Lífið

Augljóslega kominn tími fyrir nýja bókmenntasögu

Öldin öfgafulla - bókmenntasaga tuttugustu aldarinnar heitir ný bók eftir Dagnýju Kristjánsdóttur, prófessor. Tuttugasta öldin var tímabil mikilla öfga, umbrota og átaka sem bókmenntir tímabilsins endurspegla og túlka. Öldin öfgafulla er ætluð framhaldsskólanemum en nýtist líka þeim sem hafa áhuga á bókmenntum. Það var bókaútgáfan Bjartur sem leitaði til þeirra hjóna, Dagnýjar og Kristján Jóhanns Jónssonar, um að rita bókmenntasögu 19. og 20. aldar.

Lífið

Spila í norskum morgunþætti

Hljómsveitin Hjaltalín kemur fram í norska morgunþættinum God morgen Norge á sjónvarpsstöðinni TV2 8. september. Þetta verður í annað sinn sem sveitin treður þar upp en síðast var hún gestur í þættinum fyrir tveimur árum.

Lífið

Angelina biður um hjálp

Góðgerðarstjarnan Angelina Jolie sendi frá sér nýtt myndband þar sem hún biður heimsbyggðina að bregðast skjótt við vegna hamfaranna í Pakistan.

Lífið

Vegas-stíll hjá Palla og Sinfó

Miðar seldust upp á tvenna tónleika Páls Óskars og Sinfóníuhljómsveitar Íslands á nokkrum klukkustundum. Tvennir aukatónleikar verða haldnir til að anna eftirspurn.

Lífið

Jón Jónsson heldur tónleika

Hljómsveitin Jón Jónsson kemur fram í fyrsta sinn í langan tíma á skemmtistaðnum Risinu í Tryggvagötu fimmtudagskvöldið 9. september. Hljómsveitin er hugarfóstur Hafnfirðingsins Jóns Ragnars Jónssonar.

Lífið

Vekur athygli þýskra bloggara

Fjallað var um verslunina Glad I Never á þýsku netsjónvarpsstöðinni Berlinfashion.tv fyrir skemmstu, en verslunin er í eigu Íslendingsins Baldvins Dungal og var opnuð í desember síðastliðinn.

Lífið

Í hot-jóga kennaranám til Taílands

Gyða Pétursdóttir flytur til Taílands í byrjun október þar sem hún hyggst læra til jógakennara. Gyða mun dvelja ásamt öðrum nemendum á paradísareyjunni Koh Samui og stunda þar hot-jóga, hugleiðslu og læra kennslutækni.

Lífið

Mynduðu brennandi bústað

Sumarbústaður á Þingvöllum var brenndur margoft við tökur á myndinni Okkar eigin Osló. Um eitt hundrað manns voru á svæðinu, þar á meðal lögregla, slökkvilið og eftirlitsaðilar, til að sjá um að allt gengi vel fyrir sig.

Lífið

Þröng föt éta upp sálina

Söngkonan Beth Ditto líður illa í þröngum fötum. Hún segir óþægilegan fatnað éta upp sálina hennar. Beth sem skaust upp á stjörnuhimininn með hljómsveitinni The Gossip hefur líka slegið í gegn þegar kemur að klæðaburði en hún er andlit Evans sem er breskur fataframleiðandi fyrir konur með mjúkar línur. Ég er nýbyrjuð að hanna mína eigin fatalínu. Það eru nokkrar flíkur sem ég ætla ekki einu sinni að prófa. Þær hreinlega éta upp sálina á mér bara við að horfa á þessar þröngu litlu flíkur. Það er eitthvað ekki rétt við sniðið á sumum flíkum," sagði Beth. Beth er meðvituð um að það er ekkert mál fyrir konur sem eru mjúkar í vextinum að klæða sig á kynþokkafullan hátt. Það eru óteljandi hlutir sem ekki hafa verið reyndir á fatnað fyrir okkur eins og að setja mittisbeltið á annan stað en vanalega," sagði hún. Beth er fullkomlega sátt við líkama sinn og móðgast ekki þó fólk segi hana vera of þunga. Að vera feitur er ekki neikvætt."

