Lífið Hálf öld aðskilur nafnana 52 ár, eða rúmlega hálf öld, skilur að nafnana Ragnar Bjarnason og Ragnar Sólberg sem eru báðir að gefa út sólóplötur núna fyrir jólin. Tónlist 27.11.2008 02:45 Blender gerir upp árið Plata rapparans Lil" Wayne, Tha Carter III, hefur verið kjörin plata ársins af bandaríska tónlistartímaritinu Blender. Listar yfir plötur ársins fara smám saman að birtast og ríður Blender á vaðið með þessum nýja lista. Tónlist 27.11.2008 02:30 Coxon kallaður til æfinga með Blur Damon Albarn hefur staðfest að Blur ætli að koma aftur saman á næsta ári með gítarleikarann Graham Coxon innanborðs. „Blur ætlar að æfa saman og síðan kemur í ljós hvort við erum til í tuskið,“ sagði Albarn, skömmu áður en hann flutti óperu sína Monkey: Journey to the West í London. Tónlist 27.11.2008 02:00 Mamma og pabbi hjálpa „Ég er búin að vera að syngja í þrjú fjögur ár,“ segir Elín Eyþórsdóttir átján ára sem hefur gefið út sína fyrstu plötu, See you in dreamland. „Ég söng fyrst á kaffi Hljómalind þegar ég sá að maður gæti troðið þar upp og lét bara mína nánustu vita. Tónlist 27.11.2008 01:45 Pink nýtur ásta með sjálfri sér - myndband Söngkonan Pink nýtur ásta, með hjálp tækninnar, með sjálfri sér í nýju tónlistarmyndbandi við lagið Sober klædd í svartan brjóstarhaldara. Sjá myndbandið hér. Pink skildi fyrr á árinu við eiginmann sinn, motorcross stjörnuna Carey Hart. Lífið 26.11.2008 15:34 Rösklega ellefuhundruð facebook notendur styðja Geir Rösklega ellefuhundruð manns hafa skráð sig á síðu sem sett var upp til stuðnings Geirs H. Haarde forsætisráðherra á facebook. Lífið 26.11.2008 11:39 Reykjavík síðdegis verðlaunað Á Umferðarþingi í ár var aðstandendum útvarpsþáttarins „Reykjavík síðdegis" veitt Umferðarljósið sem er sérstök viðurkenning sem Umferðarráð veitir þeim sem unnið hafa sérstaklega árangursríkt og eftirtektarvert starf á sviði umferðaröryggismála. Dagskrágerðarmenn þáttarins „Reykjavík síðdegis", þeir Þorgeir Ástvaldsson, Kristófer Helgason, Bragi Guðmundsson og áður Ásgeir Páll Ágústsson hafa verið fundvísir á áhugaverð málefni í sambandi við umferð og umferðaröryggi. „Þetta kemur á óvart. En við höfum í 8 ára sögu Reykjavík síðdegis alla tíð, í opnu útvarpi, verið mikið í sambandi við manninn á götunni. Sá tími sem landsmenn eyða í bíl hefur lengst og okkur finnst við hafa náð eyrum margra í bílum," svarar Þorgeri Ástvaldsson þegar Vísir óskar honum til hamingju með viðurkenninguna. Lífið 26.11.2008 11:27 Angelina Jolie ólétt Vikuritið In Touch heldur því fram að Angelina Jolie sé komin þrjá mánuði á leið með sjöunda barn hennar og Brad Pitt. Sama tímarit var fyrst með fréttirnar af tvíburum leikkonunnar. Þar segir að Angelina geti ekki hætt að ræða um barnið sem hún beri undir belti en annað hljóð sé í barnsföður hennar, Brad, sem sé ekki eins spenntur. Lífið 26.11.2008 10:18 Andri Snær biður Verzlinga afsökunar - heldur fyrirlestur í sáttarskyni Rithöfundurinn Andri Snær Magnason hringdi í formann nemendafélags Verzlunarskóla Íslands og baðst afsökunar á ummælum sem hann lét falla í Silfri Egils fyrir skömmu. Þar sagði Andri að núverandi