Lífið Útskrift Kvikmyndaskólans Á föstudag og laugardag sýndu nemendur Kvikmyndaskóla Íslands lokaverkefni sín í Bæjarbíói í Hafnarfirði og húsakynnum skólans að Lynghálsi: átta lokaverkefni nemenda sem unnin voru undir stjórn Ágústs Guðmundssonar og enn fleiri áfangaverkefni sem unnin voru undir handleiðslu Maríönnu Friðjónsdóttur, Viðars Víkingssonar, Þorgeirs Guðmundssonar og Hilmars Oddssonar. Bíó og sjónvarp 14.5.2007 09:00 Synirnir á báðum áttum með pabba „Synir mínir eiga safnið og hafa skyldað mig til að horfa á það allt,“ segir leikarinn Ellert Ingimundarson en hann hefur verið ráðinn til að tala fyrir hinn guðhrædda Ned Flanders í Simpson-myndinni sem frumsýnd verður í sumar. Bíó og sjónvarp 14.5.2007 08:00 Samdi nýtt stef fyrir Ríkisútvarpið „Þetta er stef sem ég samdi síðasta sumar,“ segir Sveinbjörn Thorarensen, betur þekktur sem Hermigervill, sem samdi nýtt stef sem hljóma mun undir samlesnu auglýsingunum á Rás eitt og tvö. „Ég fékk Björn Thorarensen, pabba minn til að spila á hljómborð fyrir mig. Þannig að þetta er svona feðga samvinna. Hann spilaði með Mezzoforte í gamla daga og kemur með smá áhrif þaðan. Sjálfur spilaði ég á gítar.“ Tónlist 14.5.2007 07:00 Lopez hótað fyrir loðfeldi Söng-og leikkonan Jennifer Lopez hefur hert alla öryggisgæslu í kringum sig eftir að henni bárust morðhótanir. Er talið að þær megi reki til dýraverndunarsinna en Lopez þykir fátt jafn notalegt og að klæðast loðfeldi. Lífið 14.5.2007 06:00 Leitar að kærustu Orlando Bloom leitar logandi ljósi að kærustu á internetinu. Á síðunni Facebook.com er Orlando skráður undir nafni vinar síns, og notar jafnframt mynd af honum. Lífið 14.5.2007 05:00 Kylie sögð vera hjónadjöfull Ástralska söngkonan Kylie Minogue á undir högg að sækja í fjölmiðlum um þessar mundir en hún er sökuð um að hafa komist upp á milli leikstjórans Alexanders Dahm og eiginkonu hans, Lauru. Lífið 14.5.2007 04:00 Gibson í góðum málum Ástralski leikarinn Mel Gibson virðist óðum vera að ná sér eftir erfitt tímabil og dómari í máli hans lýsti yfir ánægju með þróun mála. Lífið 14.5.2007 03:00 Horfa á Star Wars og Dirty Dancing Star Wars og Dirty Dancing eru þær myndir sem fólk hefur mest gaman af að horfa á aftur og aftur. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar á vegum bresku sjónvarpsstöðvarinnar Sky. Bíó og sjónvarp 14.5.2007 03:00 Fönkskotin tónlist Platan Fnykur með Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar kemur út á föstudag á vegum SJS Musik. Sama dag heldur Stórsveitin útgáfutónleika á tónlistarhátíðinni Vorblóti. Tónlist 14.5.2007 02:00 Bjartsýn á franskt/íslenskt framhald Það var tilkomumikil sjón þegar götuleikhúsið Royal de Luxe sprengdi höfuð risans mislynda í loft upp og risessan sigldi úr Reykjavíkurhöfn. Þá var létt yfir mannskapnum sem undanfarna þrjá mánuði hefur staðið fyrir franska vorinu á Íslandi. Menning 14.5.2007 01:00 Star Wars í efsta sæti Star Wars hefur verið kjörin sú mynd sem hefur haft mest áhrif á tæknibrellur annarra mynda í gegnum tíðina. Star Wars, sem kom út 1977, hvatti marga til að starfa við tæknibrellur í kvikmyndum, að því er kom fram niðurstöðum könnunar Samtaka tæknibrellna í Bandaríkjunum. Bíó og sjónvarp 