Lífið

Gefur ekki upp fegrunarleyndarmálin

Leikkonan Jennifer Aniston, 41 árs, gefur engum upp fegrunarleyndarmálin sín, ekki einu sinni bestu vinkonum sínum. Ég segi vinkonum mínum aldrei frá leyndarmálunum mínum þegar kemur að útlitinu. Þær spyrja mig ekki einu sinni," sagði Jennifer. Spurð út í hár hennar sem hefur vakið aðdáun kvenna um heim allan sagði Jennifer: Ég hef látið lita hárið á mér undanfarin ár og nota alltaf L’Oreal Paris efni í hárið á mér til að koma í veg fyrri slitna enda. Annars nota ég alltaf hárnæringu þegar ég þvæ það."

Lífið

Siggi stormur aftur orðinn fréttamaður

„Nú er ég orðinn fréttamaður aftur," segir Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur. Þeir sem fylgdust með fréttaútsendingum frá ríkisráðsfundinum á Bessastöðum í gær spurðu sig margir hvað Siggi Stormur væri að gera á Álftanesinu. Blaðamaður Vísis hafði samband við Sigga til að fá svarið við þessari áleitnu spurningu.

Lífið

Vörubílstjóri sigraði fatahönnunarkeppni

Jóhanna Eva Gunnarsdóttir ,sem starfar sem vörubílstjóri, sigraði Martini fatahönnunarkeppni sem haldin var í gærkvöldi á vegum Iceland Fashion Week á veitingastaðnum Spot sem hafði verið breytt í sýningarsal. „Ég sá þessa Martini-fatahönnunarkeppni auglýsta fyrir nokkru og ákvað að sækja um. Svo var haft samband við mig í byrjun vikunnar og mér boðið að taka þátt," sagði Jóhanna í viðtali við Fréttablaðið. Keppendur ásamt Jóhönnu Evu voru Kristín Rut Ómarsdóttir, Steinunn Ketilsdóttir, Sigríður Björnsdóttir og Krstín Sunna Sveinsdóttir. Eins og meðfylgjandi myndir sem Thorgeir.com tók af sýningarstúlkum, keppendum og gestum í gærkvöldi var stemningin gríðarlega góð.

Lífið

Trúir á endalausa ástarsorg

Breski leikarinn Dominic Cooper, 32 ára, sem sló í gegn í kvikmyndinni Mamma Mía!, er neikvæður þegar talið berst að ástinni. Hann heldur því fram að í framtíðinni muni hann ekki nokkurn tíman finna hina einu sönnu ást og að hjarta hans verði brotið aftur og aftur. Dominic er á lausu því hann er óheppinn að hans mati. Alltaf! Ég er maður með brotið hjarta og ég held að það verði ávallt þannig hjá mér," svaraði Dominic spurður hvort hjarta hans væri í molum en mótleikkona hans í kvikmyndinni Mamma Mia!, Amanda Seyfried, sagði honum upp fyrir ekki svo löngu. Leikarinn er enn að jafna sig eftir sambandsslitin.

Lífið

Vill ekki öryggi

Leikkonan Blake Lively sem slegið hefur í gegn í sjónvarpsþáttaröðinni Gossip Girl sem sýnd er á Stöð 2 vill ekki fyrirsjáanlegan frama lengur.

Lífið

Heilluð af Indlandi

Fatahönnuðurinn Una Hlín Kristjánsdóttir stofnaði merkið Royal Extreme fyrr á árinu og hafa viðtökurnar verið gríðarlega góðar. Una Hlín sótti meðal annars tískuvikuna í Kaupmannahöfn í ágúst og fékk nýverið boð á tískuvikuna í New York sem hefst þann 9. september næstkomandi.

Tíska og hönnun

Fjármálaöskuhaugar

16 elskendur spruttu fram á sviðið í Kassanum þó þeir væru bara tíu. Það var kannski fyrsta svindlið. Þjóðleikhúsið hóf leikárið með því að bjóða upp á blandaðan hóp ungra áhugasamra leikara sem sjálfir settu saman hraðnámskeið í að græða á vitleysingum og beita þá brögðum sem þegar eru þekkt meðal svikahrappa.