efnahagsþrengingar fælu í sér fall Verzló. Rithöfundurinn mætir á sal skólans í hádeginu og heldur „kreppufyrirlestur“. Lífið 26.11.2008 10:15 Þrefalt dýrara á Hróarskeldu „Ég veit ekki hvernig þetta verður. Ég á ekki von á því að það verði jafnmikil þátttaka og síðustu ár,“ segir Tómas Young, íslenskur tengiliður Hróarskelduhátíðarinnar í Danmörku. Lífið 26.11.2008 06:00 Geir Haarde fær stuðning og andbyr á Facebook Mikið mæðir á Geir H. Haarde forsætisráðherra þessa dagana. Á Facebook hefur hópur aðdáenda ráðherrans opnað stuðningsmannasíðu þar sem fólki gefst kostur á að styðja við bakið á ráðherranum á þessum erfiðu tímum. 434 hafa skráð sig á síðuna. Á annari síðu er yfirskriftin: „Ekki meir Geir“ og þar hafa 655 skráð sig. Lífið 25.11.2008 21:56 Sleppa við fangelsi fyrir strandmök Breska parið, sem ákært var fyrir að hafa kynmök á almenningsströnd í Furstadæminu Dubai í júlí, sleppur við þriggja mánaða fangelsisdóm. Lífið 25.11.2008 11:23 Reynt að koma höggi á Lindsay - myndband Hollywoodstjarnan og vandræðagemsinn Lindsay Lohan er enn og aftur umfjöllunarefni fjölmiðla. Nú er því haldið fram að áfengismeðferðin sem hún fór í fyrir ári hafi verið til einskis. Lífið 25.11.2008 09:43 Frómasinn fylgdi úr foreldrahúsum: Ananasbúðingur Svanhildar Jakobs Söngkonan góðkunna Svanhildur Jakobsdóttir heldur í hefðirnar þegar kemur að eftirrétti á aðfangadagskvöld. Þar er ananasfrómasinn í fyrsta sæti. Matur 25.11.2008 09:00 Fýkur yfir Bollywood-hæðir Hin rómantíska skáldsaga Emily Bronte, Fýkur yfir hæðir, verður innan tíðar viðfangsefni Bollywood-söngvamyndar en Bollywood er hin indverska hliðstæða ameríska Hollywood og hefur indverska kvikmyndaiðnaðinum vaxið mjög fiskur um hrygg undanfarin ár. Lífið 25.11.2008 07:21 Baltasar gerir mynd í Kanada „Ég veit ekki hvort þetta verður næsta kvikmyndin mín. Ef öll plön ganga upp þá verður hún það. Ef ekki þá hef ég alltaf Grafarþögn og svo víkingamyndina,“ segir Baltasar Kormákur, leikstjóri og margfaldur Eddu-verðlaunahafi. Bíó og sjónvarp 25.11.2008 06:00 Fræbbblarnir þrjátíu ára Í dag er stór dagur fyrir íslenska pönkáhugamenn því þrjátíu ár eru liðin síðan Fræbbblarnir komu fram í fyrsta skipti. „Þetta var í Kópavogsbíói á Myrkramessu MK,“ segir Valgarður Guðjónsson, Valli í Fræbbblunum. „Það var menningarleg samkoma, ræður, ljóðalestur og kórinn söng. Við vorum auðvitað alveg út úr kú. Þurftum að hafa mikið fyrir því að fá að spila því skemmtinefndin reyndi með öllum tiltækum ráðum að útiloka okkur. Sem betur fer áttum við hauk í horni sem kom okkur inn.“ Tónlist 25.11.2008 06:00 Fyrsta alvöru sólóplatan Gítarleikarinn snjalli Guðmundur Pétursson hefur gefið út sólóplötuna Ologies. Hann segir að hún sé fyrsta alvöru sólóplata sín en fyrir mörgum árum gaf hann út tilraunakennda plötu sem fór frekar hljótt um. Tónlist 25.11.2008 05:15 Rúnar Júl staldrar við Rúnar Júlíusson gerir upp feril sinn á þrefaldri plötu. Rúnar er enn að þrátt fyrir 45 ár í bransanum. Hann segist markvisst vinna að því að fresta hrörnuninni, eins og hann orðar það. Tónlist 25.11.2008 04:15 Montin Atómstöð í útrás Lag Atómstöðvarinnar, Think