13.5.2007 14:00 Lindsay Lohan fækkar fötum Bandaríska leikkonan Lindsay Lohan lofar því að hún sýni meira af líkama sínum en nokkru sinni áður í nýrri mynd sinni. Lífið 13.5.2007 13:00 Hagaskólanemendur hittast „Þetta hefur ekki verið gert í fimmtán ár og við ætlum núna að bjóða fimmtán árgöngum, öllum sem voru í Hagaskóla á árunum 1950 til 1965,“ segir Ólafur Jóhannsson sem stendur fyrir „Re-unioni“ gamalla Hagaskólanema ásamt Guðjóni B. Hilmarssyni. „Það verða tvær gamlar skólahljómsveitir að spila, Sweet Dreams og Cogito, þetta verður mjög skemmtileg veisla.“ Lífið 13.5.2007 13:00 Moss bjargaði Lily Allen Breska söngkonan Lily Allen segir að fyrirsætan Kate Moss hafa bjargað henni úr slagsmálum sem hún lenti í. Þetta gerðist á Glastonbury-hátíðinni síðasta sumar eftir að Allen var ranglega sökuð um að hafa kokkálað stúlku nokkra. „Þetta var martröð, ég fékk til dæmis glóðaraugu á bæði augun. En svo mætti Kate og bjargaði mér. Hún er hetja,“ segir Lily. Lífið 13.5.2007 12:30 Einar Bárðarson kandídat í dómarasæti breska X-Factor „Ég get svo sem alveg eins verið í sjónvarpinu hér í Englandi og röflað einhverja þvælu eins og á Íslandi. Ef til þess kemur,” segir Einar Bárðarson oft nefndur umboðsmaður Íslands. Einar er nú til athugunnar hjá Simon Cowell og fyrirtæki því sem framleiðir sjónvarpsþættina X-Factor í Englandi en nú er verið að stokka hann upp og fá inn nýja dómara. Lífið 13.5.2007 12:30 Bauð Robbie Williams upp á ís „Þeir voru bara með sænska peninga og kreditkort sem ekki voru tekin gild þarna. Robbie var svo byrjaður að borða ísinn sinn svo ég ákvað bara að flýta fyrir og bauðst til að borga fyrir þá,“ segir Sigurður Ágúst Pétursson rafmagnsiðnfræðingur. Sigurður lenti í þeim undarlegu aðstæðum fyrir skemmstu að bjóða bresku poppstjörnunni Robbie Williams upp á ís þar sem þeir voru báðir staddir á vídeóleigu í Kaupmannahöfn. Lífið 13.5.2007 12:00 Líf og fjör á vorhátíð Vorhátíð Laugarneshverfis hefst klukkan 14 í dag. „Þetta er sannkölluð fjölskylduhátíð þar sem börnin eru í forgrunni,“ sagði séra Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Laugarneskirkju, sem verður kynnir á hátíðinni. Tónlist 13.5.2007 11:30 Ekki siðlaus Ástralska söngkonan Kylie Minogue hefur vísað á bug fréttum um að hún eigi í ástarsambandi með kvæntum manni. Kylie, sem er 38 ára, var ljósmynduð í Chile með kvikmyndaframleiðandanum Alexander Dahm, sem á ófríska eiginkonu. Lífið 13.5.2007 11:00 Mæðginin taka glöð á móti gestum Miðborg Reykjavíkur er þekkt fyrir urmulinn allan af kaffihúsum en eitthvað minna hefur farið fyrir þeim á landsbyggðinni. Nú hefur Rúna Esradóttir opnað fyrsta kaffihúsið á Súðavík í félagsheimilinu og það er allt brjálað að gera. Lífið 13.5.2007 10:30 Coppola sýnir í Róm Fyrsta kvikmynd leikstjórans Francis Ford Coppola í tíu ár verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Róm í október. Myndin nefnist Yout Without Youth og gerist í seinni heimsstyrjöldinni. Með aðalhlutverk fer Tim Roth. Leikur hann prófessor sem verður að skotmarki nasista eftir að hann kemst yfir formúlu fyrir ódauðleika. Bíó og sjónvarp 13.5.2007 10:00 Green Day í Simpsons Bandaríska hljómsveitin Green Day kemur fram í gestahlutverki