Lífið Tíunda sólóplatan Gítarleikari Red Hot Chili Peppers, John Frusciante, gefur út sína tíundu sólóplötu 26. janúar. Platan nefnist The Empyrean og koma þar við sögu Flea, bassaleikari Red Hot, og Johnny Marr, fyrrverandi gítarleikari The Smiths. Tónlist 13.1.2009 04:15 Nýtt lag frá Lifun Hljómsveitin Lifun vakti athygli síðasta sumar með laginu „Hörku djöfuls fanta ást“ eftir Björgvin Ívar Baldursson við texta Bjartmars Guðlaugssonar. Björgvin er sonarsonur Rúnars Júlíussonar. Tónlist 13.1.2009 03:30 Troða upp í Þýskalandi og Hvíta-Rússlandi Eurobandið hefur vakið mikla athygli eftir þátttöku sína í Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarspsstöðva 2008 með laginu This is my life og ekki bara á Íslandi þar sem plata þeirra seldist í um 15 þúsund eintökum, heldur hefur tvíeykið Friðrik Ómar og Regína Ósk verið pantað víða um Evrópu og fengin til að syngja við hinar ýmsu uppákomur. Lífið 12.1.2009 20:37 Fylgst með skurðaðgerð í Kompás í kvöld Sömu sjúkdómarnir herja á manninn og besta vin hans. Krabbamein er algengasta dánarorsök hunda en tíðni krabbameins í hundum er álíka há og tíðni krabbameins hjá fólki. Tíkin Trinity greindist nýverið með krabbamein í júgri og Kompás fékk að fylgjast með þegar æxlið var fjarlægt. Lífið 12.1.2009 10:49 Tónlistarárið mikla hafið Fjöldi hljómsveita verður á faraldsfæti árið 2009 og ætlar sér stóra hluti úti í hinum stóra heimi. Lay Low, Emilíana Torrini, Hjaltalín og Gus Gus verða öll áberandi. Tónlist 12.1.2009 06:00 Fjórir tebollar fyrir frumsýningu Sólskinsdrengurinn var frumsýnd í Smárabíói á föstudagskvöldið að viðstöddu margmenni. Lífið 12.1.2009 05:00 Stórfyrirtæki slást um Sportacus Warner Bros. og Sony, eru meðal þeirra framleiðslufyrirtækja sem Magnús Scheving hefur rætt við um gerð kvikmyndar byggðri á Latabæ. Þetta hefur breska blaðið Daily Telegraph eftir Magnúsi Scheving í frétt sem birtist á laugardaginn. Jafnframt er greint frá því að myndin hafi þegar hlotið nafnið Sportacus sem er enska heitið yfir Íþróttaálfinn. Lífið 12.1.2009 04:30 Fréttastjóri lærir guðfræði „Ég verð vel geymdur þarna,“ segir Steingrímur Sævarr Ólafsson, fyrrum fréttastjóri Stöðvar 2, sem hefur skráð sig í nám í elstu deild Háskóla Íslands, guðfræði. Steingrímur hefur látið lítið fyrir sér fara eftir brotthvarfið af Stöð 2 en töluvert hefur verið slúðrað um það á vefsíðum að hann hafi verið stjórnendum gömlu viðskiptabankanna innan handar í kjölfar efnahagshrunsins. Steingrímur vísar því alfarið á bug, segist bara hafa verið að undirbúa sig fyrir námið í háskólanum. „Mér skilst að þetta sé rétti tíminn til að fara í nám, allavega hefur aðsóknin í Háskólann verið góð.“ Lífið 12.1.2009 04:00 Stillir til friðar á Gaza „Ég hef alltaf farið í frí eftir jólavertíðina til að ná mér aðeins niður,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgefandi. Hann er á leiðinni til Egyptalands með fjölskyldu sína, lands sem margir myndu kannski hugsa sig tvisvar um að heimsækja í ljósi ástandsins í nágrannalandinu Palestínu. „Jú, það verður alveg að viðurkennast að Egyptaland var ekki fyrsti valkostur. Þegar bankarnir hrundu og gengið með þá tók ég eiginlega þá ákvörðun að leggja af þessa árlegu utanlandsferð. Mér þótti það bæði