No, er að finna á safnplötunni Riot on Sunset vol. 14 sem bandaríska útgáfufyrirtækið 272 Records gefur út. Tónlist 25.11.2008 03:45 Ekki á dánarbeði „Það eru gróusögur um að við séum háð einum banka og ef hann fer þá förum við líka en það er bara ekki þannig,“ segir Rakel Garðarsdóttir hjá leikhópnum Vesturporti þar sem fjöldi verkefna er fram undan. Menning 25.11.2008 03:00 Hvíla sig á upptökum Breska hljómsveitin Arctic Monkeys ætlar að spila á tónlistarhátíðinni Big Day Out í Ástralíu í janúar þrátt fyrir að vera enn á kafi í gerð sinnar þriðju plötu. Tónlist 25.11.2008 01:30 Kvennastjórnartíðindi eru komin út Fyrsta tölublað Kvennastjórnartíðinda er komið út. Ritið er gefið út af Neyðarstjórn kvenna og er málgagn hreyfingarinnar. Lífið 24.11.2008 23:00 Þjóðþekktir einstaklingar tilnefndir í framboð Ástþórs Eins og Vísir greindi frá í morgun hefur Lýðræðishreyfingin undir forystu Ástþórs Magnússonar boðað til þingframboðs í næstu kosningum. Ekki er um hefðbundið framboð að ræða því ætlunin er sú að kosið verði á milli einstaklingana sem mynda listann en ekki sjálfan flokkinn. Hægt er að tilnefna einstaklinga á heimasíðu hreyfingarinnar. 19 tilnefningar eru komnar og má þar sjá nokkra þekkta einstaklinga. Lífið 24.11.2008 15:10 Íslandsvinur sakaður um framhjáhald Götublaðið News of the World heldur því fram að Íslandsvinurinn og stjörnukokkurinn Gordon Ramsey, 42 ára, hafi undanfarin sjö ár haldið fram hjá eiginkonu sinni með atvinnuhjákonunni Söruh Symonds, 38 ára. Lífið 24.11.2008 09:56 Clint Eastwood lýkur leikferlinum Leikarinn Clint Eastwood ætlar setjast í helgan stein eftir að hann leikur í myndinni Gran Torino. Lífið 24.11.2008 07:57 Dr. Spock í spinning Þeir Óttarr Proppé og Finni í Dr. Spock stigu í fyrsta sinn inn í líkamsræktarstöð þegar þeir kynntu sér aðstæður fyrir útgáfutónleika sína í Sporthúsinu. Gillzenegger skipuleggur giggið með þeim. Lífið 24.11.2008 07:30 Verður trú sögunni Leikstjórinn Zack Snyder, segir að nýjasta mynd sín Watchmen, verði trú upprunalegu teiknimyndasögunni sem hún er gerð eftir. „Ég vona að áhorfendur verði yfir sig hrifnir, alveg eins og ég var þegar ég las teiknimyndasöguna," sagði Snyder, sem á að baki myndirnar Dawn of the Dead og 300. Bíó og sjónvarp 24.11.2008 06:00 Gefur út tónlist úr leikriti „Þetta er í fyrsta sinn sem ég sem tónlist við leikverk,“ segir Jarþrúður Karlsdóttir sem gefur úr plötu með tónlistinni úr leikritinu Dansaðu við mig, en verkið er sýnt í Iðnó um þessar mundir. Menning 24.11.2008 05:00 Þakklátur landi og þjóð „Það virtist vera sama hvað gekk á, Ernesto sagðist hvergi annars staðar vilja vera,“ segir Steinunn Kristín Pétursdóttir, starfsmannastjóri BM Vallár – Smellinn um Ernesto Riberio sem starfaði hjá fyrirtækinu um árabil. Ernesto hóf störf hjá Smellinn á Akranesi í apríl 2005, en þegar kreppan skall á og fækka þurfti starfsmönnum þurfti hann frá að hverfa. Síðastliðinn mánudag fór hann aftur til síns heimalands, Portúgal, en áður en hann fór setti hann auglýsingu í Póstinn á Akranesi þar sem hann þakkar vinnustaðnum, Akranesi, landi og þjóð fyrir sig. Lífið 24.11.2008 04:45 « ‹ ›