í kvikmyndinni The Simpsons sem kemur út í sumar eftir margra ára bið. Koma söngvarinn Billie Joe og félagar fram í stuttu atriði skömmu áður en myndin endar. Öskrar barþjónninn Moe á þá og biður um að spila ekki svona hátt. Bíó og sjónvarp 13.5.2007 09:30 Landnámssetrið eins árs Ár er nú liðið frá opnun Landnámssetursins í Borgarnesi og af því tilefni eru aðdáendur afmæla og einkum þeir yngstu boðnir sérstaklega velkomnir í setrið. Bíó og sjónvarp 13.5.2007 08:00 Vill sexalógíu Kvikmyndaframleiðandinn The Halcyon Co. hefur keypt sýningarréttinn að kvikmyndunum um Tortímandann og ætlar sér að búa til þrjár myndir til viðbótar þannig að úr verði sexalógía. Bíó og sjónvarp 12.5.2007 16:00 Upphefð í annað sinn Sigríður Lára Sigurjónsdóttir leikskáld á heiðurinn að verkinu Listin að lifa sem var valið áhugaverðasta áhugaleiksýning leikársins 2006-2007. Þetta er í annað sinn sem höfundinum hlotnast þessi heiður en verkið verður sýnt í Þjóðleikhúsinu í júní. Bíó og sjónvarp 12.5.2007 15:30 Traustur maður á réttum stað CoBrA-sýningin stóra sem var opnun Listahátíðarinnar í Reykjavík í gær verður ekki ekki til af sjálfu sér. Forráðamenn Listasafns Íslands drógu enga dul á að þegar farið var í alvöru að ræða hugmyndina, sem kom upp í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn, hafi enginn annar komið til greina til að setja sýninguna saman en Norðmaður á eftirlaunum: Per Hovdenakk, fyrrverandi safnstjóri á Onstadt-safninu í Osló. Menning 12.5.2007 15:00 Tónamínútur fyrir flautu og píanó Verk Atla Heimis Sveinssonar, Tónamínútur, verður flutt á tónleikum í Þjóðleikhúsinu á morgun í tilefni af Listahátíð í Reykjavík. Tónamínútur er verk fyrir einleiksflautu og flautu og píanó en flytjendur verða Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og tónskáldið sjálft. Tónlist 12.5.2007 14:15 Tilraunakenndari Leaves Hljómsveitin Leaves er komin langt með upptökur á sinni þriðju plötu. Arnar Guðjónsson söngvari segir tónlistina tilraunakenndari en áður. „Við ætlum ekkert að gefa út fyrr en við erum orðnir ánægðir. Við ætlum að taka upp tvö lög í viðbót áður en við segjum þetta gott,“ segir Arnar Guðjónsson, söngvari Leaves. Tónlist 12.5.2007 13:30 Tengsl hests og manns Þuríður Sigurðardóttir, Þura, kynnir myndbandsverk og sína nýjustu málverkaröð á sýningunni „STÓГ í galleríi Suðsuðvestur í Reykjanesbæ. Sýningin verður opnuð kl. 16 í dag. Menning 12.5.2007 13:15 Spáir tveimur undankeppnum að ári „Þetta er nákvæmlega það sem ég spáði fyrir um fyrir þremur árum,“ sagði Jónatan Garðarsson, þaulreyndur Eurovision-spekingur, um úrslitin í undankeppni Eurovision. Mikillar óánægju hefur orðið vart bæði á Íslandi og í löndum á borð við Noreg, Danmörku og Holland, þar sem enginn keppandi frá vesturhluta Evrópu komst áfram. Tónlist 12.5.2007 13:00 Þrír rómantískir menn Saxófónleikarinn Sigurður Flosason og píanóleikarinn Kjartan Valdemarsson halda tónleika með völdum sönglögum eftir Franz Schubert í eigin útsetningum í Laugarneskirkju kl. 16 í dag. Þar geta íbúar á höfuðborgarsvæðinu róað taugar sínar á kjördag og varið innilegri klukkustund með með þremur rómantískum karlmönnum: Kjartani, Sigurði og Franz. Tónlist 12.5.2007 12:45 « ‹ ›