Gagnrýni

Milljónir hlusta á söng stúlknanna í The Charlies

Stúlkurnar í hljómsveitinni The Charlies, þær Alma Guðmundsdóttir, Steinunn Camilla Sigurðardóttir og Klara Elíasdóttir, halda áfram að vekja verðskuldaða athygli í Borg Englanna. Nýverið bauðst þeim að syngja kynningarlag hins vinsæla sjónvarpsþáttar Dancing With The Stars, en þátturinn er með svipað áhorf og American Idol í Bandaríkjunum.

Lífið

Húðflúr stór mistök

Sjónvarpsstjarnan sem varð hönnuður, Nicole Richie, lét húðflúra orðið jómfrú eða „virgin" á úlnliðinn á sér þegar hún var sextán ára.

Lífið

Mátti ekki fljúga til Íslands

Everything Everything er eitt heitasta bandið sem spilar á Iceland Airwaves-hátíðinni í október. Söngvarinn Jonathan Higgs fékk aldrei að fara til Íslands þegar hann var lítill.

Lífið

Bingó og Gay Pride

Suðurnesjasveitin Breiðbandið hefur gefið út sína þriðju plötu og nefnist hún Breiðbandið – Bætir á sig. Á plötunni er að finna lagið Popppunktur sem hljómsveitin notaði til að „væla“ sig inn í samnefndan sjónvarpsþátt. Önnur lög á plötunni fjalla um stjórnartíð Gordons Brown, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, bingó í Vinabæ og gleðigönguna Gay Pride. Eiginkonur og bjór koma einnig við sögu sem fyrr. Breiðbandið spilar næst á Ljósanótt í Reykjanesbæ í kvöld á stóra sviðinu.

Lífið

Ókind rýfur fjögurra ára þögn

Rokksveitin Ókind rís upp frá dauðum og spilar í eina kvöldstund á Faktorý á laugardagskvöld. Ókind spratt fullsköpuð fram árið 2002 og náði öðru sæti í Músíktilraunum. Á næstu fjórum árum gaf hún út plöturnar Heimsenda 18 og Hvar í Hvergilandi, sem báðar hlutu náð fyrir augum og eyrum gagnrýnenda. Haustið 2006 tilkynnti Ókind að nú væri þetta orðið gott í bili. Svo þagnaði hún í fjögur ár.

Tónlist

Norrænt velferðarLókal

Lókal, alþjóðlegri leiklistarhátíð í Reykjavík, var hleypt af stokkunum í gær og stendur hún fram á sunnudag. Norræn leikverk eru í öndvegi á hátíðinni, en norræn samtímaleikritun hefur átt erfitt uppdráttar í íslenskum leikhúsum undanfarin ár.

Lífið

Draugar Romans Polanski

Nafn Romans Polanski hefur oftar verið nefnt í tengslum við 33 ára gamalt dómsmál og Manson-fjölskylduna en kvikmyndagerð hans. Hann þykir þó sýna gamalkunna takta í sinni nýjustu mynd, Ghost Writer.

Lífið

Fjölþreifinn en góður við konur

Kvennaljóminn velski, Tom Jones, segist alltaf hafa komið vel fram við konur, hann hafi til að mynda aldrei hugsað um kvenkynsaðdáendur sína sem „grúppíur“.

Lífið

Verkjaði alls staðar

Sex and the City stjarnan, leikkonan Kim Cattral, segir að hana hafi verkjað í líkamann eftir að hafa mátað fötin sem hún klæddist í myndinni SATC II því mátunin tók heila eilífð að hennar mati.

Lífið

House-leikkona hrifin af kjól frá tískumerkinu Emami

Leikkonan Jennifer Morrison, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem læknirinn Allison Cameron í sjónvarpsþáttunum House, var brúðarmær í brúðkaupi Anítu Briem. Brúðarmeyjar Anítu klæddust sérsaumuðum silkikjólum frá tískumerkinu Emami og að sögn Brynjars Ingólfssonar, framkvæmdastjóra Emami, var Morrison afskaplega hrifin af hönnun fyrirtækisins.

Tíska og hönnun