Hálf öld aðskilur nafnana 52 ár, eða rúmlega hálf öld, skilur að nafnana Ragnar Bjarnason og Ragnar Sólberg sem eru báðir að gefa út sólóplötur núna fyrir jólin. Tónlist 27.11.2008 02:45
Blender gerir upp árið Plata rapparans Lil" Wayne, Tha Carter III, hefur verið kjörin plata ársins af bandaríska tónlistartímaritinu Blender. Listar yfir plötur ársins fara smám saman að birtast og ríður Blender á vaðið með þessum nýja lista. Tónlist 27.11.2008 02:30
Coxon kallaður til æfinga með Blur Damon Albarn hefur staðfest að Blur ætli að koma aftur saman á næsta ári með gítarleikarann Graham Coxon innanborðs. „Blur ætlar að æfa saman og síðan kemur í ljós hvort við erum til í tuskið,“ sagði Albarn, skömmu áður en hann flutti óperu sína Monkey: Journey to the West í London. Tónlist 27.11.2008 02:00
Mamma og pabbi hjálpa „Ég er búin að vera að syngja í þrjú fjögur ár,“ segir Elín Eyþórsdóttir átján ára sem hefur gefið út sína fyrstu plötu, See you in dreamland. „Ég söng fyrst á kaffi Hljómalind þegar ég sá að maður gæti troðið þar upp og lét bara mína nánustu vita. Tónlist 27.11.2008 01:45
Pink nýtur ásta með sjálfri sér - myndband Söngkonan Pink nýtur ásta, með hjálp tækninnar, með sjálfri sér í nýju tónlistarmyndbandi við lagið Sober klædd í svartan brjóstarhaldara. Sjá myndbandið hér. Pink skildi fyrr á árinu við eiginmann sinn, motorcross stjörnuna Carey Hart. Lífið 26.11.2008 15:34
Rösklega ellefuhundruð facebook notendur styðja Geir Rösklega ellefuhundruð manns hafa skráð sig á síðu sem sett var upp til stuðnings Geirs H. Haarde forsætisráðherra á facebook. Lífið 26.11.2008 11:39
Reykjavík síðdegis verðlaunað Á Umferðarþingi í ár var aðstandendum útvarpsþáttarins „Reykjavík síðdegis" veitt Umferðarljósið sem er sérstök viðurkenning sem Umferðarráð veitir þeim sem unnið hafa sérstaklega árangursríkt og eftirtektarvert starf á sviði umferðaröryggismála. Dagskrágerðarmenn þáttarins „Reykjavík síðdegis", þeir Þorgeir Ástvaldsson, Kristófer Helgason, Bragi Guðmundsson og áður Ásgeir Páll Ágústsson hafa verið fundvísir á áhugaverð málefni í sambandi við umferð og umferðaröryggi. „Þetta kemur á óvart. En við höfum í 8 ára sögu Reykjavík síðdegis alla tíð, í opnu útvarpi, verið mikið í sambandi við manninn á götunni. Sá tími sem landsmenn eyða í bíl hefur lengst og okkur finnst við hafa náð eyrum margra í bílum," svarar Þorgeri Ástvaldsson þegar Vísir óskar honum til hamingju með viðurkenninguna. Lífið 26.11.2008 11:27
Angelina Jolie ólétt Vikuritið In Touch heldur því fram að Angelina Jolie sé komin þrjá mánuði á leið með sjöunda barn hennar og Brad Pitt. Sama tímarit var fyrst með fréttirnar af tvíburum leikkonunnar. Þar segir að Angelina geti ekki hætt að ræða um barnið sem hún beri undir belti en annað hljóð sé í barnsföður hennar, Brad, sem sé ekki eins spenntur. Lífið 26.11.2008 10:18
Andri Snær biður Verzlinga afsökunar - heldur fyrirlestur í sáttarskyni Rithöfundurinn Andri Snær Magnason hringdi í formann nemendafélags Verzlunarskóla Íslands og baðst afsökunar á ummælum sem hann lét falla í Silfri Egils fyrir skömmu. Þar sagði Andri að núverandi efnahagsþrengingar fælu í sér fall Verzló. Rithöfundurinn mætir á sal skólans í hádeginu og heldur „kreppufyrirlestur“. Lífið 26.11.2008 10:15