Útskrift Kvikmyndaskólans Á föstudag og laugardag sýndu nemendur Kvikmyndaskóla Íslands lokaverkefni sín í Bæjarbíói í Hafnarfirði og húsakynnum skólans að Lynghálsi: átta lokaverkefni nemenda sem unnin voru undir stjórn Ágústs Guðmundssonar og enn fleiri áfangaverkefni sem unnin voru undir handleiðslu Maríönnu Friðjónsdóttur, Viðars Víkingssonar, Þorgeirs Guðmundssonar og Hilmars Oddssonar. Bíó og sjónvarp 14.5.2007 09:00
Synirnir á báðum áttum með pabba „Synir mínir eiga safnið og hafa skyldað mig til að horfa á það allt,“ segir leikarinn Ellert Ingimundarson en hann hefur verið ráðinn til að tala fyrir hinn guðhrædda Ned Flanders í Simpson-myndinni sem frumsýnd verður í sumar. Bíó og sjónvarp 14.5.2007 08:00
Samdi nýtt stef fyrir Ríkisútvarpið „Þetta er stef sem ég samdi síðasta sumar,“ segir Sveinbjörn Thorarensen, betur þekktur sem Hermigervill, sem samdi nýtt stef sem hljóma mun undir samlesnu auglýsingunum á Rás eitt og tvö. „Ég fékk Björn Thorarensen, pabba minn til að spila á hljómborð fyrir mig. Þannig að þetta er svona feðga samvinna. Hann spilaði með Mezzoforte í gamla daga og kemur með smá áhrif þaðan. Sjálfur spilaði ég á gítar.“ Tónlist 14.5.2007 07:00
Lopez hótað fyrir loðfeldi Söng-og leikkonan Jennifer Lopez hefur hert alla öryggisgæslu í kringum sig eftir að henni bárust morðhótanir. Er talið að þær megi reki til dýraverndunarsinna en Lopez þykir fátt jafn notalegt og að klæðast loðfeldi. Lífið 14.5.2007 06:00
Leitar að kærustu Orlando Bloom leitar logandi ljósi að kærustu á internetinu. Á síðunni Facebook.com er Orlando skráður undir nafni vinar síns, og notar jafnframt mynd af honum. Lífið 14.5.2007 05:00
Kylie sögð vera hjónadjöfull Ástralska söngkonan Kylie Minogue á undir högg að sækja í fjölmiðlum um þessar mundir en hún er sökuð um að hafa komist upp á milli leikstjórans Alexanders Dahm og eiginkonu hans, Lauru. Lífið 14.5.2007 04:00
Gibson í góðum málum Ástralski leikarinn Mel Gibson virðist óðum vera að ná sér eftir erfitt tímabil og dómari í máli hans lýsti yfir ánægju með þróun mála. Lífið 14.5.2007 03:00
Horfa á Star Wars og Dirty Dancing Star Wars og Dirty Dancing eru þær myndir sem fólk hefur mest gaman af að horfa á aftur og aftur. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar á vegum bresku sjónvarpsstöðvarinnar Sky. Bíó og sjónvarp 14.5.2007 03:00
Fönkskotin tónlist Platan Fnykur með Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar kemur út á föstudag á vegum SJS Musik. Sama dag heldur Stórsveitin útgáfutónleika á tónlistarhátíðinni Vorblóti. Tónlist 14.5.2007 02:00
Bjartsýn á franskt/íslenskt framhald Það var tilkomumikil sjón þegar götuleikhúsið Royal de Luxe sprengdi höfuð risans mislynda í loft upp og risessan sigldi úr Reykjavíkurhöfn. Þá var létt yfir mannskapnum sem undanfarna þrjá mánuði hefur staðið fyrir franska vorinu á Íslandi. Menning 14.5.2007 01:00
Star Wars í efsta sæti Star Wars hefur verið kjörin sú mynd sem hefur haft mest áhrif á tæknibrellur annarra mynda í gegnum tíðina. Star Wars, sem kom út 1977, hvatti marga til að starfa við tæknibrellur í kvikmyndum, að því er kom fram niðurstöðum könnunar Samtaka tæknibrellna í Bandaríkjunum. Bíó og sjónvarp 13.5.2007 14:00