siðlaust og óverjandi að kaupa gjaldeyri á því verði sem hann er á í dag,“ útskýrir Jóhann og augljóst að honum er létt við að komast burt frá landinu. Lífið 12.1.2009 04:00 Vill vingast við Aniston Jennifer Connelly hafði mjög gaman af því að leika með Jennifer Aniston í myndinni He"s Just Not That Into You. Vonast hún til að þær geti orðið góðar vinkonur í framtíðinni. Lífið 12.1.2009 03:30 Neitar framhjáhaldi Brad Pitt neitar því að hafa nokkurn tíma haldið fram hjá fyrrverandi eiginkonu sinni, leikkonunni Jennifer Aniston, með Angelinu Jolie. Pitt og Jolie kynntust við tökur kvikmyndarinnar Mr and Mrs Smith þegar hann var enn giftur Friend leikkonunni. Eftir að Pitt og Jolie fóru að vera saman spruttu fljótt upp sögusagnir þess efnis að leikarinn hefði haldið framhjá Jennifer Aniston. Lífið 12.1.2009 03:00 Búlgaríuplata tafðist í kreppu Fyrsta plata hljómsveitar Hauks Gröndals, Narodna Muzika, tafðist í framleiðslu erlendis á síðasta ári og kom því ekki út fyrr en rétt fyrir jólin. „Svona þjóðlagamúsík er maður ekki að fara að selja eins og Bubbi Morthens hér á landi. Þeir eru ekki að setja þig í rosalegan forgang,“ segir hann og játar að vera pínulítið svekktur. Tónlist 12.1.2009 03:00 Drottningin stendur undir nafni „Þriðja táknið eftir Yrsu Sigurðardóttur kom út í gær í kilju í Bretlandi. Stærsta bókabúðakeðjan þar í landi, Waterstone’s, gerir henni sérstaklega hátt undir höfði; hún er sumsé Waterstone’s Crime Booksellers’ Choice í janúar,“ segir útgefandinn Pétur Már Ólafsson. Lífið 12.1.2009 03:00 McDonalds-martröð Pink segist fá martraðir um að hún vinni á McDonalds. Söngkonan, sem heitir réttu nafni Alicia Moore, vann á skyndibitastaðnum í heimabæ sínum Doylestown í Pennsylvaníu áður en hún komst á samning hjá plötufyrirtæki sem meðlimur stelpuhljómsveitarinnar Choice, sextán ára gömul Lífið 12.1.2009 02:00 Össur með kosningahroll Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra er kominn með kosningahroll ef marka má nýjustu mælingar með nýjustu tækni. Össur greinir frá því á blogginu sínu að hann hafi hitt frumkvöðulinn og eðlisfræðinginn Kristinn Johnsen hjá Mentis Cura sem komst að þessari niðurstöðu. Mentis Cura er fyrirtæki sem hefur þróað tækni til að greina Alzheimers og ADHD með því að mælad heilabylgjur. Lífið 11.1.2009 20:30 Áheyrnarprufum fyrir Söngvaseið lokið Áheyrnaprufum fyrir Söngvaseið lauk í dag í Borgarleikhúsinu. Alls hafa fjögur þúsund börn keppst við að krækja í þau 12 hlutverk sem eru í boði. Guðný Helga hitti hæfileikaríka æsku í Borgarleikhúsinu í dag Lífið 11.1.2009 19:37 Sveppi gerir bíómynd Sjónvarpsmaðurinn Sverrir Þór Sverrisson leitar nú að heppilegum tökustöðum fyrir kvikmynd sem hann hyggst gera. Bíó og sjónvarp 11.1.2009 09:00 Little Boots slær í gegn á árinu Little Boots er talin líklegust til að slá í gegn á árinu 2009 að mati 134 breskra tónlistarspekinga. Hin 24 ára elektró-poppsöngkona heitir réttu nafni Victoria Hesketh og kemur frá Blackpool í Englandi. Tónlist 11.1.2009 06:00 Zeppelin hættir við Umboðsmaður Jimmys Page, Peter Mensch, hefur dregið til baka fyrri yfirlýsingar sínar og segir að Led Zeppelin muni ekki halda áfram störfum án söngvarans Robert Plant. Tónlist 11.1.2009 06:00 Plata með Timbaland