Þrefalt dýrara á Hróarskeldu „Ég veit ekki hvernig þetta verður. Ég á ekki von á því að það verði jafnmikil þátttaka og síðustu ár,“ segir Tómas Young, íslenskur tengiliður Hróarskelduhátíðarinnar í Danmörku. Lífið 26.11.2008 06:00
Geir Haarde fær stuðning og andbyr á Facebook Mikið mæðir á Geir H. Haarde forsætisráðherra þessa dagana. Á Facebook hefur hópur aðdáenda ráðherrans opnað stuðningsmannasíðu þar sem fólki gefst kostur á að styðja við bakið á ráðherranum á þessum erfiðu tímum. 434 hafa skráð sig á síðuna. Á annari síðu er yfirskriftin: „Ekki meir Geir“ og þar hafa 655 skráð sig. Lífið 25.11.2008 21:56
Sleppa við fangelsi fyrir strandmök Breska parið, sem ákært var fyrir að hafa kynmök á almenningsströnd í Furstadæminu Dubai í júlí, sleppur við þriggja mánaða fangelsisdóm. Lífið 25.11.2008 11:23
Reynt að koma höggi á Lindsay - myndband Hollywoodstjarnan og vandræðagemsinn Lindsay Lohan er enn og aftur umfjöllunarefni fjölmiðla. Nú er því haldið fram að áfengismeðferðin sem hún fór í fyrir ári hafi verið til einskis. Lífið 25.11.2008 09:43
Frómasinn fylgdi úr foreldrahúsum: Ananasbúðingur Svanhildar Jakobs Söngkonan góðkunna Svanhildur Jakobsdóttir heldur í hefðirnar þegar kemur að eftirrétti á aðfangadagskvöld. Þar er ananasfrómasinn í fyrsta sæti. Matur 25.11.2008 09:00
Fýkur yfir Bollywood-hæðir Hin rómantíska skáldsaga Emily Bronte, Fýkur yfir hæðir, verður innan tíðar viðfangsefni Bollywood-söngvamyndar en Bollywood er hin indverska hliðstæða ameríska Hollywood og hefur indverska kvikmyndaiðnaðinum vaxið mjög fiskur um hrygg undanfarin ár. Lífið 25.11.2008 07:21
Baltasar gerir mynd í Kanada „Ég veit ekki hvort þetta verður næsta kvikmyndin mín. Ef öll plön ganga upp þá verður hún það. Ef ekki þá hef ég alltaf Grafarþögn og svo víkingamyndina,“ segir Baltasar Kormákur, leikstjóri og margfaldur Eddu-verðlaunahafi. Bíó og sjónvarp 25.11.2008 06:00
Fræbbblarnir þrjátíu ára Í dag er stór dagur fyrir íslenska pönkáhugamenn því þrjátíu ár eru liðin síðan Fræbbblarnir komu fram í fyrsta skipti. „Þetta var í Kópavogsbíói á Myrkramessu MK,“ segir Valgarður Guðjónsson, Valli í Fræbbblunum. „Það var menningarleg samkoma, ræður, ljóðalestur og kórinn söng. Við vorum auðvitað alveg út úr kú. Þurftum að hafa mikið fyrir því að fá að spila því skemmtinefndin reyndi með öllum tiltækum ráðum að útiloka okkur. Sem betur fer áttum við hauk í horni sem kom okkur inn.“ Tónlist 25.11.2008 06:00
Fyrsta alvöru sólóplatan Gítarleikarinn snjalli Guðmundur Pétursson hefur gefið út sólóplötuna Ologies. Hann segir að hún sé fyrsta alvöru sólóplata sín en fyrir mörgum árum gaf hann út tilraunakennda plötu sem fór frekar hljótt um. Tónlist 25.11.2008 05:15
Rúnar Júl staldrar við Rúnar Júlíusson gerir upp feril sinn á þrefaldri plötu. Rúnar er enn að þrátt fyrir 45 ár í bransanum. Hann segist markvisst vinna að því að fresta hrörnuninni, eins og hann orðar það. Tónlist 25.11.2008 04:15