Lindsay Lohan fækkar fötum Bandaríska leikkonan Lindsay Lohan lofar því að hún sýni meira af líkama sínum en nokkru sinni áður í nýrri mynd sinni. Lífið 13.5.2007 13:00
Hagaskólanemendur hittast „Þetta hefur ekki verið gert í fimmtán ár og við ætlum núna að bjóða fimmtán árgöngum, öllum sem voru í Hagaskóla á árunum 1950 til 1965,“ segir Ólafur Jóhannsson sem stendur fyrir „Re-unioni“ gamalla Hagaskólanema ásamt Guðjóni B. Hilmarssyni. „Það verða tvær gamlar skólahljómsveitir að spila, Sweet Dreams og Cogito, þetta verður mjög skemmtileg veisla.“ Lífið 13.5.2007 13:00
Moss bjargaði Lily Allen Breska söngkonan Lily Allen segir að fyrirsætan Kate Moss hafa bjargað henni úr slagsmálum sem hún lenti í. Þetta gerðist á Glastonbury-hátíðinni síðasta sumar eftir að Allen var ranglega sökuð um að hafa kokkálað stúlku nokkra. „Þetta var martröð, ég fékk til dæmis glóðaraugu á bæði augun. En svo mætti Kate og bjargaði mér. Hún er hetja,“ segir Lily. Lífið 13.5.2007 12:30
Einar Bárðarson kandídat í dómarasæti breska X-Factor „Ég get svo sem alveg eins verið í sjónvarpinu hér í Englandi og röflað einhverja þvælu eins og á Íslandi. Ef til þess kemur,” segir Einar Bárðarson oft nefndur umboðsmaður Íslands. Einar er nú til athugunnar hjá Simon Cowell og fyrirtæki því sem framleiðir sjónvarpsþættina X-Factor í Englandi en nú er verið að stokka hann upp og fá inn nýja dómara. Lífið 13.5.2007 12:30
Bauð Robbie Williams upp á ís „Þeir voru bara með sænska peninga og kreditkort sem ekki voru tekin gild þarna. Robbie var svo byrjaður að borða ísinn sinn svo ég ákvað bara að flýta fyrir og bauðst til að borga fyrir þá,“ segir Sigurður Ágúst Pétursson rafmagnsiðnfræðingur. Sigurður lenti í þeim undarlegu aðstæðum fyrir skemmstu að bjóða bresku poppstjörnunni Robbie Williams upp á ís þar sem þeir voru báðir staddir á vídeóleigu í Kaupmannahöfn. Lífið 13.5.2007 12:00
Líf og fjör á vorhátíð Vorhátíð Laugarneshverfis hefst klukkan 14 í dag. „Þetta er sannkölluð fjölskylduhátíð þar sem börnin eru í forgrunni,“ sagði séra Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Laugarneskirkju, sem verður kynnir á hátíðinni. Tónlist 13.5.2007 11:30
Ekki siðlaus Ástralska söngkonan Kylie Minogue hefur vísað á bug fréttum um að hún eigi í ástarsambandi með kvæntum manni. Kylie, sem er 38 ára, var ljósmynduð í Chile með kvikmyndaframleiðandanum Alexander Dahm, sem á ófríska eiginkonu. Lífið 13.5.2007 11:00
Mæðginin taka glöð á móti gestum Miðborg Reykjavíkur er þekkt fyrir urmulinn allan af kaffihúsum en eitthvað minna hefur farið fyrir þeim á landsbyggðinni. Nú hefur Rúna Esradóttir opnað fyrsta kaffihúsið á Súðavík í félagsheimilinu og það er allt brjálað að gera. Lífið 13.5.2007 10:30
Coppola sýnir í Róm Fyrsta kvikmynd leikstjórans Francis Ford Coppola í tíu ár verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Róm í október. Myndin nefnist Yout Without Youth og gerist í seinni heimsstyrjöldinni. Með aðalhlutverk fer Tim Roth. Leikur hann prófessor sem verður að skotmarki nasista eftir að hann kemst yfir formúlu fyrir ódauðleika. Bíó og sjónvarp 13.5.2007 10:00