Chris Cornell, fyrrum söngvari Soundgarden og Audioslave, hefur tekið upp nýja sólóplötu með hjálp upptökustjórans Timbaland. Platan nefnist Scream og kemur út 9. mars. Tónlist 11.1.2009 06:00 Fjórir trommarar á plötu Ske Fjórir trommarar spila inn á nýjustu plötu hljómsveitarinnar Ske sem er væntanleg á næstu vikum. Aðaltrommari Ske og sá sem kemur mest við sögu á plötunni er Englendingurinn Paul Maguire sem hefur spilað með hljómsveitinni The La"s. Hinir þrír eru Orri Páll Dýrason úr Sigur Rós, Sigtryggur Baldursson og Kjartan Gunnarsson. Tónlist 11.1.2009 06:00 Jóhanna og Edgar áfram í Eurovision Lögin The kiss we never kissed í flutningi Edgars Smára og Is it true með Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttir urðu í kvöld þau fyrstu til að komast áfram í úrslit söngvakeppni Sjónvarpsins. Lífið 10.1.2009 21:26 Sverrir: Klúðurslegt og viðvaningslegt Júróvision Vísir hafði samband við Júróvisionfarann Sverri Stormsker og bað hann hlusta á lögin sem keppa í undanúrslitum Eurovision í kvöld og fræða lesendur Vísis hvað honum finnst. Sverrir tók vel í það, gagnrýndi lögin og gaf þeim stjörnur. Lögin má heyra hérna: 1. The kiss we never kissed (4 stjörnur af 5 mögulegum) Lag: Heimir Sindrason. Texti: Ari Harðarson. Flytjandi: Edgar Smári. „Heimir Sindrason er góður lagasmiður. Hver kannast til dæmis ekki við Hótel Jörð sem hann samdi við ljóð Tómasar. Þetta nýja lag lans The kiss we never kissed er vel samin ballaða. Fastmótuð melódía. Engin rembingur og tilgerð. Bara einfalt og fallegt, sem er alveg meir en nóg til að halda uppi einu lagi. Útsetningin er af gamla skólanum, látlaus og laus við alla stæla og eitthvað sem á að virka gasalega nútímalegt og „töff." Gríðarlegir „töffarar" sem eru of cool fyrir „væmni" ættu ekki að hlusta á þetta lag. „Ég veit akkúrat engin deili á söngvaranum, Edgari Smára, en hann kemst verulega vel frá þessu. Þarna er greinilega á ferðinni mjög góður söngvari með orginal rödd og sérstaka raddbeitingu og karakter í röddinni sem mér finnst mjög áríðandi. Ekkert varið í að hlusta á góða söngvara ef karakterinn vantar. Edgar virkar soldið einsog 14 ára strákpatti í þessu lagi og það gefur þessu ákveðinn sjarma. Kannski á þetta lag frekar heima í teiknimyndasöngleik einsog til dæmis Lion King en í Júróinu. Veit það ekki. En við eigum ekki að hugsa um það, heldur að velja einfaldlega gott lag og það er einmitt það sem þetta lag er," segir Sverrir. 2. Dagur nýr (ein stjarna) Lag: Halldór Guðjónsson. Texti: Íris Kristinsdóttir. Flytjandi: Heiða Ólafs. „Melódían í A-kaflanum er reikul og flöktandi og það er stólað á að hinn klassíski spánski fjórhljómagangur haldi henni á flöti, en hún sekkur, því miður. Er ekki nógu afgerandi. Viðlagið er dæmigert Sálarpopp (til dæmis Eltu mig uppi) sem maður hefur heyrt all oft áður, svona einsog 100 þúsund sinnum en samt ekkert óheyrilega leiðinlegt, bara svona frekar sjálfsmorðshvetjandi. Halldór húsasmiður hefur samið mun betri lög en þetta." Lífið 10.1.2009 18:05 Bono pistlahöfundur hjá New York Times Popparinn og mannréttindafrömuðurinn Bono verður dálkahöfundur hjá stórblaðinu New York Times. Fram kom í blaðinu að fyrsti dálkur Bono birtist á sunnudaginn, og verður einnig hægt að nálgast