Montin Atómstöð í útrás Lag Atómstöðvarinnar, Think No, er að finna á safnplötunni Riot on Sunset vol. 14 sem bandaríska útgáfufyrirtækið 272 Records gefur út. Tónlist 25.11.2008 03:45
Ekki á dánarbeði „Það eru gróusögur um að við séum háð einum banka og ef hann fer þá förum við líka en það er bara ekki þannig,“ segir Rakel Garðarsdóttir hjá leikhópnum Vesturporti þar sem fjöldi verkefna er fram undan. Menning 25.11.2008 03:00
Hvíla sig á upptökum Breska hljómsveitin Arctic Monkeys ætlar að spila á tónlistarhátíðinni Big Day Out í Ástralíu í janúar þrátt fyrir að vera enn á kafi í gerð sinnar þriðju plötu. Tónlist 25.11.2008 01:30
Kvennastjórnartíðindi eru komin út Fyrsta tölublað Kvennastjórnartíðinda er komið út. Ritið er gefið út af Neyðarstjórn kvenna og er málgagn hreyfingarinnar. Lífið 24.11.2008 23:00
Þjóðþekktir einstaklingar tilnefndir í framboð Ástþórs Eins og Vísir greindi frá í morgun hefur Lýðræðishreyfingin undir forystu Ástþórs Magnússonar boðað til þingframboðs í næstu kosningum. Ekki er um hefðbundið framboð að ræða því ætlunin er sú að kosið verði á milli einstaklingana sem mynda listann en ekki sjálfan flokkinn. Hægt er að tilnefna einstaklinga á heimasíðu hreyfingarinnar. 19 tilnefningar eru komnar og má þar sjá nokkra þekkta einstaklinga. Lífið 24.11.2008 15:10
Íslandsvinur sakaður um framhjáhald Götublaðið News of the World heldur því fram að Íslandsvinurinn og stjörnukokkurinn Gordon Ramsey, 42 ára, hafi undanfarin sjö ár haldið fram hjá eiginkonu sinni með atvinnuhjákonunni Söruh Symonds, 38 ára. Lífið 24.11.2008 09:56
Clint Eastwood lýkur leikferlinum Leikarinn Clint Eastwood ætlar setjast í helgan stein eftir að hann leikur í myndinni Gran Torino. Lífið 24.11.2008 07:57
Dr. Spock í spinning Þeir Óttarr Proppé og Finni í Dr. Spock stigu í fyrsta sinn inn í líkamsræktarstöð þegar þeir kynntu sér aðstæður fyrir útgáfutónleika sína í Sporthúsinu. Gillzenegger skipuleggur giggið með þeim. Lífið 24.11.2008 07:30
Verður trú sögunni Leikstjórinn Zack Snyder, segir að nýjasta mynd sín Watchmen, verði trú upprunalegu teiknimyndasögunni sem hún er gerð eftir. „Ég vona að áhorfendur verði yfir sig hrifnir, alveg eins og ég var þegar ég las teiknimyndasöguna," sagði Snyder, sem á að baki myndirnar Dawn of the Dead og 300. Bíó og sjónvarp 24.11.2008 06:00
Gefur út tónlist úr leikriti „Þetta er í fyrsta sinn sem ég sem tónlist við leikverk,“ segir Jarþrúður Karlsdóttir sem gefur úr plötu með tónlistinni úr leikritinu Dansaðu við mig, en verkið er sýnt í Iðnó um þessar mundir. Menning 24.11.2008 05:00
Þakklátur landi og þjóð „Það virtist vera sama hvað gekk á, Ernesto sagðist hvergi annars staðar vilja vera,“ segir Steinunn Kristín Pétursdóttir, starfsmannastjóri BM Vallár – Smellinn um Ernesto Riberio sem starfaði hjá fyrirtækinu um árabil. Ernesto hóf störf hjá Smellinn á Akranesi í apríl 2005, en þegar kreppan skall á og fækka þurfti starfsmönnum þurfti hann frá að hverfa. Síðastliðinn mánudag fór hann aftur til síns heimalands, Portúgal, en áður en hann fór setti hann auglýsingu í Póstinn á Akranesi þar sem hann þakkar vinnustaðnum, Akranesi, landi og þjóð fyrir sig. Lífið 24.11.2008 04:45