Green Day í Simpsons Bandaríska hljómsveitin Green Day kemur fram í gestahlutverki í kvikmyndinni The Simpsons sem kemur út í sumar eftir margra ára bið. Koma söngvarinn Billie Joe og félagar fram í stuttu atriði skömmu áður en myndin endar. Öskrar barþjónninn Moe á þá og biður um að spila ekki svona hátt. Bíó og sjónvarp 13.5.2007 09:30
Landnámssetrið eins árs Ár er nú liðið frá opnun Landnámssetursins í Borgarnesi og af því tilefni eru aðdáendur afmæla og einkum þeir yngstu boðnir sérstaklega velkomnir í setrið. Bíó og sjónvarp 13.5.2007 08:00
Vill sexalógíu Kvikmyndaframleiðandinn The Halcyon Co. hefur keypt sýningarréttinn að kvikmyndunum um Tortímandann og ætlar sér að búa til þrjár myndir til viðbótar þannig að úr verði sexalógía. Bíó og sjónvarp 12.5.2007 16:00
Upphefð í annað sinn Sigríður Lára Sigurjónsdóttir leikskáld á heiðurinn að verkinu Listin að lifa sem var valið áhugaverðasta áhugaleiksýning leikársins 2006-2007. Þetta er í annað sinn sem höfundinum hlotnast þessi heiður en verkið verður sýnt í Þjóðleikhúsinu í júní. Bíó og sjónvarp 12.5.2007 15:30
Traustur maður á réttum stað CoBrA-sýningin stóra sem var opnun Listahátíðarinnar í Reykjavík í gær verður ekki ekki til af sjálfu sér. Forráðamenn Listasafns Íslands drógu enga dul á að þegar farið var í alvöru að ræða hugmyndina, sem kom upp í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn, hafi enginn annar komið til greina til að setja sýninguna saman en Norðmaður á eftirlaunum: Per Hovdenakk, fyrrverandi safnstjóri á Onstadt-safninu í Osló. Menning 12.5.2007 15:00
Tónamínútur fyrir flautu og píanó Verk Atla Heimis Sveinssonar, Tónamínútur, verður flutt á tónleikum í Þjóðleikhúsinu á morgun í tilefni af Listahátíð í Reykjavík. Tónamínútur er verk fyrir einleiksflautu og flautu og píanó en flytjendur verða Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og tónskáldið sjálft. Tónlist 12.5.2007 14:15
Tilraunakenndari Leaves Hljómsveitin Leaves er komin langt með upptökur á sinni þriðju plötu. Arnar Guðjónsson söngvari segir tónlistina tilraunakenndari en áður. „Við ætlum ekkert að gefa út fyrr en við erum orðnir ánægðir. Við ætlum að taka upp tvö lög í viðbót áður en við segjum þetta gott,“ segir Arnar Guðjónsson, söngvari Leaves. Tónlist 12.5.2007 13:30
Tengsl hests og manns Þuríður Sigurðardóttir, Þura, kynnir myndbandsverk og sína nýjustu málverkaröð á sýningunni „STÓГ í galleríi Suðsuðvestur í Reykjanesbæ. Sýningin verður opnuð kl. 16 í dag. Menning 12.5.2007 13:15
Spáir tveimur undankeppnum að ári „Þetta er nákvæmlega það sem ég spáði fyrir um fyrir þremur árum,“ sagði Jónatan Garðarsson, þaulreyndur Eurovision-spekingur, um úrslitin í undankeppni Eurovision. Mikillar óánægju hefur orðið vart bæði á Íslandi og í löndum á borð við Noreg, Danmörku og Holland, þar sem enginn keppandi frá vesturhluta Evrópu komst áfram. Tónlist 12.5.2007 13:00
Þrír rómantískir menn Saxófónleikarinn Sigurður Flosason og píanóleikarinn Kjartan Valdemarsson halda tónleika með völdum sönglögum eftir Franz Schubert í eigin útsetningum í Laugarneskirkju kl. 16 í dag. Þar geta íbúar á höfuðborgarsvæðinu róað taugar sínar á kjördag og varið innilegri klukkustund með með þremur rómantískum karlmönnum: Kjartani, Sigurði og Franz. Tónlist 12.5.2007 12:45