hann á hlaðvarpi á heimasíðu blaðsins. Lífið 10.1.2009 14:20 James Blunt tekinn saman við Íslandsvin Íslandsvinurinn og hjartaknúsarinn James Blunt er sagður hafa tekið saman við annan Íslandsvin, listakonuna Natöshu Archdale. Sú er fyrrverandi sundfatafyrirsæta, en gerir nú klippimyndir af nöktum líkömum úr dagblaðasnifsum. Lífið 10.1.2009 11:20 Íslendingar spila í Belgíu Hjaltalín, Dísa, Kira Kira, Sam Amidon og Rökkurró eru hluti af tónleikaröðinni 101 Reykjavík sem verður haldin í menningarsetri Belgíu í bænum Maldegem 17. janúar til 29. mars. Tónlist 10.1.2009 09:30 D-A-D aðdáendur spenntir Bergur Geirsson bassaleikari bíður spenntur eftir komu dönsku rokkaranna í D-A-D. Hann minnist þess að hafa enn verið með sítt hár þegar hann féll fyrir hljómsveitinni. Tónlist 10.1.2009 08:00 Slumdog Millionaire verðlaunuð Kvikmyndin Slumdog Millionaire í leikstjórn Dannys Boyle hlaut fimm viðurkenningar á gagnrýnendaverðlaununum í Los Angeles, þar á meðal fyrir bestu myndina og besta leikstjórann. Bíó og sjónvarp 10.1.2009 06:00 Hebbi endurgerður Party Zone, dansþáttur þjóðarinnar á Rás 2, byrjar í kvöld að spila fyrstu remixin sem komu í hús eftir að blásið var til heljarinnar Herberts Guðmundssonar endurhljóðblöndunarveislu í desember Tónlist 10.1.2009 06:00 Öll verk Kjarvals á salon Nokkur hundruð verka Jóhannesar S. Kjarvals í eigu Listasafns Reykjavíkur verða dregin fram í dagsljósið á sýningunni Mynd af heild sem verður opnuð í austursal Kjarvalsstaða í dag. Það sem einkennir sýninguna er að hún er sett fram í anda salon-sýninga, þar sem verkin þekja alla veggi Menning 10.1.2009 06:00 « ‹ ›
Tíunda sólóplatan Gítarleikari Red Hot Chili Peppers, John Frusciante, gefur út sína tíundu sólóplötu 26. janúar. Platan nefnist The Empyrean og koma þar við sögu Flea, bassaleikari Red Hot, og Johnny Marr, fyrrverandi gítarleikari The Smiths. Tónlist 13.1.2009 04:15
Nýtt lag frá Lifun Hljómsveitin Lifun vakti athygli síðasta sumar með laginu „Hörku djöfuls fanta ást“ eftir Björgvin Ívar Baldursson við texta Bjartmars Guðlaugssonar. Björgvin er sonarsonur Rúnars Júlíussonar. Tónlist 13.1.2009 03:30
Troða upp í Þýskalandi og Hvíta-Rússlandi Eurobandið hefur vakið mikla athygli eftir þátttöku sína í Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarspsstöðva 2008 með laginu This is my life og ekki bara á Íslandi þar sem plata þeirra seldist í um 15 þúsund eintökum, heldur hefur tvíeykið Friðrik Ómar og Regína Ósk verið pantað víða um Evrópu og fengin til að syngja við hinar ýmsu uppákomur. Lífið 12.1.2009 20:37
Fylgst með skurðaðgerð í Kompás í kvöld Sömu sjúkdómarnir herja á manninn og besta vin hans. Krabbamein er algengasta dánarorsök hunda en tíðni krabbameins í hundum er álíka há og tíðni krabbameins hjá fólki. Tíkin Trinity greindist nýverið með krabbamein í júgri og Kompás fékk að fylgjast með þegar æxlið var fjarlægt. Lífið 12.1.2009 10:49
Tónlistarárið mikla hafið Fjöldi hljómsveita verður á faraldsfæti árið 2009 og ætlar sér stóra hluti úti í hinum stóra heimi. Lay Low, Emilíana Torrini, Hjaltalín og Gus Gus verða öll áberandi. Tónlist 12.1.2009 06:00
Fjórir tebollar fyrir frumsýningu Sólskinsdrengurinn var frumsýnd í Smárabíói á föstudagskvöldið að viðstöddu margmenni. Lífið 12.1.2009 05:00
