„Mjög tilfinningarík skipti“

Eva Laufey Kjaran hitti Evu Ruzu Miljevic á dögunum yfir morgunbolla en hún ákvað að veðja á drauminn og sagði upp dagvinnunni til tuttugu ára og ætlar að einbeita sér alfarið að skemmtanabransanum.

Lífið

KÚNST: Inn­sýn í fram­tíðar­heim listarinnar

Í þessum áttunda og jafnframt lokaþætti af Kúnst þar til í haust heimsóttum við útskriftarsýningu myndlistar- og hönnunarnema við Listaháskóla Íslands. Sýningin bar titilinn Verandi vera og var sýnd á Kjarvalsstöðum dagana 21. til 29. maí.

Menning

Nem­endur himin­lifandi á fyrstu vor­há­tíðinni í tvö ár

Skólaslit voru víða í grunnskólum í dag og fögnuðu nemendur því margir að geta haldið út í sumarið. Um fjögur hundruð nemendur í Breiðagerðisskóla voru þeirra á meðal. Eftir að skóla var slitið þar í dag var hverfishátíð haldin á lóð skólans þar sem fjöldi fólks kom saman.

Lífið

Hugrún Birta og fyrrum herra heimur nýtt par

Feg­urðardrottn­ing­in Hugrún Birta Egilsdóttir hefur fundið ástina með hinum enska Jack Hes­lewood. Þau kynntust í gegnum fegurðarsamkeppnina Miss world. Jack var kynnir á keppninni sem Hugrún keppti í fyrr á árinu og var sjálfur Herra heimur árið 2019.

Lífið

Þakkar risaeðlunum fyrir bleika húsið sitt

Bryce Dallas Howard og eiginmaður hennar Seth Gabel opnuðu dyrnar að bleika og litríka heimilinu sínu í Kaliforníu og buðu Architectural Digest í heimsókn. Þau unnu með hönnuðinum Claire Thomas við að hanna heimilið sem hefur mikinn persónuleika.

Lífið

Samantha Jones snýr aftur

Michael Patrick King, þáttastjórnandi Sex and the City og þáttanna And Just Like That hefur gefið það út að Samntha Jones muni snúa aftur í næstu seríu af síðarnefnda þættinum. 

Lífið

Vertuo fleytir kaffimenningu Íslendinga inn í aðra vídd

„Við Íslendingar höfum alltaf drukkið mikið af uppáhelltu kaffi en þessi vél gjörbreytir leiknum. Það er svo gaman að geta boðið upp á gott kaffi þegar það koma gestir eða njóta um helgar með fjölskyldunni og með Vertuo verður kaffiupplifunin einstök,“ segir Erla Björk Gunnarsdóttir verslunarstjóri Nespresso á Íslandi en splunkuný vörulína og kaffivél er komin á markað frá Nespresso sem getur hellt upp á heila kaffikönnu.

Lífið samstarf

Icelandair flýgur á slóðir upphafsmanna flugsins

Ef einhver staður getur gert þá kröfu að teljast sá merkilegasti í flugsögunni, þá er það strandbærinn Kitty Hawk í Norður-Karólínu. Það var þar sem Wright-bræður, þeir Orville og Wilbur, gerðu flugtilraunir sínar í byrjun síðustu aldar og þann 17. desember árið 1903 tókst þeim fyrstum manna að fljúga þar vélknúinni flugvél.

Ferðalög

Madonna hefur verið valin

Leikkonan Julia Garner hefur fengið boð um að leika stjörnuna Madonnu í kvikmynd um lífið hennar samkvæmt Variety. Madonna hyggst sjálf ætla að setjast í leikstjórastólinn og mun myndin fara yfir upphafið á hennar ferli.

Lífið