Lífið

Jón Gnarr kvaddi grínheima í kvöld

„Ég er að kveðja grínheima,“ sagði Jón Gnarr þegar hann ávarpaði gesti á uppistandi sem Besti flokkurinn stóð fyrir á staðnum Venue nú í kvöld áður en fyrsti grínistinn steig á svið. Ungbest, ungt fólk í Besta flokknum stóð að uppákomunni en þar komu fram margir af helstu grínistum landsins.

Lífið

Eurovision: Hera gerir allt vitlaust - myndband

Við sýnum þennan stutta myndbút sem var tekinn af Heru Björk og Jónatan þegar þau mættu á fjölmiðlafundinn sem haldinn var í Telenor höllinni eftir fyrri undanúrslitakeppni Eurovision sem fram fór í fyrradag.

Lífið

Eurovision: Við stefnum klárlega á sigur

Við hittum Jónatan Garðarsson sem heldur utan um íslenska Eurovisionhópinn í Osló í hádeginu í dag. „Það sem ég geri er að skipuleggja þetta frá a-ö. Núna eru margir í hópnum sem hafa gert þetta áður og vita hvaða kröfur ég geri," segir Jónatan. Sjá viðtalið í meðfylgjandi myndskeiði.

Lífið

Eurovision: BBC vill Heru Björk

Annað kvöld verður tveimur keppendum sem Bretum þykir að hafi slegið í gegn í gærkvöldi boðið að vera í beinni útsendingu á BBC þegar seinni riðillinn er sýndur þar annað kvöld. Hera Björk er annar af keppendunum en ekki hefur fengist uppgefið hver hinn keppandinn er. Fólk er að velta fyrir sér hvort það sé Grikkinn eða Belginn. Breski Eurovisionklúbburinn hefur spáð Heru Björk sigri í ár.

Lífið

Vill Pacino sem Frank Sinatra

Leikstjórinn Martin Scorsese vonast til að þeir Al Pacino og Robert De Niro leiki í næstu mynd sinni, sem fjallar um ævi söngvarans Franks Sinatra.

Lífið

Árni Sveins sigurvegari á Skjaldborg

Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildarmynda, var haldin í fjórða sinn um hvítasunnuhelgina. Hátíðin fór fram á Patreksfirði líkt og fyrri ár og var margt góðra gesta.

Lífið

Eurovision: Gríska goðið fílar Ísland

Við spjölluðum við söngvarann og lagahöfundinn Giorgos Alkaios, fulltrúa Grikklands í Eurovisionkeppninni, eftir lokaæfinguna í gærdag. Við spurðum gríska goðið út í atriðið hans og hvernig honum líst á íslenska hópinn. Grikkinn komst upp úr fyrri undanúrslitakeppninni með lagið OPA sem fram fór í Telenor höllinni í Osló í gærkvöldi.

Lífið

Top Model-stjarna elskar Diktu

„Ég hitti strákana í Diktu þegar þeir spiluðu í New York fyrir nokkrum árum. Ég keypti handa þeim Cosmopolitan-kokteila!“ segir fyrirsætan Shandi Sullivan.

Lífið

Claudia Schiffer eignast Cosimu Violet

Þýska ofurfyrirsætan Claudia Schiffer ól stúlkubarn þann fjórtánda maí síðastliðinn á spítala í London. Stúlkan heitir Cosima Violet Vaughn Drummond og heilsast henni og móðurinni vel að því er fram kemur á vef tímaritsins OK.

Lífið

Íslenskt lag um HM í fótbolta

„Þetta er ekki bara fótbolti, þetta er andrúmsloftið. HM er eitthvað sem sameinar fólk og á sér engin landamæri,“ segir Eiríkur Einarsson, forsprakki HM-boltanna sem hafa gefið út fyrsta íslenska HM-lagið.

Lífið