Stórfyrirtæki slást um Sportacus Warner Bros. og Sony, eru meðal þeirra framleiðslufyrirtækja sem Magnús Scheving hefur rætt við um gerð kvikmyndar byggðri á Latabæ. Þetta hefur breska blaðið Daily Telegraph eftir Magnúsi Scheving í frétt sem birtist á laugardaginn. Jafnframt er greint frá því að myndin hafi þegar hlotið nafnið Sportacus sem er enska heitið yfir Íþróttaálfinn. Lífið 12.1.2009 04:30
Fréttastjóri lærir guðfræði „Ég verð vel geymdur þarna,“ segir Steingrímur Sævarr Ólafsson, fyrrum fréttastjóri Stöðvar 2, sem hefur skráð sig í nám í elstu deild Háskóla Íslands, guðfræði. Steingrímur hefur látið lítið fyrir sér fara eftir brotthvarfið af Stöð 2 en töluvert hefur verið slúðrað um það á vefsíðum að hann hafi verið stjórnendum gömlu viðskiptabankanna innan handar í kjölfar efnahagshrunsins. Steingrímur vísar því alfarið á bug, segist bara hafa verið að undirbúa sig fyrir námið í háskólanum. „Mér skilst að þetta sé rétti tíminn til að fara í nám, allavega hefur aðsóknin í Háskólann verið góð.“ Lífið 12.1.2009 04:00
Stillir til friðar á Gaza „Ég hef alltaf farið í frí eftir jólavertíðina til að ná mér aðeins niður,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgefandi. Hann er á leiðinni til Egyptalands með fjölskyldu sína, lands sem margir myndu kannski hugsa sig tvisvar um að heimsækja í ljósi ástandsins í nágrannalandinu Palestínu. „Jú, það verður alveg að viðurkennast að Egyptaland var ekki fyrsti valkostur. Þegar bankarnir hrundu og gengið með þá tók ég eiginlega þá ákvörðun að leggja af þessa árlegu utanlandsferð. Mér þótti það bæði siðlaust og óverjandi að kaupa gjaldeyri á því verði sem hann er á í dag,“ útskýrir Jóhann og augljóst að honum er létt við að komast burt frá landinu. Lífið 12.1.2009 04:00
Vill vingast við Aniston Jennifer Connelly hafði mjög gaman af því að leika með Jennifer Aniston í myndinni He"s Just Not That Into You. Vonast hún til að þær geti orðið góðar vinkonur í framtíðinni. Lífið 12.1.2009 03:30
Neitar framhjáhaldi Brad Pitt neitar því að hafa nokkurn tíma haldið fram hjá fyrrverandi eiginkonu sinni, leikkonunni Jennifer Aniston, með Angelinu Jolie. Pitt og Jolie kynntust við tökur kvikmyndarinnar Mr and Mrs Smith þegar hann var enn giftur Friend leikkonunni. Eftir að Pitt og Jolie fóru að vera saman spruttu fljótt upp sögusagnir þess efnis að leikarinn hefði haldið framhjá Jennifer Aniston. Lífið 12.1.2009 03:00
Búlgaríuplata tafðist í kreppu Fyrsta plata hljómsveitar Hauks Gröndals, Narodna Muzika, tafðist í framleiðslu erlendis á síðasta ári og kom því ekki út fyrr en rétt fyrir jólin. „Svona þjóðlagamúsík er maður ekki að fara að selja eins og Bubbi Morthens hér á landi. Þeir eru ekki að setja þig í rosalegan forgang,“ segir hann og játar að vera pínulítið svekktur. Tónlist 12.1.2009 03:00
Drottningin stendur undir nafni „Þriðja táknið eftir Yrsu Sigurðardóttur kom út í gær í kilju í Bretlandi. Stærsta bókabúðakeðjan þar í landi, Waterstone’s, gerir henni sérstaklega hátt undir höfði; hún er sumsé Waterstone’s Crime Booksellers’ Choice í janúar,“ segir útgefandinn Pétur Már Ólafsson. Lífið 12.1.2009 03:00
McDonalds-martröð Pink segist fá martraðir um að hún vinni á McDonalds. Söngkonan, sem heitir réttu nafni Alicia Moore, vann á skyndibitastaðnum í heimabæ sínum Doylestown í Pennsylvaníu áður en hún komst á samning hjá plötufyrirtæki sem meðlimur stelpuhljómsveitarinnar Choice, sextán ára gömul Lífið 12.1.2009 02:00
Össur með kosningahroll Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra er kominn með kosningahroll ef marka má nýjustu mælingar með nýjustu tækni. Össur greinir frá því á blogginu sínu að hann hafi hitt frumkvöðulinn og eðlisfræðinginn Kristinn Johnsen hjá Mentis Cura sem komst að þessari niðurstöðu. Mentis Cura er fyrirtæki sem hefur þróað tækni til að greina Alzheimers og ADHD með því að mælad heilabylgjur. Lífið 11.1.2009 20:30
Áheyrnarprufum fyrir Söngvaseið lokið Áheyrnaprufum fyrir Söngvaseið lauk í dag í Borgarleikhúsinu. Alls hafa fjögur þúsund börn keppst við að krækja í þau 12 hlutverk sem eru í boði. Guðný Helga hitti hæfileikaríka æsku í Borgarleikhúsinu í dag Lífið 11.1.2009 19:37
Sveppi gerir bíómynd Sjónvarpsmaðurinn Sverrir Þór Sverrisson leitar nú að heppilegum tökustöðum fyrir kvikmynd sem hann hyggst gera. Bíó og sjónvarp 11.1.2009 09:00
Little Boots slær í gegn á árinu Little Boots er talin líklegust til að slá í gegn á árinu 2009 að mati 134 breskra tónlistarspekinga. Hin 24 ára elektró-poppsöngkona heitir réttu nafni Victoria Hesketh og kemur frá Blackpool í Englandi. Tónlist 11.1.2009 06:00
Zeppelin hættir við Umboðsmaður Jimmys Page, Peter Mensch, hefur dregið til baka fyrri yfirlýsingar sínar og segir að Led Zeppelin muni ekki halda áfram störfum án söngvarans Robert Plant. Tónlist 11.1.2009 06:00
Plata með Timbaland Chris Cornell, fyrrum söngvari Soundgarden og Audioslave, hefur tekið upp nýja sólóplötu með hjálp upptökustjórans Timbaland. Platan nefnist Scream og kemur út 9. mars. Tónlist 11.1.2009 06:00
Fjórir trommarar á plötu Ske Fjórir trommarar spila inn á nýjustu plötu hljómsveitarinnar Ske sem er væntanleg á næstu vikum. Aðaltrommari Ske og sá sem kemur mest við sögu á plötunni er Englendingurinn Paul Maguire sem hefur spilað með hljómsveitinni The La"s. Hinir þrír eru Orri Páll Dýrason úr Sigur Rós, Sigtryggur Baldursson og Kjartan Gunnarsson. Tónlist 11.1.2009 06:00
Jóhanna og Edgar áfram í Eurovision Lögin The kiss we never kissed í flutningi Edgars Smára og Is it true með Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttir urðu í kvöld þau fyrstu til að komast áfram í úrslit söngvakeppni Sjónvarpsins. Lífið 10.1.2009 21:26
Sverrir: Klúðurslegt og viðvaningslegt Júróvision Vísir hafði samband við Júróvisionfarann Sverri Stormsker og bað hann hlusta á lögin sem keppa í undanúrslitum Eurovision í kvöld og fræða lesendur Vísis hvað honum finnst. Sverrir tók vel í það, gagnrýndi lögin og gaf þeim stjörnur. Lögin má heyra hérna: 1. The kiss we never kissed (4 stjörnur af 5 mögulegum) Lag: Heimir Sindrason. Texti: Ari Harðarson. Flytjandi: Edgar Smári. „Heimir Sindrason er góður lagasmiður. Hver kannast til dæmis ekki við Hótel Jörð sem hann samdi við ljóð Tómasar. Þetta nýja lag lans The kiss we never kissed er vel samin ballaða. Fastmótuð melódía. Engin rembingur og tilgerð. Bara einfalt og fallegt, sem er alveg meir en nóg til að halda uppi einu lagi. Útsetningin er af gamla skólanum, látlaus og laus við alla stæla og eitthvað sem á að virka gasalega nútímalegt og „töff." Gríðarlegir „töffarar" sem eru of cool fyrir „væmni" ættu ekki að hlusta á þetta lag. „Ég veit akkúrat engin deili á söngvaranum, Edgari Smára, en hann kemst verulega vel frá þessu. Þarna er greinilega á ferðinni mjög góður söngvari með orginal rödd og sérstaka raddbeitingu og karakter í röddinni sem mér finnst mjög áríðandi. Ekkert varið í að hlusta á góða söngvara ef karakterinn vantar. Edgar virkar soldið einsog 14 ára strákpatti í þessu lagi og það gefur þessu ákveðinn sjarma. Kannski á þetta lag frekar heima í teiknimyndasöngleik einsog til dæmis Lion King en í Júróinu. Veit það ekki. En við eigum ekki að hugsa um það, heldur að velja einfaldlega gott lag og það er einmitt það sem þetta lag er," segir Sverrir. 2. Dagur nýr (ein stjarna) Lag: Halldór Guðjónsson. Texti: Íris Kristinsdóttir. Flytjandi: Heiða Ólafs. „Melódían í A-kaflanum er reikul og flöktandi og það er stólað á að hinn klassíski spánski fjórhljómagangur haldi henni á flöti, en hún sekkur, því miður. Er ekki nógu afgerandi. Viðlagið er dæmigert Sálarpopp (til dæmis Eltu mig uppi) sem maður hefur heyrt all oft áður, svona einsog 100 þúsund sinnum en samt ekkert óheyrilega leiðinlegt, bara svona frekar sjálfsmorðshvetjandi. Halldór húsasmiður hefur samið mun betri lög en þetta." Lífið 10.1.2009 18:05
Bono pistlahöfundur hjá New York Times Popparinn og mannréttindafrömuðurinn Bono verður dálkahöfundur hjá stórblaðinu New York Times. Fram kom í blaðinu að fyrsti dálkur Bono birtist á sunnudaginn, og verður einnig hægt að nálgast hann á hlaðvarpi á heimasíðu blaðsins. Lífið 10.1.2009 14:20
James Blunt tekinn saman við Íslandsvin Íslandsvinurinn og hjartaknúsarinn James Blunt er sagður hafa tekið saman við annan Íslandsvin, listakonuna Natöshu Archdale. Sú er fyrrverandi sundfatafyrirsæta, en gerir nú klippimyndir af nöktum líkömum úr dagblaðasnifsum. Lífið 10.1.2009 11:20
Íslendingar spila í Belgíu Hjaltalín, Dísa, Kira Kira, Sam Amidon og Rökkurró eru hluti af tónleikaröðinni 101 Reykjavík sem verður haldin í menningarsetri Belgíu í bænum Maldegem 17. janúar til 29. mars. Tónlist 10.1.2009 09:30
D-A-D aðdáendur spenntir Bergur Geirsson bassaleikari bíður spenntur eftir komu dönsku rokkaranna í D-A-D. Hann minnist þess að hafa enn verið með sítt hár þegar hann féll fyrir hljómsveitinni. Tónlist 10.1.2009 08:00
Slumdog Millionaire verðlaunuð Kvikmyndin Slumdog Millionaire í leikstjórn Dannys Boyle hlaut fimm viðurkenningar á gagnrýnendaverðlaununum í Los Angeles, þar á meðal fyrir bestu myndina og besta leikstjórann. Bíó og sjónvarp 10.1.2009 06:00
Hebbi endurgerður Party Zone, dansþáttur þjóðarinnar á Rás 2, byrjar í kvöld að spila fyrstu remixin sem komu í hús eftir að blásið var til heljarinnar Herberts Guðmundssonar endurhljóðblöndunarveislu í desember Tónlist 10.1.2009 06:00
Öll verk Kjarvals á salon Nokkur hundruð verka Jóhannesar S. Kjarvals í eigu Listasafns Reykjavíkur verða dregin fram í dagsljósið á sýningunni Mynd af heild sem verður opnuð í austursal Kjarvalsstaða í dag. Það sem einkennir sýninguna er að hún er sett fram í anda salon-sýninga, þar sem verkin þekja alla veggi Menning 10.1.2009 06:00